Konur sem eiga ekki að eignast börn Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 16. apríl 2024 08:30 Jöfn staða fólks eftir kyni er tryggð í stjórnarskrá Íslands. Jafn réttur og jöfn staða fólks er jafnframt tíunduð í lögum nr. 150/2020 um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna. Þar er m.a. sérstakt ákvæði um skyldur atvinnurekenda til að auðvelda starfsfólki að koma aftur til starfa eftir fæðingar- og foreldraorlof. Þá er atvinnurekendum óheimilt að láta fæðingar- og foreldraorlof eða aðrar aðstæður tengdar meðgöngu og barnsburði hafa neikvæð áhrif á atvinnuþátttöku og almenn vinnuskilyrði starfsfólks. Atvinnurekendur sem brjóta gegn lögunum geta orðið skaðabótaskyldir samkvæmt almennum reglum þar um. Nýlega steig kona fram á þessum vettvangi og greindi frá því að henni hefði verið boðið lægri staða og laun hjá opinberri stofnun eftir að hún sneri aftur til vinnu úr fæðingarorlofi. Í frásögn hennar kom fram að hún hefði eignast tvö börn með stuttu millibili, en þegar hún stefndi að endurkomu var henni síður en svo tekið opnum örmum. Henni stæði til boða að taka við nýju starfi af lægri tign og lækka þar með um tvo launaflokka. Þessi saga er ekki einsdæmi. Alltof oft hef ég heyrt svipaðar sögur frá vinkonum og kunningjakonum. Ég hef því sent félags- og vinnumarkaðsráðherra fyrirspurn á Alþingi um það hvort atvinnuréttindi kvenna sem snúa til vinnu að loknu fæðingarorlofi séu nægilega tryggð í lögum. Ef ekki, hvort ráðherrann hyggist beita sér fyrir því að svo verði. Það verður fróðlegt að heyra svör ráðherrans. Mæður taka almennt talsvert lengra orlof en feður, auk þess sem þær geta þurft að hverfa fyrr af vinnumarkaði á meðgöngu. Reynslusögur eru líka sagðar af atvinnuviðtölum þar sem konurnar eru spurðar út í barnseignir og fjölskylduplön í atvinnuviðtölum. Undir rós auðvitað, svo lögbrotið sé ekki eins augljóst. Frjósemi íslenskra kvenna heldur áfram að minnka og meðalaldur mæðra að hækka. Viðhorf til kvenna á vinnumarkaði hefur þar eflaust mikið að segja, þótt vandinn í dagvistunarmálum, sérstaklega í Reykjavík, sé að vísu oft nefnd í þessu samhengi. Þeir sem segjast hafa áhyggjur af þróun aldurspýramídans hérlendis ættu að hafa þetta hugfast. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar Alþingis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Frjósemi Fæðingarorlof Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Sjá meira
Jöfn staða fólks eftir kyni er tryggð í stjórnarskrá Íslands. Jafn réttur og jöfn staða fólks er jafnframt tíunduð í lögum nr. 150/2020 um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna. Þar er m.a. sérstakt ákvæði um skyldur atvinnurekenda til að auðvelda starfsfólki að koma aftur til starfa eftir fæðingar- og foreldraorlof. Þá er atvinnurekendum óheimilt að láta fæðingar- og foreldraorlof eða aðrar aðstæður tengdar meðgöngu og barnsburði hafa neikvæð áhrif á atvinnuþátttöku og almenn vinnuskilyrði starfsfólks. Atvinnurekendur sem brjóta gegn lögunum geta orðið skaðabótaskyldir samkvæmt almennum reglum þar um. Nýlega steig kona fram á þessum vettvangi og greindi frá því að henni hefði verið boðið lægri staða og laun hjá opinberri stofnun eftir að hún sneri aftur til vinnu úr fæðingarorlofi. Í frásögn hennar kom fram að hún hefði eignast tvö börn með stuttu millibili, en þegar hún stefndi að endurkomu var henni síður en svo tekið opnum örmum. Henni stæði til boða að taka við nýju starfi af lægri tign og lækka þar með um tvo launaflokka. Þessi saga er ekki einsdæmi. Alltof oft hef ég heyrt svipaðar sögur frá vinkonum og kunningjakonum. Ég hef því sent félags- og vinnumarkaðsráðherra fyrirspurn á Alþingi um það hvort atvinnuréttindi kvenna sem snúa til vinnu að loknu fæðingarorlofi séu nægilega tryggð í lögum. Ef ekki, hvort ráðherrann hyggist beita sér fyrir því að svo verði. Það verður fróðlegt að heyra svör ráðherrans. Mæður taka almennt talsvert lengra orlof en feður, auk þess sem þær geta þurft að hverfa fyrr af vinnumarkaði á meðgöngu. Reynslusögur eru líka sagðar af atvinnuviðtölum þar sem konurnar eru spurðar út í barnseignir og fjölskylduplön í atvinnuviðtölum. Undir rós auðvitað, svo lögbrotið sé ekki eins augljóst. Frjósemi íslenskra kvenna heldur áfram að minnka og meðalaldur mæðra að hækka. Viðhorf til kvenna á vinnumarkaði hefur þar eflaust mikið að segja, þótt vandinn í dagvistunarmálum, sérstaklega í Reykjavík, sé að vísu oft nefnd í þessu samhengi. Þeir sem segjast hafa áhyggjur af þróun aldurspýramídans hérlendis ættu að hafa þetta hugfast. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar Alþingis.
Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun