Þú þarft ekki að flokka það besta Jóhannes B. Urbancic Tómasson skrifar 12. apríl 2024 13:30 Það besta við kaffihylki er kaffið. Það versta við pasta er pokinn utan um það. Rétt eins og þú myndir ekki tíma að kaupa þér nýjan einnota tannbursta á hverjum degi, þá tíma fæst okkar því heldur að kaupa einnota pakkningar fyrir hversdagslega hluti eins og kaffi eða pasta. Sem betur fer eru sífellt fleiri fyrirtæki að bjóða viðskiptavinum sínum að versla umbúðalausar vörur, hvort sem er fyrir heimili í smáinnkaupum eða framleiðslufyrirtæki í heildsölu. Líttu ofan í tunnurnar næst þegar þú ferð út með ruslið. Hverjar af þessum umbúðum voru nauðsynlegar og hverjar voru óþarfar? Hvað ætli óþarfinn hafi kostað þig í innkaupum? Hversu mörgum trjám var sóað í pappírinn? Hversu mikilli olíu var sóað í plastið? Það er mikilvægt að fyrirtæki vinni að því að heimilin geti komist af með sem minnstan úrgang. Í könnunum sjáum við að flestir landsmenn reyna nú þegar að minnka sín áhrif á umhverfið í gegnum innkaupin sín. Óþarfar pakkningar eru væntanlega ofarlega þar á lista. Það er að sjálfsögðu gott ef umbúðir eru skýrt merktar með flokkunarleiðbeiningum. Það er líka flott ef hráefnið í pakkningum er skárra fyrir umhverfið en það var fyrir nokkrum árum. En langflottast er að geta sleppt þessu öllu. Umbúðunum. Óþarfanum. Og enginn þarf að flokka neitt. Um þessar mundir erum við í Saman gegn sóun að skrifa nýja stefnu ríkisins um úrgangsforvarnir. Næstu fundir eru á Ísafirði 16. apríl og Egilsstöðum 22. apríl. Þar viljum safna hugmyndum frá sem flestum og fjölbreyttustum fyrirtækjum. Þú getur haft áhrif með því að taka þátt. Höfundur er sérfræðingur í teymi hringrásarhagkerfis hjá Umhverfisstofnun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Mest lesið Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Skoðun Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Sjá meira
Það besta við kaffihylki er kaffið. Það versta við pasta er pokinn utan um það. Rétt eins og þú myndir ekki tíma að kaupa þér nýjan einnota tannbursta á hverjum degi, þá tíma fæst okkar því heldur að kaupa einnota pakkningar fyrir hversdagslega hluti eins og kaffi eða pasta. Sem betur fer eru sífellt fleiri fyrirtæki að bjóða viðskiptavinum sínum að versla umbúðalausar vörur, hvort sem er fyrir heimili í smáinnkaupum eða framleiðslufyrirtæki í heildsölu. Líttu ofan í tunnurnar næst þegar þú ferð út með ruslið. Hverjar af þessum umbúðum voru nauðsynlegar og hverjar voru óþarfar? Hvað ætli óþarfinn hafi kostað þig í innkaupum? Hversu mörgum trjám var sóað í pappírinn? Hversu mikilli olíu var sóað í plastið? Það er mikilvægt að fyrirtæki vinni að því að heimilin geti komist af með sem minnstan úrgang. Í könnunum sjáum við að flestir landsmenn reyna nú þegar að minnka sín áhrif á umhverfið í gegnum innkaupin sín. Óþarfar pakkningar eru væntanlega ofarlega þar á lista. Það er að sjálfsögðu gott ef umbúðir eru skýrt merktar með flokkunarleiðbeiningum. Það er líka flott ef hráefnið í pakkningum er skárra fyrir umhverfið en það var fyrir nokkrum árum. En langflottast er að geta sleppt þessu öllu. Umbúðunum. Óþarfanum. Og enginn þarf að flokka neitt. Um þessar mundir erum við í Saman gegn sóun að skrifa nýja stefnu ríkisins um úrgangsforvarnir. Næstu fundir eru á Ísafirði 16. apríl og Egilsstöðum 22. apríl. Þar viljum safna hugmyndum frá sem flestum og fjölbreyttustum fyrirtækjum. Þú getur haft áhrif með því að taka þátt. Höfundur er sérfræðingur í teymi hringrásarhagkerfis hjá Umhverfisstofnun.
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar