Forstjóri Persónuverndar brýtur persónuverndarákvæði Jakob Bjarnar skrifar 9. apríl 2024 16:03 Helga Þórisdóttir þegar hún tilkynnti um forsetaframboð sitt, miðvikudeginum fyrir Páska. Vísir/Einar Forstjóri Persónuverndar er með Facebook-auglýsingu þar sem flest persónuverndarákvæði sem hugsast getur eru brotin. „Hananú. Er hún gripin glóðvolg, frúin?“ spurði Helga Þórisdóttir forstjóri Persónuverndar og forsetaframbjóðandi. Vísi barst ábending um að með auglýsingum sínum á Facebook væri Helga að brjóta ýmis ákvæði persónuverndar. Auglýsingin er í gangi án þess að fyrirvari um hver kosti hana, það er ekkert „cookie-samþykki“ á vefnum hennar, engin persónuverndarstefna eða upplýsingar um hvert eigi að snúa sér með persónuverndarmál. Verður að heyra í samfélagsmiðlamanneskju sinni Þá eru engar upplýsingar á síðu Helgu um hvernig eigi að takmarka auglýsingar frá henni eða tilkynning um að mögulega muni þeir sem fylgja síðunni hennar fá auglýsingar frá henni. „Eða nein fræðsla um persónuvernd yfir höfuð,“ segir glöggur lesandi. Hann segir þetta reyndar eiga við um alla frambjóðendurna en þetta sé ef til vill neyðarlegast í tilviki Helgu. Og Helga er þeim lesanda hjartanlega sammála. Hún sé með fólk í þessu og nú verði hún að heyra í konunni sem sér um samfélagsmiðlaauglýsingarnar. „Það var sagt að ef eitthvað framboð ætti að vera löglegt þá er það þetta framboð.“ Helga segir að sér hafi verið greint frá því að Facebook hafi tilkynnt að þetta væri stjórnmálaauglýsing og það væri einhver farvegur fyrir það. „En þetta þarf að kanna. Ég heyri bara í minni samfélagsmiðlamanneskju, og bið hana um að fara yfir þetta. Þetta þarf auðvitað að vera í lagi.“ Ekki verið á Facebook í níu ár Helga segist ekki hafa verið á Facebook nú í níu ár, hún hafi týnt aðgangsorðinu og ekki endurnýjað það. Og þegar hún varð forstjóri Persónuverndar hafi hún ekki viljað snerta þetta, því hún vantreystir fyrirbærinu. „Nei, það hvarflaði ekki að mér að fara inn á þennan miðil. Og nú er ég að þakka frænda mínum fyrir níu ára gamlar kveðjur,“ segir Helga og er létt í bragði. Hún segist vera illa tengd eftir að hafa verið svona lengi frá samfélagsmiðlum og ekki hafi hún tekið þátt í neinu stjórnmálastarfi þannig að engar eru vélarnar til að ræsa með úthringingar og annað. Það gangi þó vel með undirskriftirnar og svo ráðgerir hún að fara um landið og miðin. „Með fagnaðarerindið. Það tekur tíma að ná þessu. En ég fæ svo mikinn stuðning og hlýju og það hlýtur að vera tilgangur með þessu. Ég trúi ekki öðru en ég fái brautargengi,“ segir Helga sem hefur í mörg horn að líta nú þegar forsetakosningarnar eru við að hefjast. Forsetakosningar 2024 Persónuvernd Samfélagsmiðlar Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Erlent Fleiri fréttir „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Sjá meira
„Hananú. Er hún gripin glóðvolg, frúin?“ spurði Helga Þórisdóttir forstjóri Persónuverndar og forsetaframbjóðandi. Vísi barst ábending um að með auglýsingum sínum á Facebook væri Helga að brjóta ýmis ákvæði persónuverndar. Auglýsingin er í gangi án þess að fyrirvari um hver kosti hana, það er ekkert „cookie-samþykki“ á vefnum hennar, engin persónuverndarstefna eða upplýsingar um hvert eigi að snúa sér með persónuverndarmál. Verður að heyra í samfélagsmiðlamanneskju sinni Þá eru engar upplýsingar á síðu Helgu um hvernig eigi að takmarka auglýsingar frá henni eða tilkynning um að mögulega muni þeir sem fylgja síðunni hennar fá auglýsingar frá henni. „Eða nein fræðsla um persónuvernd yfir höfuð,“ segir glöggur lesandi. Hann segir þetta reyndar eiga við um alla frambjóðendurna en þetta sé ef til vill neyðarlegast í tilviki Helgu. Og Helga er þeim lesanda hjartanlega sammála. Hún sé með fólk í þessu og nú verði hún að heyra í konunni sem sér um samfélagsmiðlaauglýsingarnar. „Það var sagt að ef eitthvað framboð ætti að vera löglegt þá er það þetta framboð.“ Helga segir að sér hafi verið greint frá því að Facebook hafi tilkynnt að þetta væri stjórnmálaauglýsing og það væri einhver farvegur fyrir það. „En þetta þarf að kanna. Ég heyri bara í minni samfélagsmiðlamanneskju, og bið hana um að fara yfir þetta. Þetta þarf auðvitað að vera í lagi.“ Ekki verið á Facebook í níu ár Helga segist ekki hafa verið á Facebook nú í níu ár, hún hafi týnt aðgangsorðinu og ekki endurnýjað það. Og þegar hún varð forstjóri Persónuverndar hafi hún ekki viljað snerta þetta, því hún vantreystir fyrirbærinu. „Nei, það hvarflaði ekki að mér að fara inn á þennan miðil. Og nú er ég að þakka frænda mínum fyrir níu ára gamlar kveðjur,“ segir Helga og er létt í bragði. Hún segist vera illa tengd eftir að hafa verið svona lengi frá samfélagsmiðlum og ekki hafi hún tekið þátt í neinu stjórnmálastarfi þannig að engar eru vélarnar til að ræsa með úthringingar og annað. Það gangi þó vel með undirskriftirnar og svo ráðgerir hún að fara um landið og miðin. „Með fagnaðarerindið. Það tekur tíma að ná þessu. En ég fæ svo mikinn stuðning og hlýju og það hlýtur að vera tilgangur með þessu. Ég trúi ekki öðru en ég fái brautargengi,“ segir Helga sem hefur í mörg horn að líta nú þegar forsetakosningarnar eru við að hefjast.
Forsetakosningar 2024 Persónuvernd Samfélagsmiðlar Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Erlent Fleiri fréttir „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Sjá meira
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent