Mannréttindabrot Hjördís Ýrr Skúladóttir skrifar 13. apríl 2024 09:30 Góði guð, móðir jörð, æðri máttur eða hver sem öllu ræður. „Gefðu að ég hafi heilsu og geti sem allra lengst haldið mínu sjálfstæði, gefðu að ég fái ekki svo slæmt MS kast eða fari ekki í síversnun MS sem leiðir af sér mikla skerðingu. Gefðu að ég fái að búa sjálf, velja mér búsetu og að ég haldi minni reisn. Gefðu að mér verði ekki komið fyrir á stofnun sem er ekki mér til hæfis og að ég hafi eitthvað um mína eigin búsetu að segja. Í öllu nafni Amen, eða Om eða annað gott orð sem allar góðar bænir enda á.“ Þetta er bæn mín eftir áhorf á Kveik, fréttaskýringaþátt, á RÚV 9.apríl þar sem fjallað var um skelfilegar staðreyndir um það hvernig fólk nýtur ekki mannréttinda þegar kemur að búsetu. Árið er 2024 og það er hreint með ólíkindum að fólk sé „geymt“ á stofnunum eða heimilum án þess að það hafi haft val um sína eigin búsetu. Að fólk með fötlun fái ekki viðunandi sjúkraþjálfun, iðjuþjálfun, endurhæfingu eða þjónustu sem hæfir þeirra aldri og getu er hreinlega til háborinnar skammar og við sem velferðarsamfélag verðum að gera betur. Það biður enginn um að verða fyrir eða fæðast með skerðingu, en við eigum öll rétt á að komið sé fram við okkur af virðingu og hafa raunverulegt val. Við þurfum að gera betur, standa betur vörð um náungann og láta okkur misrétti varða. Það er vissulega vinna í gangi í ráðuneytum og vinnuhópum um lausn á þessu. En þeirri vinnu verður að ljúka sem allra fyrst og leysa þetta brýna vandamáli. Ég held fast í vonina að mitt MS geri það ekki að verkum að mér verði komið fyrir einhversstaðar án þess að ég hafi neitt um það að segja. Allavega ætla ég að gera allt sem í mínu valdi stendur til þess að svo verði ekki. Höfundur er formaður MS-félags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Málefni fatlaðs fólks Mannréttindi Mest lesið Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Skoðun Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Sjá meira
Góði guð, móðir jörð, æðri máttur eða hver sem öllu ræður. „Gefðu að ég hafi heilsu og geti sem allra lengst haldið mínu sjálfstæði, gefðu að ég fái ekki svo slæmt MS kast eða fari ekki í síversnun MS sem leiðir af sér mikla skerðingu. Gefðu að ég fái að búa sjálf, velja mér búsetu og að ég haldi minni reisn. Gefðu að mér verði ekki komið fyrir á stofnun sem er ekki mér til hæfis og að ég hafi eitthvað um mína eigin búsetu að segja. Í öllu nafni Amen, eða Om eða annað gott orð sem allar góðar bænir enda á.“ Þetta er bæn mín eftir áhorf á Kveik, fréttaskýringaþátt, á RÚV 9.apríl þar sem fjallað var um skelfilegar staðreyndir um það hvernig fólk nýtur ekki mannréttinda þegar kemur að búsetu. Árið er 2024 og það er hreint með ólíkindum að fólk sé „geymt“ á stofnunum eða heimilum án þess að það hafi haft val um sína eigin búsetu. Að fólk með fötlun fái ekki viðunandi sjúkraþjálfun, iðjuþjálfun, endurhæfingu eða þjónustu sem hæfir þeirra aldri og getu er hreinlega til háborinnar skammar og við sem velferðarsamfélag verðum að gera betur. Það biður enginn um að verða fyrir eða fæðast með skerðingu, en við eigum öll rétt á að komið sé fram við okkur af virðingu og hafa raunverulegt val. Við þurfum að gera betur, standa betur vörð um náungann og láta okkur misrétti varða. Það er vissulega vinna í gangi í ráðuneytum og vinnuhópum um lausn á þessu. En þeirri vinnu verður að ljúka sem allra fyrst og leysa þetta brýna vandamáli. Ég held fast í vonina að mitt MS geri það ekki að verkum að mér verði komið fyrir einhversstaðar án þess að ég hafi neitt um það að segja. Allavega ætla ég að gera allt sem í mínu valdi stendur til þess að svo verði ekki. Höfundur er formaður MS-félags Íslands.
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar