Skipuleggur þú tímann þinn? Magnús Jóhann Hjartarson skrifar 12. apríl 2024 13:00 Hér koma nokkrar pælingar á föstudegi varðandi tímanotkun. Að mínu mati er tíminn minn og athygli mikilvægasti gjaldmiðill sem ég hef. Því ég fæ tímann minn aldrei aftur. Ekki eins og pening sem ég get alltaf eignast að nýju ef ég eyði honum. Þá spyr maður sig hvernig er ég að eyða tíma mínum? Hvernig vil ég nýta tímann í fullkomnum heimi? Hvernig get ég nýtt tímann núna og í framtíðinni? Hér koma nokkur ráð sem ég nota persónulega til að nýta tímann minn sem best!! 1. Vera með skýran ásetning í því hvernig ég vil nýta daginn minn. Það getur verið mismunandi eftir tímabilum. - a. Stundum er ég í vinnu tímabili og þá er ég að forgangsraða því að vinna sem mest. - b. Stundum er ég í æfingatímabili og þá set ég meiri tíma í æfingar. - c. Stundum er það slökun og frí, sem er líka mjög mikilvægt!! 2. Reyni að forðast hluti sem munu skaða mig í framtíðinni og leggja áherslu á að gera frekar hluti sem munu gagnast mér í framtíðinni. - a. Ég reyni að forðast áfengi og slík efni alla virka daga og oft um helgar líka ef ég er að keppa eða vinna. Því það hefur slæm áhrif á svefn, lundarfar, líðan og orku daginn eftir. Ég vil vera í topp standi næstum alla daga. - b. Sé til þess að hreyfa mig á hverjum degi því mér líður svo vel eftir á og það hjálpar mér að halda mér í formi. - c. Legg mig fram við að hafa sambönd og samskipti við fólk góð. Byggi ég það á því að segja sannleikann og vera hreinskilinn. Það getur oft verið mjög erfitt. 3. Skoða dagatalið mitt með þennan ásetning ☝️ . 4. Set upp hvern dag kvöldið áður og skipulegg vikuna vel fram í tímann. 5. Er grimmur í því að segja nei við hlutum sem hjálpa mér ekki að ná markmiðum mínum. 6. En síðan já við öllum hinum hlutunum sem koma mér nær því. - a. Eins og æfingar, vinna, sund með vinum, matur með vinum og fjölskyldu og fleira. 7. Smá mikilvægt lokaráð í lokin. - a. Fer yfir skjá tíma í símanum mínum og sé hversu mikið ég er að eyða í samfélagsmiðla og fleira. Reyni að vera mjög meðvitaður um hversu mikill tími fer í tilganslaust áhorf á líf annara sem kemur mér ekkert við. 🤪 - b. Ef það gerist þá stoppa í strax og beini athygli minni að næsta verkefni. Vona að þessi ráð hjálpi ykkur inn í helgina að nýta tímann rétt, það mun láta ykkur líða betur við það að njóta líðandi stundar. Góða helgi. Magnús Jóhann Hjartarson, BS – Sálfræði, Einkaþjálfari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilsa Ástin og lífið Mest lesið Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Hér koma nokkrar pælingar á föstudegi varðandi tímanotkun. Að mínu mati er tíminn minn og athygli mikilvægasti gjaldmiðill sem ég hef. Því ég fæ tímann minn aldrei aftur. Ekki eins og pening sem ég get alltaf eignast að nýju ef ég eyði honum. Þá spyr maður sig hvernig er ég að eyða tíma mínum? Hvernig vil ég nýta tímann í fullkomnum heimi? Hvernig get ég nýtt tímann núna og í framtíðinni? Hér koma nokkur ráð sem ég nota persónulega til að nýta tímann minn sem best!! 1. Vera með skýran ásetning í því hvernig ég vil nýta daginn minn. Það getur verið mismunandi eftir tímabilum. - a. Stundum er ég í vinnu tímabili og þá er ég að forgangsraða því að vinna sem mest. - b. Stundum er ég í æfingatímabili og þá set ég meiri tíma í æfingar. - c. Stundum er það slökun og frí, sem er líka mjög mikilvægt!! 2. Reyni að forðast hluti sem munu skaða mig í framtíðinni og leggja áherslu á að gera frekar hluti sem munu gagnast mér í framtíðinni. - a. Ég reyni að forðast áfengi og slík efni alla virka daga og oft um helgar líka ef ég er að keppa eða vinna. Því það hefur slæm áhrif á svefn, lundarfar, líðan og orku daginn eftir. Ég vil vera í topp standi næstum alla daga. - b. Sé til þess að hreyfa mig á hverjum degi því mér líður svo vel eftir á og það hjálpar mér að halda mér í formi. - c. Legg mig fram við að hafa sambönd og samskipti við fólk góð. Byggi ég það á því að segja sannleikann og vera hreinskilinn. Það getur oft verið mjög erfitt. 3. Skoða dagatalið mitt með þennan ásetning ☝️ . 4. Set upp hvern dag kvöldið áður og skipulegg vikuna vel fram í tímann. 5. Er grimmur í því að segja nei við hlutum sem hjálpa mér ekki að ná markmiðum mínum. 6. En síðan já við öllum hinum hlutunum sem koma mér nær því. - a. Eins og æfingar, vinna, sund með vinum, matur með vinum og fjölskyldu og fleira. 7. Smá mikilvægt lokaráð í lokin. - a. Fer yfir skjá tíma í símanum mínum og sé hversu mikið ég er að eyða í samfélagsmiðla og fleira. Reyni að vera mjög meðvitaður um hversu mikill tími fer í tilganslaust áhorf á líf annara sem kemur mér ekkert við. 🤪 - b. Ef það gerist þá stoppa í strax og beini athygli minni að næsta verkefni. Vona að þessi ráð hjálpi ykkur inn í helgina að nýta tímann rétt, það mun láta ykkur líða betur við það að njóta líðandi stundar. Góða helgi. Magnús Jóhann Hjartarson, BS – Sálfræði, Einkaþjálfari.
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar