Ruglið kringum Bjarna Ben Birgir Dýrfjörð skrifar 15. apríl 2024 08:01 Í kosningum til Alþingis árið 2021 voru rúmlega 203 þúsund kjósendur. Af þeim 203 þús. voru 166 þús. yfirlýstir andstæðingar Sjálfstæðisflokksins, sem var þá eins og nú undir forustu Bjarna Benediktssonar. Þeir kusu allir aðra flokka. Frambjóðendur allra þeirra 166 þús. andstæðinga fóru gegn Sjálfstæðisflokknum. Þeir vöruðu kjósendur við að kjósa Bjarna Benediktsson og flokk hans. Hvaðan koma þeir? Nú hafa meira en 40 þús. kjósendur ýtt á hnapp og skorað þannig á Bjarna að segja af sér. Því er spurt. Eru þessi liðlega 40 þús. Sem ýttu á hnappinn og vilja Bjarna burt, úr hópi þeirra sem kusu hann og fólu honum umboð sitt til að stjórna. Eða ætli þeir séu úr hópi þeirra 166 þús. kjósenda sem unnu gegn þingsetu hans, og reyndu þannig að því koma í veg fyrir að hann yrði ráðherra? Ætla þeir kannski nú, að hefna þess í héraði sem þeir töpuðu á Alþingi? Í lýðræðisríki er mikilvægt að fólk nýti rétt sinn til að sýna hug sinn til verka stjórnmálamanna og flokka og geri ályktanir þar um. Það er samt óheiðarlegt að láta í veðri vaka, að almennar pólitískar ályktanir hafi stjórnskipunarlega stöðu, sem geti breytt einhverju um samþykktir Alþingis. Vanhugsuð árás Sjálfstæðisflokkurinn er nú illa tættur af innanmeinum. Mörgum vansælum klíkum, sem bítast um pláss við jötuna og eyða orku sinni í, að standa í vegi hver fyrir annarri. Er líklegt að þessi árás andstæðinga Bjarna Ben geti bjargað því sem Sjálfstæðisflokkinn vantar mest nú, að hún ýti undir að þeir snú bökum saman og eflist sem samstæður hópur? Það mun væntanlega koma í ljós í skoðanakönnunum þegar fram líður. Es: Afi minn sagði oft: „Í upphafi skyldi endinn skoða.“ Það á við enn í dag. Höfundur er rafvirkjameistari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birgir Dýrfjörð Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Tími kominn til aðgerða gegn Ísrael Ingólfur Gíslason Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Sjá meira
Í kosningum til Alþingis árið 2021 voru rúmlega 203 þúsund kjósendur. Af þeim 203 þús. voru 166 þús. yfirlýstir andstæðingar Sjálfstæðisflokksins, sem var þá eins og nú undir forustu Bjarna Benediktssonar. Þeir kusu allir aðra flokka. Frambjóðendur allra þeirra 166 þús. andstæðinga fóru gegn Sjálfstæðisflokknum. Þeir vöruðu kjósendur við að kjósa Bjarna Benediktsson og flokk hans. Hvaðan koma þeir? Nú hafa meira en 40 þús. kjósendur ýtt á hnapp og skorað þannig á Bjarna að segja af sér. Því er spurt. Eru þessi liðlega 40 þús. Sem ýttu á hnappinn og vilja Bjarna burt, úr hópi þeirra sem kusu hann og fólu honum umboð sitt til að stjórna. Eða ætli þeir séu úr hópi þeirra 166 þús. kjósenda sem unnu gegn þingsetu hans, og reyndu þannig að því koma í veg fyrir að hann yrði ráðherra? Ætla þeir kannski nú, að hefna þess í héraði sem þeir töpuðu á Alþingi? Í lýðræðisríki er mikilvægt að fólk nýti rétt sinn til að sýna hug sinn til verka stjórnmálamanna og flokka og geri ályktanir þar um. Það er samt óheiðarlegt að láta í veðri vaka, að almennar pólitískar ályktanir hafi stjórnskipunarlega stöðu, sem geti breytt einhverju um samþykktir Alþingis. Vanhugsuð árás Sjálfstæðisflokkurinn er nú illa tættur af innanmeinum. Mörgum vansælum klíkum, sem bítast um pláss við jötuna og eyða orku sinni í, að standa í vegi hver fyrir annarri. Er líklegt að þessi árás andstæðinga Bjarna Ben geti bjargað því sem Sjálfstæðisflokkinn vantar mest nú, að hún ýti undir að þeir snú bökum saman og eflist sem samstæður hópur? Það mun væntanlega koma í ljós í skoðanakönnunum þegar fram líður. Es: Afi minn sagði oft: „Í upphafi skyldi endinn skoða.“ Það á við enn í dag. Höfundur er rafvirkjameistari.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar