Bjarni bauð Þórdísi velkomna heim Lovísa Arnardóttir skrifar 10. apríl 2024 10:53 Bjarni og Þórdís voru í stíl í bláu þegar Bjarni afhendi Þórdísi lyklana að utanríkisráðuneytinu aftur. Vísir/Vilhelm „Velkomin heim,“ sagði Bjarna Benediktsson þegar hann afhenti Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur aðgangskortið að utanríkisráðuneytinu í morgun. Hann sagðist vita vel að hún tæki við verkefninu eins og fiskur í vatni. Hann hefði tekist á við stór verkefni á þeim sex mánuðum sem hann sinnti embætti en hefði einnig hugsað til lengri tíma. Þórdís segist tilbúin að takast á við verkefnin eftir hálfs árs fjarveru. Það hafi ýmislegt gerst á hálfu ári. Evrópa sé ekki á öruggari stað og það sé skýrt hver verkefnin eru sem blasi við. „Ég hlakka til að hefja hér störf að nýju,“ segir Þórdís Kolbrún. hún segir stóru viðfangsefnin þau sömu og fyrir sex mánuðum, þegar hún síðast sinnti embætti utanríkisráðherra, en að það séu meiri átök og spenna í heiminum. Það þurfi að huga vel að öryggis- og varnamálum og Ísland verði að huga vel að hlutverki sínu. Þórdís segist þekkja málaflokka ráðuneytisins vel að hún taki nú stöðumat á þeim. Spurð um stöðuna á Gasa og þau skilaboð sem ríkisstjórnin hefur sent frá sér segir Þórdís margt hafa gerst síðustu sex mánuði. Það sé alger hryllingur sem eigi sér þar stað og það verði að taka til þess afstöðu. Á sama tíma verði Ísland að ganga í takt við þau ríki sem við göngum vanalega í takt við. Við höfum ekki forsendur til að taka sjálfstæða ákvörðun. Það séu ólík sjónarmið en hún geti tekist á við það. Styður ákvarðanir Bjarna Hún segist hafa stutt Bjarna í þeim ákvörðunum sem hann tók í ráðuneytinu, eins og að frysta framlög til UNRWA. Hún muni nálgast verkefnin eins og best sé á kosið. Átökin á Gasa séu með þeim flóknustu og það skipti máli að sameinast um það sem sé rétt að gera. Það sé að standa með alþjóðalögum. Því fylgi ekki bara réttindi heldur líka skyldur. Öll ríki sem vilji láta taka sig alvarlega verði að virða það. Þórdís Kolbrún segir vegið að þeim gildum sem við trúum á og það sé ljóst hvar línan liggi. Hún muni beita sér í samræmi við það. Á sama tíma þurfi Ísland að finna sína hillu og hvar hægt sé að gera mest gagn. Það eigi ekki að vanmeta smæð okkar. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Utanríkismál Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Vaktin: Bjarni tekur við lyklunum úr hendi Katrínar Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, mun taka við lyklunum að forsætisráðuneytinu úr hendi Katrínar Jakobsdóttur í Stjórnarráðshúsinu klukkan 8:30 í dag. Hægt er að fylgjast með í spilaranum að neðan og á Stöð 2 Vísi. 10. apríl 2024 08:03 Katrín afhenti Bjarna lyklana að forsætisráðuneytinu Bjarni Benediktsson hefur nú tekið við lyklum að forsætisráðuneytinu. Katrín Jakobsdóttir afhendi honum lyklana í morgun. Katrín segist spennt fyrir nýjum verkefnum og Bjarni líka. 10. apríl 2024 08:59 Sigurður Ingi tekinn við af Þórdísi Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir afhenti Sigurði Inga Jóhannssyni, formanni Framsóknarflokksins, lyklana að fjármálaráðuneytinu í morgun. Sigurður Ingi kemur úr innviðaráðuneytinu og Þórdís fer nú aftur í utanríkisráðuneytið. 10. apríl 2024 09:54 Yfirgefur innviðaráðuneytið með trega en treystir Svandísi vel Sigurður Ingi hefur nú afhent Svandísi Svavarsdóttur lyklana að innviðaráðuneytinu. Svandís hefur sinnt embætti matvælaráðherra síðustu misseri en Bjarkey Olsen tekur við af henni síðar í dag. 10. apríl 2024 10:18 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Sjá meira
Þórdís segist tilbúin að takast á við verkefnin eftir hálfs árs fjarveru. Það hafi ýmislegt gerst á hálfu ári. Evrópa sé ekki á öruggari stað og það sé skýrt hver verkefnin eru sem blasi við. „Ég hlakka til að hefja hér störf að nýju,“ segir Þórdís Kolbrún. hún segir stóru viðfangsefnin þau sömu og fyrir sex mánuðum, þegar hún síðast sinnti embætti utanríkisráðherra, en að það séu meiri átök og spenna í heiminum. Það þurfi að huga vel að öryggis- og varnamálum og Ísland verði að huga vel að hlutverki sínu. Þórdís segist þekkja málaflokka ráðuneytisins vel að hún taki nú stöðumat á þeim. Spurð um stöðuna á Gasa og þau skilaboð sem ríkisstjórnin hefur sent frá sér segir Þórdís margt hafa gerst síðustu sex mánuði. Það sé alger hryllingur sem eigi sér þar stað og það verði að taka til þess afstöðu. Á sama tíma verði Ísland að ganga í takt við þau ríki sem við göngum vanalega í takt við. Við höfum ekki forsendur til að taka sjálfstæða ákvörðun. Það séu ólík sjónarmið en hún geti tekist á við það. Styður ákvarðanir Bjarna Hún segist hafa stutt Bjarna í þeim ákvörðunum sem hann tók í ráðuneytinu, eins og að frysta framlög til UNRWA. Hún muni nálgast verkefnin eins og best sé á kosið. Átökin á Gasa séu með þeim flóknustu og það skipti máli að sameinast um það sem sé rétt að gera. Það sé að standa með alþjóðalögum. Því fylgi ekki bara réttindi heldur líka skyldur. Öll ríki sem vilji láta taka sig alvarlega verði að virða það. Þórdís Kolbrún segir vegið að þeim gildum sem við trúum á og það sé ljóst hvar línan liggi. Hún muni beita sér í samræmi við það. Á sama tíma þurfi Ísland að finna sína hillu og hvar hægt sé að gera mest gagn. Það eigi ekki að vanmeta smæð okkar.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Utanríkismál Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Vaktin: Bjarni tekur við lyklunum úr hendi Katrínar Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, mun taka við lyklunum að forsætisráðuneytinu úr hendi Katrínar Jakobsdóttur í Stjórnarráðshúsinu klukkan 8:30 í dag. Hægt er að fylgjast með í spilaranum að neðan og á Stöð 2 Vísi. 10. apríl 2024 08:03 Katrín afhenti Bjarna lyklana að forsætisráðuneytinu Bjarni Benediktsson hefur nú tekið við lyklum að forsætisráðuneytinu. Katrín Jakobsdóttir afhendi honum lyklana í morgun. Katrín segist spennt fyrir nýjum verkefnum og Bjarni líka. 10. apríl 2024 08:59 Sigurður Ingi tekinn við af Þórdísi Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir afhenti Sigurði Inga Jóhannssyni, formanni Framsóknarflokksins, lyklana að fjármálaráðuneytinu í morgun. Sigurður Ingi kemur úr innviðaráðuneytinu og Þórdís fer nú aftur í utanríkisráðuneytið. 10. apríl 2024 09:54 Yfirgefur innviðaráðuneytið með trega en treystir Svandísi vel Sigurður Ingi hefur nú afhent Svandísi Svavarsdóttur lyklana að innviðaráðuneytinu. Svandís hefur sinnt embætti matvælaráðherra síðustu misseri en Bjarkey Olsen tekur við af henni síðar í dag. 10. apríl 2024 10:18 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Sjá meira
Vaktin: Bjarni tekur við lyklunum úr hendi Katrínar Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, mun taka við lyklunum að forsætisráðuneytinu úr hendi Katrínar Jakobsdóttur í Stjórnarráðshúsinu klukkan 8:30 í dag. Hægt er að fylgjast með í spilaranum að neðan og á Stöð 2 Vísi. 10. apríl 2024 08:03
Katrín afhenti Bjarna lyklana að forsætisráðuneytinu Bjarni Benediktsson hefur nú tekið við lyklum að forsætisráðuneytinu. Katrín Jakobsdóttir afhendi honum lyklana í morgun. Katrín segist spennt fyrir nýjum verkefnum og Bjarni líka. 10. apríl 2024 08:59
Sigurður Ingi tekinn við af Þórdísi Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir afhenti Sigurði Inga Jóhannssyni, formanni Framsóknarflokksins, lyklana að fjármálaráðuneytinu í morgun. Sigurður Ingi kemur úr innviðaráðuneytinu og Þórdís fer nú aftur í utanríkisráðuneytið. 10. apríl 2024 09:54
Yfirgefur innviðaráðuneytið með trega en treystir Svandísi vel Sigurður Ingi hefur nú afhent Svandísi Svavarsdóttur lyklana að innviðaráðuneytinu. Svandís hefur sinnt embætti matvælaráðherra síðustu misseri en Bjarkey Olsen tekur við af henni síðar í dag. 10. apríl 2024 10:18