Taktu stjórn á streituviðbragðinu Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar 8. apríl 2024 11:32 Það fylgja því ýmsar flækjur að vera manneskja, að búa yfir flóknu tauga- og hormónakerfi sem tekur auðveldlega stjórnvölin á bæði athyglinni og tilfinningum okkar í tíma og ótíma. Með innbyggt viðvörunarkerfi sem bregst við hvers kyns ógn, bæði skynjaðri og ímyndaðri getur verið kúnst að komast í gegnum daginn. En góðu fréttirnar eru þær að við búum einnig yfir innbyggðu kerfi sem hefur þann eiginleika að róa viðvörunarkerfi líkamans og þegar það virkjast þá hefur það jákvæð áhrif á bæði athyglis- og tilfinningastjórn. Það kallast sefkerfið. Á meðan viðvörunarkerfið getur kveikt á sér við hin óheppilegustu tækifæri og oft án meðvitaðs vilja þá getum við virkjað kerfið sem róar það niður meðvitað og þ.a.l. við hvaða tækifæri sem er. Viðvörunarkerfið eða streituviðbragðið er lífsnauðsynlegt og hjálpar okkur m.a. þegar við þurfum að bregðast skjótt við einhverju og þegar við viljum standa okkur. En flestir kannast við það að streituviðbragðið virkjast oft tíðar en þeir vilja og í óheppilegum aðstæðum. Með því að læra að hafa meðvitað áhrif á sefkerfið getum við tekið stjórn á streituviðbragðinu í þessum tilfellum. Það eru til ótal margar leiðir til að virkja sefkerfið sem margir nota nú þegar dags daglega. Það má virkja það með sömu leiðum og streituviðbragðið virkjast, þ.e. með ímyndun, hugsunum og sjónrænni ímyndun, rétt eins og áhyggjur, hrakfallaspá o.fl. virkja streituviðbragðið getum við notað hugann til þess að virkja sefkerfið með því að ímynda okkur stað, manneskju eða minningu sem vekur upp hlýju eða ró sem dæmi. Önnur klassísk leið er að nota djúpa magaöndun, þar sem við hægjum á önduninni og blásum út magann á innöndun eins og blöðru og drögum hann saman á útöndun. Það má því segja að þótt það sé flókið að vera manneskja og oft erfitt að ná tökum á tilverunni með þetta tauga- og hormónakerfi sem við höfum, þá erum við mjög vel búin af bæði drif- og sefkerfi sem vinna upp á móti hvor öðru eftir því hverju við þörfnumst á að halda hverju sinni. Ósjálfráð kerfi líkamans sem við getum lært að ná meðvitaðri stjórna á með ýmsum leiðum líkt og með því að hafa áhrif á hugsanir, ímyndanir og öndun okkar sem fylgja okkur hvert sem við förum. Höfundur er sálfræðingur og doktorsnemi í sálfræði við Háskólann í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilsa Sigrún Þóra Sveinsdóttir Mest lesið „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Sjá meira
Það fylgja því ýmsar flækjur að vera manneskja, að búa yfir flóknu tauga- og hormónakerfi sem tekur auðveldlega stjórnvölin á bæði athyglinni og tilfinningum okkar í tíma og ótíma. Með innbyggt viðvörunarkerfi sem bregst við hvers kyns ógn, bæði skynjaðri og ímyndaðri getur verið kúnst að komast í gegnum daginn. En góðu fréttirnar eru þær að við búum einnig yfir innbyggðu kerfi sem hefur þann eiginleika að róa viðvörunarkerfi líkamans og þegar það virkjast þá hefur það jákvæð áhrif á bæði athyglis- og tilfinningastjórn. Það kallast sefkerfið. Á meðan viðvörunarkerfið getur kveikt á sér við hin óheppilegustu tækifæri og oft án meðvitaðs vilja þá getum við virkjað kerfið sem róar það niður meðvitað og þ.a.l. við hvaða tækifæri sem er. Viðvörunarkerfið eða streituviðbragðið er lífsnauðsynlegt og hjálpar okkur m.a. þegar við þurfum að bregðast skjótt við einhverju og þegar við viljum standa okkur. En flestir kannast við það að streituviðbragðið virkjast oft tíðar en þeir vilja og í óheppilegum aðstæðum. Með því að læra að hafa meðvitað áhrif á sefkerfið getum við tekið stjórn á streituviðbragðinu í þessum tilfellum. Það eru til ótal margar leiðir til að virkja sefkerfið sem margir nota nú þegar dags daglega. Það má virkja það með sömu leiðum og streituviðbragðið virkjast, þ.e. með ímyndun, hugsunum og sjónrænni ímyndun, rétt eins og áhyggjur, hrakfallaspá o.fl. virkja streituviðbragðið getum við notað hugann til þess að virkja sefkerfið með því að ímynda okkur stað, manneskju eða minningu sem vekur upp hlýju eða ró sem dæmi. Önnur klassísk leið er að nota djúpa magaöndun, þar sem við hægjum á önduninni og blásum út magann á innöndun eins og blöðru og drögum hann saman á útöndun. Það má því segja að þótt það sé flókið að vera manneskja og oft erfitt að ná tökum á tilverunni með þetta tauga- og hormónakerfi sem við höfum, þá erum við mjög vel búin af bæði drif- og sefkerfi sem vinna upp á móti hvor öðru eftir því hverju við þörfnumst á að halda hverju sinni. Ósjálfráð kerfi líkamans sem við getum lært að ná meðvitaðri stjórna á með ýmsum leiðum líkt og með því að hafa áhrif á hugsanir, ímyndanir og öndun okkar sem fylgja okkur hvert sem við förum. Höfundur er sálfræðingur og doktorsnemi í sálfræði við Háskólann í Reykjavík.
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar