Bridget Jones 4 kemur út á næsta ári Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 10. apríl 2024 10:16 Renee Zellweger og Hugh Grant sem þau Bridget Jones og Daniel Cleaver í annarri myndinni um hina seinheppnu Jones Universal Fjórða myndin um hina seinheppnu en elskulegu Bridget Jones fer brátt í framleiðslu. Áætlað er að myndin verði sýnd í kvikmyndahúsum í Bandaríkjunum á sjálfan Valentínusardag strax á næsta ári. Myndin mun bera heitið Bridget Jones: Mad About the Boy og mun Renee Zellweger auðvitað fara með hlutverk Bridget að nýju. Þá munu þau Emma Thompson og Hugh Grant einnig mæta aftur í gömlum hlutverkum. Nýja myndin byggir á nýjustu bókinni um Bridget eftir höfundinn Helen Fielding sem ber einmitt sama nafnið. Bókin kom út árið 2013. Fyrsta myndin með Renee Zellweger í aðalhlutverki og þeim Colin Firth og Hugh Grant kom út árið 2001 og sló í gegn á heimsvísu. Árið 2004 kom svo út framhald, Bridget Jones: The Edge of Reason. Árin liðu og það var ekki fyrr en árið 2016 sem þriðja myndin um þessa seinheppnu fréttakonu kom út. Við það tilefni eignaðist hún barn líkt og fram kemur í titli myndarinnar: Bridget Jones's Baby. Í nýju myndinni sem kemur út á næsta ári er Bridget orðin tveggja barna móðir á sextugsaldri. Hún er í þokkabót orðin ekkja þar sem elskhugi hennar Mark Darcy, leikinn af Colin Firth, er látinn. Sérstaka athygli vekur að Hugh Grant mun spila stærri rullu í fjórðu myndinni sem Daniel Cleaver en hann kom svo gott sem ekkert við sögu í þeirri þriðju. Stikluna fyrir þriðju myndina má horfa hér fyrir neðan. Bíó og sjónvarp Mest lesið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Myndin mun bera heitið Bridget Jones: Mad About the Boy og mun Renee Zellweger auðvitað fara með hlutverk Bridget að nýju. Þá munu þau Emma Thompson og Hugh Grant einnig mæta aftur í gömlum hlutverkum. Nýja myndin byggir á nýjustu bókinni um Bridget eftir höfundinn Helen Fielding sem ber einmitt sama nafnið. Bókin kom út árið 2013. Fyrsta myndin með Renee Zellweger í aðalhlutverki og þeim Colin Firth og Hugh Grant kom út árið 2001 og sló í gegn á heimsvísu. Árið 2004 kom svo út framhald, Bridget Jones: The Edge of Reason. Árin liðu og það var ekki fyrr en árið 2016 sem þriðja myndin um þessa seinheppnu fréttakonu kom út. Við það tilefni eignaðist hún barn líkt og fram kemur í titli myndarinnar: Bridget Jones's Baby. Í nýju myndinni sem kemur út á næsta ári er Bridget orðin tveggja barna móðir á sextugsaldri. Hún er í þokkabót orðin ekkja þar sem elskhugi hennar Mark Darcy, leikinn af Colin Firth, er látinn. Sérstaka athygli vekur að Hugh Grant mun spila stærri rullu í fjórðu myndinni sem Daniel Cleaver en hann kom svo gott sem ekkert við sögu í þeirri þriðju. Stikluna fyrir þriðju myndina má horfa hér fyrir neðan.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira