Ætla að vera aðeins „hógværari“ en Ölfus við gerð bæjarskiltis Bjarki Sigurðsson skrifar 10. apríl 2024 13:24 Það fer ekki framhjá neinum sem ekur yfir Hellisheiðina að hann sé mættur í sveitarfélagið Ölfus enda stærðarinnar skilti sem gerir fólki grein fyrir því. Vísir/Þórir Til stendur að reisa nokkur skilti við bæjarmörk Hveragerðisbæjar á þessu ári. Í minnisblaði menningar-, atvinnu- og markaðsnefndar bæjarins er lagt til að vera ögn „hógværari“ en nágrannarnir í Ölfusi við gerð skiltanna. Fyrir nokkru síðan voru öll skilti sem sýndu fólki að þau væru mætt til Hveragerðis tekin niður er verið var að vinna að framkvæmdum á þjóðveginum. Skiltin voru aldrei sett aftur upp en nú finnst menningar-, atvinnu- og markaðsnefndar vera kominn tími til. Fara ekki sömu leið og Ölfus Verkefnið hefur verið í gangi um nokkurt skeið og nýlega skilaði menningar-, atvinnu- og markaðsnefnd bæjarins af sér minnisblaði þar sem rætt er aðeins um hvernig skiltið eigi að líta út. „Það eru auðvitað ýmsar leiðir til að gera bæjarskilti en við leggjum ekki upp með að fara sömu leið og Ölfus gerir á Hellisheiði,“ segir í minnisblaðinu en skilti Ölfuss er eitt það mest áberandi á landinu. Um er að ræða stórt steypt skilti með stórum stöfum og baklýsingu. Skiltið við bæjarmörk Ölfuss. Í minnisblaðinu er lagt til að fara „hógværari“ leið við gerð skiltis, líkt og Stykkishólmur gerir en það skilti má sjá hér fyrir neðan. Svona lítur skiltið í Stykkishólmi út.Hveragerðisbær Skiltið hjá Ölfusi líka flott Í samtali við fréttastofu segir Sandra Sigurðardóttir, formaður menningar-, atvinnu- og markaðsnefndar Hveragerðisbæjar, að nefndin hafi ekki verið að gagnrýna skilti Ölfuss með því að kalla eftir hógværari leið. „Það er bara alveg geggjað. Þetta er auðvitað steypt skilti og mjög stórt og mikið. Með ljósum og öðru slíku. Við ætlum ekki að vera með jafn stórt skilti heldur erum við meira að tala um tengingu við bæinn okkar,“ segir Sandra. Sandra Sigurðardóttir er formaður menningar-, atvinnu- og markaðsnefndar Hveragerðisbæjar. Blómabærinn Stefnt er að því að skiltið verði blómlegt enda er Hveragerði þekktur fyrir blóm sín, þar má finna fjórar blómabúðir og eru nokkrar hátíðir þar kenndar við blóm, þar má nefna Blóm í bæ, Allt í Blóma og Blómstrandi dagar. „Við erum auðvitað stolt af okkar bæjarfélagi þannig við viljum auðvitað að fólk viti að það sé í Hveragerði. Við erum auðvitað landlítið sveitarfélag og eins og krækiber í miðju Ölfusi. Ég held það fari samt ekki framhjá neinum þegar það ekur niður Kambana og sér strókana upp úr hverunum, blómin, öll grænu trén og allan gróðurinn. Það fer ekkert á milli mála. Auðvitað erum við stolt af okkar sveitarfélagi og viljum hvetja fólk til þess að koma fljótt aftur og annað slíkt,“ segir Sandra. Í Hveragerði búa yfir 3.200 manns.Vísir/Vilhelm Hún segir bæinn einmitt vilja tengja sig meira við blóminn, sem og náttúruna, útivist og heilsu. „Það er sérstaðan okkar sem við viljum vinna með. Lyfta því svolítið upp. Blóm og það verður svolítið lagt upp úr því að fegra bæinn okkar þegar fer að vora. Með blóm í haga,“ segir Sandra. Hringtorgið gert flottara Það er ekki einungis verið að fara að reisa skilti heldur er einnig stefnt af því að „poppa aðeins upp“ hringtorgið sem fólk ekur í kringum þegar það keyrir framhjá bænum. Þar á að setja ýmiskonar blóm og gera það fallegra. „Við leggjum upp úr blómunum og höfum alltaf gert. Við viljum undirstrika það að þegar þú keyrir þjóðveginn og framhjá Hveragerði, að lokka fólk inn til okkar á hringtorginu og leiða þá inn í paradísina sem Hveragerðisbær er,“ segir Sandra. Styttur og útilistaverk Hveragerði Ölfus Sveitarstjórnarmál Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Fleiri fréttir Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku Sjá meira
Fyrir nokkru síðan voru öll skilti sem sýndu fólki að þau væru mætt til Hveragerðis tekin niður er verið var að vinna að framkvæmdum á þjóðveginum. Skiltin voru aldrei sett aftur upp en nú finnst menningar-, atvinnu- og markaðsnefndar vera kominn tími til. Fara ekki sömu leið og Ölfus Verkefnið hefur verið í gangi um nokkurt skeið og nýlega skilaði menningar-, atvinnu- og markaðsnefnd bæjarins af sér minnisblaði þar sem rætt er aðeins um hvernig skiltið eigi að líta út. „Það eru auðvitað ýmsar leiðir til að gera bæjarskilti en við leggjum ekki upp með að fara sömu leið og Ölfus gerir á Hellisheiði,“ segir í minnisblaðinu en skilti Ölfuss er eitt það mest áberandi á landinu. Um er að ræða stórt steypt skilti með stórum stöfum og baklýsingu. Skiltið við bæjarmörk Ölfuss. Í minnisblaðinu er lagt til að fara „hógværari“ leið við gerð skiltis, líkt og Stykkishólmur gerir en það skilti má sjá hér fyrir neðan. Svona lítur skiltið í Stykkishólmi út.Hveragerðisbær Skiltið hjá Ölfusi líka flott Í samtali við fréttastofu segir Sandra Sigurðardóttir, formaður menningar-, atvinnu- og markaðsnefndar Hveragerðisbæjar, að nefndin hafi ekki verið að gagnrýna skilti Ölfuss með því að kalla eftir hógværari leið. „Það er bara alveg geggjað. Þetta er auðvitað steypt skilti og mjög stórt og mikið. Með ljósum og öðru slíku. Við ætlum ekki að vera með jafn stórt skilti heldur erum við meira að tala um tengingu við bæinn okkar,“ segir Sandra. Sandra Sigurðardóttir er formaður menningar-, atvinnu- og markaðsnefndar Hveragerðisbæjar. Blómabærinn Stefnt er að því að skiltið verði blómlegt enda er Hveragerði þekktur fyrir blóm sín, þar má finna fjórar blómabúðir og eru nokkrar hátíðir þar kenndar við blóm, þar má nefna Blóm í bæ, Allt í Blóma og Blómstrandi dagar. „Við erum auðvitað stolt af okkar bæjarfélagi þannig við viljum auðvitað að fólk viti að það sé í Hveragerði. Við erum auðvitað landlítið sveitarfélag og eins og krækiber í miðju Ölfusi. Ég held það fari samt ekki framhjá neinum þegar það ekur niður Kambana og sér strókana upp úr hverunum, blómin, öll grænu trén og allan gróðurinn. Það fer ekkert á milli mála. Auðvitað erum við stolt af okkar sveitarfélagi og viljum hvetja fólk til þess að koma fljótt aftur og annað slíkt,“ segir Sandra. Í Hveragerði búa yfir 3.200 manns.Vísir/Vilhelm Hún segir bæinn einmitt vilja tengja sig meira við blóminn, sem og náttúruna, útivist og heilsu. „Það er sérstaðan okkar sem við viljum vinna með. Lyfta því svolítið upp. Blóm og það verður svolítið lagt upp úr því að fegra bæinn okkar þegar fer að vora. Með blóm í haga,“ segir Sandra. Hringtorgið gert flottara Það er ekki einungis verið að fara að reisa skilti heldur er einnig stefnt af því að „poppa aðeins upp“ hringtorgið sem fólk ekur í kringum þegar það keyrir framhjá bænum. Þar á að setja ýmiskonar blóm og gera það fallegra. „Við leggjum upp úr blómunum og höfum alltaf gert. Við viljum undirstrika það að þegar þú keyrir þjóðveginn og framhjá Hveragerði, að lokka fólk inn til okkar á hringtorginu og leiða þá inn í paradísina sem Hveragerðisbær er,“ segir Sandra.
Styttur og útilistaverk Hveragerði Ölfus Sveitarstjórnarmál Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Fleiri fréttir Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent