Frelsið er yndislegt Birgir Birgisson skrifar 14. apríl 2024 11:02 Undanfarin 12 ár hafa samtökin Barnaheill starfrækt verkefni sem ber yfirskriftina Hjólasöfnun Barnaheilla. Nú á 13. starfsárinu, eftir sérstaklega árangursríkt samstarf síðastliðið sumar, hafa samtökin valið að afhenda Reiðhjólabændum verkefnið til umsjónar í framtíðinni. Þar ræður miklu sú góða aðstaða sem Reiðhjólabændur hafa byggt upp í aðsetri sínu að Sævarhöfða 31 við Elliðárósana í Reykjavík. Í fyrsta skipti er verkefnið ekki háð því að fá lánað eitthvert iðnaðarhúsnæði í skamman tíma heldur er hægt að safna hjólum og gera við þau allt árið um kring. Í öllum sínum einfaldleika gengur verkefnið út á að safna saman þreyttum hjólum sem fólk er hætt að nota, hjólum sem yngstu börnin í fjölskyldunni eru vaxin upp úr eða óskilahjólum sem fylla hjólageymslur fjölbýlishúsa, og koma þeim í hendur sjálfboðaliða sem laga þau með dyggum stuðningi reiðhjólaverslana og annarra fyrirtækja sem styðja verkefnið. Nú í aprílmánuði nýtur verkefnið stuðnings Sorpu, sem hefur tekið frá sérstök svæði á öllum móttökustöðvum, þar sem fólk getur skilið eftir reiðhjól sem það vill gefa í söfnunina. Reiðhjólabændur sjá svo um að sækja hjólin reglulega og koma þeim að Sævarhöfða 31, á verkstæði félagsins. Þegar hjólin hafa verið löguð og eru orðin nothæf og örugg er þeim svo úthlutað til fólks sem hefur engar aðrar leiðir til að eignast reiðhjól. Þetta er eingöngu mögulegt vegna þeirra sjáflboðaliða sem gefa vinnu sína við að lagfæra reiðhjólin. Sumarið 2023 var þannig hægt að laga um 1.400 reiðhjól, af þeim 1.750 hjólum sem söfnuðust. Þetta eru háar tölur, sérstaklega í ljósi þess að það getur tekið góða stund að koma gömlu reiðhjóli í nothæft ástand og því eru vinnustundirnar að baki þessum fjölda mjög margar. Með aðstoð fjölmargra fulltrúa sem starfa á félagsmálaskrifstofum víða um landið, er skjólstæðingum þeirra hjálpað til að fylla út einfalt umsóknareyðublað, sem í fyrsta skipti er gert aðgengilegt á nokkrum tungumálum. Út frá þeim upplýsingum sem þar koma fram eru fundin viðeigandi reiðhjól við hæfi hvers og eins umsækjanda, eftir því sem framboð reiðhjóla leyfir. Að svo miklu leyti sem hægt er, reyna aðstandendur verkefnisins að útvega hjólahjálma, lása og bjöllur fyrir hvert hjól. Þessi hluti verkefnisins er eingöngu mögulegur vegna aðstoðar þeirra fyrirtækja sem styrkja starfið með því að kaupa þennan búnað frá reiðhjólaverslunum og gefa verkefninu til úthlutunar til umsækjenda. Markmiðið í ár er að gera við og úthluta 1.500 reiðhjólum til nýrra eigenda. Við sem stöndum að verkefninu erum staðráðin í að gera allt sem við getum til að markmiðið náist og erum ákaflega þakklát Velferðarsviði Reykjavíkur, sem hefur stutt verkefnið síðastliðin ár með rausnarlegu fjárframlagi. En frumforsenda þess að markmiðið náist er að fólk sé reiðubúið til að gefa þreyttu hjólin sín í söfnunina. Við viljum því biðla til allra þeirra sem eiga reiðhjól sem gætu hentað í verkefnið að koma þeim sem fyrst á næstu móttökustöð Sorpu eða afhenda þau á verkstæðinu okkar við Sævarhöfða 31. Þeim sem hafa áhuga á að gerast sjálfboðaliðar og aðstoða við lagfæringar á hjólum er bent á að senda skilaboð í netfangið hjolasofnun@gmail.com Að gerast sjálfboðaliði í hjólaviðgerðum krefst engrar reynslu eða sérstakrar kunnáttu og er í raun bæði ódýrasta og fljótlegasta leiðin til að læra að sinna viðhaldi reiðhjóla. Fólk sem langar að læra grunnatriðin í viðhaldi reiðhjóla getur því bæði sparað sér námskeiðsgjaldið og gert góðverk í leiðinni. Með því annað hvort að leggja verkefninu til gamalt reiðhjól eða örfáar klukkustundir í sjálfboðavinnu getur fólk þannig gefið börnum sem búa við erfiðar aðstæður stærstu frelsisupplifun sem völ er á. Og við sem höfum reynslu af því að sjá börnin brosandi taka við “nýju” reiðhjólunum sínum og renna inn í sumarið mælum eindregið með þeirri lífsreynslu.Það eru okkar verðlaun og þið eruð velkomin að deila þeim með okkur.Höfundur er formaður grasrótarsamtakanna Reiðhjólabændur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjólreiðar Mest lesið Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarin 12 ár hafa samtökin Barnaheill starfrækt verkefni sem ber yfirskriftina Hjólasöfnun Barnaheilla. Nú á 13. starfsárinu, eftir sérstaklega árangursríkt samstarf síðastliðið sumar, hafa samtökin valið að afhenda Reiðhjólabændum verkefnið til umsjónar í framtíðinni. Þar ræður miklu sú góða aðstaða sem Reiðhjólabændur hafa byggt upp í aðsetri sínu að Sævarhöfða 31 við Elliðárósana í Reykjavík. Í fyrsta skipti er verkefnið ekki háð því að fá lánað eitthvert iðnaðarhúsnæði í skamman tíma heldur er hægt að safna hjólum og gera við þau allt árið um kring. Í öllum sínum einfaldleika gengur verkefnið út á að safna saman þreyttum hjólum sem fólk er hætt að nota, hjólum sem yngstu börnin í fjölskyldunni eru vaxin upp úr eða óskilahjólum sem fylla hjólageymslur fjölbýlishúsa, og koma þeim í hendur sjálfboðaliða sem laga þau með dyggum stuðningi reiðhjólaverslana og annarra fyrirtækja sem styðja verkefnið. Nú í aprílmánuði nýtur verkefnið stuðnings Sorpu, sem hefur tekið frá sérstök svæði á öllum móttökustöðvum, þar sem fólk getur skilið eftir reiðhjól sem það vill gefa í söfnunina. Reiðhjólabændur sjá svo um að sækja hjólin reglulega og koma þeim að Sævarhöfða 31, á verkstæði félagsins. Þegar hjólin hafa verið löguð og eru orðin nothæf og örugg er þeim svo úthlutað til fólks sem hefur engar aðrar leiðir til að eignast reiðhjól. Þetta er eingöngu mögulegt vegna þeirra sjáflboðaliða sem gefa vinnu sína við að lagfæra reiðhjólin. Sumarið 2023 var þannig hægt að laga um 1.400 reiðhjól, af þeim 1.750 hjólum sem söfnuðust. Þetta eru háar tölur, sérstaklega í ljósi þess að það getur tekið góða stund að koma gömlu reiðhjóli í nothæft ástand og því eru vinnustundirnar að baki þessum fjölda mjög margar. Með aðstoð fjölmargra fulltrúa sem starfa á félagsmálaskrifstofum víða um landið, er skjólstæðingum þeirra hjálpað til að fylla út einfalt umsóknareyðublað, sem í fyrsta skipti er gert aðgengilegt á nokkrum tungumálum. Út frá þeim upplýsingum sem þar koma fram eru fundin viðeigandi reiðhjól við hæfi hvers og eins umsækjanda, eftir því sem framboð reiðhjóla leyfir. Að svo miklu leyti sem hægt er, reyna aðstandendur verkefnisins að útvega hjólahjálma, lása og bjöllur fyrir hvert hjól. Þessi hluti verkefnisins er eingöngu mögulegur vegna aðstoðar þeirra fyrirtækja sem styrkja starfið með því að kaupa þennan búnað frá reiðhjólaverslunum og gefa verkefninu til úthlutunar til umsækjenda. Markmiðið í ár er að gera við og úthluta 1.500 reiðhjólum til nýrra eigenda. Við sem stöndum að verkefninu erum staðráðin í að gera allt sem við getum til að markmiðið náist og erum ákaflega þakklát Velferðarsviði Reykjavíkur, sem hefur stutt verkefnið síðastliðin ár með rausnarlegu fjárframlagi. En frumforsenda þess að markmiðið náist er að fólk sé reiðubúið til að gefa þreyttu hjólin sín í söfnunina. Við viljum því biðla til allra þeirra sem eiga reiðhjól sem gætu hentað í verkefnið að koma þeim sem fyrst á næstu móttökustöð Sorpu eða afhenda þau á verkstæðinu okkar við Sævarhöfða 31. Þeim sem hafa áhuga á að gerast sjálfboðaliðar og aðstoða við lagfæringar á hjólum er bent á að senda skilaboð í netfangið hjolasofnun@gmail.com Að gerast sjálfboðaliði í hjólaviðgerðum krefst engrar reynslu eða sérstakrar kunnáttu og er í raun bæði ódýrasta og fljótlegasta leiðin til að læra að sinna viðhaldi reiðhjóla. Fólk sem langar að læra grunnatriðin í viðhaldi reiðhjóla getur því bæði sparað sér námskeiðsgjaldið og gert góðverk í leiðinni. Með því annað hvort að leggja verkefninu til gamalt reiðhjól eða örfáar klukkustundir í sjálfboðavinnu getur fólk þannig gefið börnum sem búa við erfiðar aðstæður stærstu frelsisupplifun sem völ er á. Og við sem höfum reynslu af því að sjá börnin brosandi taka við “nýju” reiðhjólunum sínum og renna inn í sumarið mælum eindregið með þeirri lífsreynslu.Það eru okkar verðlaun og þið eruð velkomin að deila þeim með okkur.Höfundur er formaður grasrótarsamtakanna Reiðhjólabændur.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar