Lokaumferð NBA-deildarinnar aldrei verið jafn spennandi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. apríl 2024 08:01 LeBron James og félagar þurfa sigur til að halda í 8. sætið. Justin Ford/Getty Images Í kvöld fer 82. og síðasta umferð deildarkeppni NBA-deildarinnar í körfubolta fram. Eins ótrúlega og það hljómar þá er fjöldi leikja sem skipta enn máli enda gríðarlega margt sem getur breyst eftir lokaumferðina. NBA-leiktíðin hefur verið æsispennandi og reikna má með að úrslitakeppnin verði áframhald á því. Fyrst þarf þó að fara í gegnum umspilið en enn er alls óvíst hvaða lið enda í 7. til 10. sæti, umspilssætunum sjálfum. Klukkan 19.30 er leikur New Orleans Pelicans og Los Angeles Lakers á dagskrá Stöð 2 Sport. Er leikurinn sýndur á ESport rásinni vegna fjölda beinna útsendinga. LeBron James og félagar í Lakers eru sem stendur í 8. sæti en geta fallið niður í 9. eða 10. sæti með tapi. Pelicans eru á sama tíma í 6. sæti en gætu fallið niður 7. sæti – og þar með í umspilssæti – með tapi. Það er því nóg undir í New Orleans í kvöld. Hvaða aðra leiki sem tengjast umspilssætum varðar: 1 game separates 5-8 in the East. ORL, IND & PHI tied record-wise.All 4 teams still alive for the 5 seed. Watch the action unfold on the final day of the regular season tomorrow starting at 1:00pm/et on the NBA App. pic.twitter.com/sRKImCoZAt— NBA (@NBA) April 13, 2024 Brooklyn Nets tekur á móti Philadelphia 76ers. Gestirnir gætu fallið niður í umspilssæti í Austrinu. 76ers er sem stendur í 6. sæti með sama sigurhlutfall og Indiana Pacers. Milwaukee Bucks tekur á móti Orlando Magic. Bucks þurfa sigur til að tryggja sér 2. sætið í Austrinu á meðan Magic gæti fallið niður í umspilssæti með tapi. Toronto Raptors tekur á móti Miami Heat. Gestirnir eiga enn möguleika á að komast úr umspilssæti en þeir eru sem stendur í 8. sæti, einum sigri frá Pacers og 76ers. Pacers heimsækja Atlanta Hawks og þurfa sigur til að forðast umspilið. Sacramento Kings heimsækja Portland Trail Blazers. Kóngarnir eiga enn möguleika á 8. sæti sem þýðir að þeir þurfa aðeins einn sigur í umspilinu til að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni. Golden State Warriors mæta Utah Jazz í þeirri von um að tryggja sér 8. sætið í Vestrinu. Phoenix Suns fær Minnesota Timberwolves í heimsókn. Gestirnir geta enn unnið Vesturdeildina en Sólirnar geta með sigri komist beint inn í úrslitakeppnina og sleppt umspilinu. Umspilið í NBA virkar þannig að liðin í 7. og 8. sæti mætast innbyrðis. Sigurvegarinn úr þeirri viðureign fer í úrslitakeppnina sem liðið í 7. sæti og mætir því liðinu í 2. sæti. Liðin í 9. og 10. sæti mætast einnig innbyrðis, liðið sem tapar fellur úr leik á meðan sigurvegarinn mætir tapliðinu úr viðureign liðanna í 7. og 8. sæti. Sigurvegarinn úr þeim leik fær síðasta sætið í úrslitakeppninni og mætir því liðinu sem sigraði deildina. There have NEVER BEEN three teams tied record-wise for a chance at the #1 seed with 1 game left pic.twitter.com/mEtXSKyaMb— NBA (@NBA) April 13, 2024 Á meðan Boston Celtics hefur nú þegar tryggt sér 1. sæti Austurdeildar geta þrjú lið farið með sigur af hólmi í Vestrinu; Oklahoma City Thunder, Timberwolves og Denver Nuggets. Körfubolti NBA Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Chelsea búið að reka Enzo Maresca Enski boltinn Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Dæmd úr leik vegna skósóla Sport Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í enska boltanum og átta manna úrslit í pílunni Sport Fjölskylda skíðakappans fær ekki svör fyrr en í mars Sport Lætur drauminn rætast og opnar kínverskan veitingastað Sport Fleiri fréttir Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Sjá meira
NBA-leiktíðin hefur verið æsispennandi og reikna má með að úrslitakeppnin verði áframhald á því. Fyrst þarf þó að fara í gegnum umspilið en enn er alls óvíst hvaða lið enda í 7. til 10. sæti, umspilssætunum sjálfum. Klukkan 19.30 er leikur New Orleans Pelicans og Los Angeles Lakers á dagskrá Stöð 2 Sport. Er leikurinn sýndur á ESport rásinni vegna fjölda beinna útsendinga. LeBron James og félagar í Lakers eru sem stendur í 8. sæti en geta fallið niður í 9. eða 10. sæti með tapi. Pelicans eru á sama tíma í 6. sæti en gætu fallið niður 7. sæti – og þar með í umspilssæti – með tapi. Það er því nóg undir í New Orleans í kvöld. Hvaða aðra leiki sem tengjast umspilssætum varðar: 1 game separates 5-8 in the East. ORL, IND & PHI tied record-wise.All 4 teams still alive for the 5 seed. Watch the action unfold on the final day of the regular season tomorrow starting at 1:00pm/et on the NBA App. pic.twitter.com/sRKImCoZAt— NBA (@NBA) April 13, 2024 Brooklyn Nets tekur á móti Philadelphia 76ers. Gestirnir gætu fallið niður í umspilssæti í Austrinu. 76ers er sem stendur í 6. sæti með sama sigurhlutfall og Indiana Pacers. Milwaukee Bucks tekur á móti Orlando Magic. Bucks þurfa sigur til að tryggja sér 2. sætið í Austrinu á meðan Magic gæti fallið niður í umspilssæti með tapi. Toronto Raptors tekur á móti Miami Heat. Gestirnir eiga enn möguleika á að komast úr umspilssæti en þeir eru sem stendur í 8. sæti, einum sigri frá Pacers og 76ers. Pacers heimsækja Atlanta Hawks og þurfa sigur til að forðast umspilið. Sacramento Kings heimsækja Portland Trail Blazers. Kóngarnir eiga enn möguleika á 8. sæti sem þýðir að þeir þurfa aðeins einn sigur í umspilinu til að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni. Golden State Warriors mæta Utah Jazz í þeirri von um að tryggja sér 8. sætið í Vestrinu. Phoenix Suns fær Minnesota Timberwolves í heimsókn. Gestirnir geta enn unnið Vesturdeildina en Sólirnar geta með sigri komist beint inn í úrslitakeppnina og sleppt umspilinu. Umspilið í NBA virkar þannig að liðin í 7. og 8. sæti mætast innbyrðis. Sigurvegarinn úr þeirri viðureign fer í úrslitakeppnina sem liðið í 7. sæti og mætir því liðinu í 2. sæti. Liðin í 9. og 10. sæti mætast einnig innbyrðis, liðið sem tapar fellur úr leik á meðan sigurvegarinn mætir tapliðinu úr viðureign liðanna í 7. og 8. sæti. Sigurvegarinn úr þeim leik fær síðasta sætið í úrslitakeppninni og mætir því liðinu sem sigraði deildina. There have NEVER BEEN three teams tied record-wise for a chance at the #1 seed with 1 game left pic.twitter.com/mEtXSKyaMb— NBA (@NBA) April 13, 2024 Á meðan Boston Celtics hefur nú þegar tryggt sér 1. sæti Austurdeildar geta þrjú lið farið með sigur af hólmi í Vestrinu; Oklahoma City Thunder, Timberwolves og Denver Nuggets.
Körfubolti NBA Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Chelsea búið að reka Enzo Maresca Enski boltinn Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Dæmd úr leik vegna skósóla Sport Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í enska boltanum og átta manna úrslit í pílunni Sport Fjölskylda skíðakappans fær ekki svör fyrr en í mars Sport Lætur drauminn rætast og opnar kínverskan veitingastað Sport Fleiri fréttir Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum