Svona lítur meðvirkni út Drífa Snædal skrifar 11. apríl 2024 08:00 Í lok mars hleyptu Stígamót, í samstarfi við stjórnvöld, af stað sínu árlega forvarnarátaki „Sjúkást“ þar sem jafnvægi í samskiptum eru til skoðunar út frá mismunandi einkennum, samfélagsstöðu og eiginleikum fólks. Átakið fer um allt land, í félagsmiðstöðvar, samfélagsmiðla, sem kennsluefni í skóla og víðar. Þetta gerum við til að varna því að ungt fólk (aðallega drengir) misbeiti valdi sínu gagnvart öðru ungu fólki (aðallega stúlkum) eða beiti jafnvel ofbeldi. Ekkert bendir til þess að kynbundið- og kynferðislegt ofbeldi sé að minnka, því miður. Það mun sennilega ekki gerast fyrr en staðið er með brotaþolum og það að beita ofbeldi hafi raunverulegar afleiðingar. Á sama tíma og átakið fór af stað var annað í gangi í samfélaginu. KSÍ ákvað að fara gegn eigin stefnu og velja í landsliðið leikmann sem er kærður fyrir kynferðisbrot. Leikmanninum var hampað og landsliðsþjálfarinn gekk svo langt að segjast vonast til að brotaþolinn myndi nú ekki gera meira mál úr þessu. Stjórnmálafólk, forsetaframbjóðendur og fleiri mættu á leiki í útlöndum til að hvetja grunaðan kynferðisbrotamann áfram, stuðningsaðilar KSÍ létu hvergi bilbug á sér finna og nýkjörinn formaður KSÍ varði ákvörðunina. Fjölmiðlar ræddu fæstir þessa ákvörðun og ræður þar væntanlega einhverju að faðir viðkomandi leikmanns er íþróttafréttamaður sem fáir vilja styggja, maðurinn sem var fenginn til að lýsa landsleikjunum. Það greip einfaldlega um sig múgmeðvirkni gagnvart manni sem er kærður fyrir kynferðisbrot. Á sama tíma kepptist formaður KSÍ við að segja að samtökin styddu brotaþola. Það sama hafa styrktaraðilar KSÍ hvern um annan lýst yfir þegar Stígamót hafa gert athugasemdir við stuðning þeirra við svo skipað landslið. Það virðist vera í lagi að styðja brotaþola þangað til það þarf í alvöru að kosta einhverju til, þangað til það þarf að taka afstöðu og ákvarðanir til að sýna raunverulegan stuðning í verki. Það er víst í lagi að vera grunaður um kynferðisbrot ef þú ert góður í fótbolta – það trompar allt. Skilaboðin til unga fólksins og þjóðarinnar allrar eru þau að brotaþolar eigi helst ekki að gera vesen ef mikið er í húfi. Það er líka í lagi að beita ofbeldi ef þú ert góður í íþróttum – þá er ofbeldishegðun sópað undir teppi. Þessi skilaboð eru styrkt af hverju stórfyrirtækinu af öðru og hverjum valdhafanum af öðrum. Þetta er meðvirkni í hnotskurn, ofbeldi er fordæmt alveg þangað til það er orðið eitthvað vesen. Stígamót hamast í forvörnum á meðan grunuðum kynferðisbrotamanni er hampað sem fyrirmynd. Þessi skilaboð geta beinlínis ógnað öryggi ungs fólks (aðallega stúlkna). Við förum fram á að KSÍ og styrktaraðilar þeirra geri betur og standi sannanlega með þolendum. Við förum fram á að fólk sem hefur áhrif og völd í samfélaginu standi raunverulega með brotaþolum og fordæmi ofbeldishegðun. Höfundur er talskona Stígamóta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal KSÍ Kynferðisofbeldi Mest lesið 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Sjá meira
Í lok mars hleyptu Stígamót, í samstarfi við stjórnvöld, af stað sínu árlega forvarnarátaki „Sjúkást“ þar sem jafnvægi í samskiptum eru til skoðunar út frá mismunandi einkennum, samfélagsstöðu og eiginleikum fólks. Átakið fer um allt land, í félagsmiðstöðvar, samfélagsmiðla, sem kennsluefni í skóla og víðar. Þetta gerum við til að varna því að ungt fólk (aðallega drengir) misbeiti valdi sínu gagnvart öðru ungu fólki (aðallega stúlkum) eða beiti jafnvel ofbeldi. Ekkert bendir til þess að kynbundið- og kynferðislegt ofbeldi sé að minnka, því miður. Það mun sennilega ekki gerast fyrr en staðið er með brotaþolum og það að beita ofbeldi hafi raunverulegar afleiðingar. Á sama tíma og átakið fór af stað var annað í gangi í samfélaginu. KSÍ ákvað að fara gegn eigin stefnu og velja í landsliðið leikmann sem er kærður fyrir kynferðisbrot. Leikmanninum var hampað og landsliðsþjálfarinn gekk svo langt að segjast vonast til að brotaþolinn myndi nú ekki gera meira mál úr þessu. Stjórnmálafólk, forsetaframbjóðendur og fleiri mættu á leiki í útlöndum til að hvetja grunaðan kynferðisbrotamann áfram, stuðningsaðilar KSÍ létu hvergi bilbug á sér finna og nýkjörinn formaður KSÍ varði ákvörðunina. Fjölmiðlar ræddu fæstir þessa ákvörðun og ræður þar væntanlega einhverju að faðir viðkomandi leikmanns er íþróttafréttamaður sem fáir vilja styggja, maðurinn sem var fenginn til að lýsa landsleikjunum. Það greip einfaldlega um sig múgmeðvirkni gagnvart manni sem er kærður fyrir kynferðisbrot. Á sama tíma kepptist formaður KSÍ við að segja að samtökin styddu brotaþola. Það sama hafa styrktaraðilar KSÍ hvern um annan lýst yfir þegar Stígamót hafa gert athugasemdir við stuðning þeirra við svo skipað landslið. Það virðist vera í lagi að styðja brotaþola þangað til það þarf í alvöru að kosta einhverju til, þangað til það þarf að taka afstöðu og ákvarðanir til að sýna raunverulegan stuðning í verki. Það er víst í lagi að vera grunaður um kynferðisbrot ef þú ert góður í fótbolta – það trompar allt. Skilaboðin til unga fólksins og þjóðarinnar allrar eru þau að brotaþolar eigi helst ekki að gera vesen ef mikið er í húfi. Það er líka í lagi að beita ofbeldi ef þú ert góður í íþróttum – þá er ofbeldishegðun sópað undir teppi. Þessi skilaboð eru styrkt af hverju stórfyrirtækinu af öðru og hverjum valdhafanum af öðrum. Þetta er meðvirkni í hnotskurn, ofbeldi er fordæmt alveg þangað til það er orðið eitthvað vesen. Stígamót hamast í forvörnum á meðan grunuðum kynferðisbrotamanni er hampað sem fyrirmynd. Þessi skilaboð geta beinlínis ógnað öryggi ungs fólks (aðallega stúlkna). Við förum fram á að KSÍ og styrktaraðilar þeirra geri betur og standi sannanlega með þolendum. Við förum fram á að fólk sem hefur áhrif og völd í samfélaginu standi raunverulega með brotaþolum og fordæmi ofbeldishegðun. Höfundur er talskona Stígamóta.
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun