Evrópuþingmenn greiða atkvæði um umdeilda löggjöf Hólmfríður Gísladóttir skrifar 10. apríl 2024 07:32 160 mannréttindasamtök hafa mótmælt löggjöfinni. Getty/Santiago Urquijo Evrópuþingið mun í dag ganga til atkvæðagreiðslu um nýja löggjöf um móttöku flóttamanna, þar sem markmiðið er að samræma vinnulag milli ríkja. Stuðningsmenn frumvarpsins segja það munu slá vopnin úr höndum öfga hægri afla en gagnrýnendur þess segja frumvarpið þvert á móti sniðið að hugmyndafræði þeirra. Ylva Johansson, framkvæmdastjóri innanríkismála hjá ESB, sagði í samtali við blaðamenn í gær að umræddar „úrbætur“ miðuðu að því að taka á flóttamannastraumnum með skipulögðum hætti. Malin Björk, Evrópuþingmaður sænska Vinstriflokksins, sagði hins vegar um að ræða útfærslu á hugmyndafræði öfga hægrisins. „Getum við látið okkur detta eitthvað í hug sem er meira ómanneskjulegt? Með þessu er verið að taka verstu aðferðirnar í Evrópu og stofnanavæða þær.“ Lögin eiga meðal annars að stytta málsmeðferðartímann, fela í sér samræmda ferla á öllum landamærum og stofnun Eurodac, miðlægs gagnagrunnar sem mun gera aðildarríkjunum kleift að fletta einstaklingum upp og kanna hvort þeir hafa sótt um hæli annars staðar. Yfir 160 mannréttindasamtök hafa mótmælt löggjöfinni en þau hafa meðal annars gagnrýnt að með þeim verði einstalingum og fjölskyldum smalað í ómannúðlegar móttökumiðstöðvar og vegið að mannréttindum og virðingu fólks. Stephanie Pope, sérfræðingur hjá Oxfam, segir löggjöfina ekki hafa neitt að gera með mannréttindi, heldur snúist hún um hindranir, varðhald og brottflutning. Um sé að ræða stefnu sem byggi á pólitískri hugmyndafræði, frekar en staðreyndum. Evrópusambandið Flóttamenn Hælisleitendur Mannréttindi Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fleiri fréttir Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Sjá meira
Stuðningsmenn frumvarpsins segja það munu slá vopnin úr höndum öfga hægri afla en gagnrýnendur þess segja frumvarpið þvert á móti sniðið að hugmyndafræði þeirra. Ylva Johansson, framkvæmdastjóri innanríkismála hjá ESB, sagði í samtali við blaðamenn í gær að umræddar „úrbætur“ miðuðu að því að taka á flóttamannastraumnum með skipulögðum hætti. Malin Björk, Evrópuþingmaður sænska Vinstriflokksins, sagði hins vegar um að ræða útfærslu á hugmyndafræði öfga hægrisins. „Getum við látið okkur detta eitthvað í hug sem er meira ómanneskjulegt? Með þessu er verið að taka verstu aðferðirnar í Evrópu og stofnanavæða þær.“ Lögin eiga meðal annars að stytta málsmeðferðartímann, fela í sér samræmda ferla á öllum landamærum og stofnun Eurodac, miðlægs gagnagrunnar sem mun gera aðildarríkjunum kleift að fletta einstaklingum upp og kanna hvort þeir hafa sótt um hæli annars staðar. Yfir 160 mannréttindasamtök hafa mótmælt löggjöfinni en þau hafa meðal annars gagnrýnt að með þeim verði einstalingum og fjölskyldum smalað í ómannúðlegar móttökumiðstöðvar og vegið að mannréttindum og virðingu fólks. Stephanie Pope, sérfræðingur hjá Oxfam, segir löggjöfina ekki hafa neitt að gera með mannréttindi, heldur snúist hún um hindranir, varðhald og brottflutning. Um sé að ræða stefnu sem byggi á pólitískri hugmyndafræði, frekar en staðreyndum.
Evrópusambandið Flóttamenn Hælisleitendur Mannréttindi Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fleiri fréttir Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Sjá meira