Óvinsælastur í heimi Árni Pétur Árnason skrifar 16. apríl 2024 07:32 Þegar Bjarni Benediktsson hrökklaðist úr embætti fjármálaráðherra í fyrra vildu 70% landsmanna losna við hann úr ríkisstjórn. Þegar ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks sprakk vorið 2016 vildu 69% landsmanna losna við Bjarna úr ríkisstjórn. Í dag kom síðan í ljós að 78% Íslendinga vilja ekki að Bjarni sé forsætisráðherra. Einungis 13% vilja hafa hann í embættinu. Einhvern veginn kom það ekki á óvart. Bjarni hefur alltaf verið óvinsæll, eða frá því hann varð formaður Sjálfstæðisflokksins að minnsta kosti. Ástæðurnar eru líka fjölmargar: Vafningsmálið, Sjóður 9, styrkjamálið, Máttarmálið, Borgunarmálið, Panamaskjölin, skattaskjólsskýrslan í skúffunni, Samherjamálið, Íslandsbankamálið. Þetta eru bara málin sem snúast um vafasamt fjármálaathæfi Bjarna (fjármálaráðherra í tíu ár) síðustu 16 árin. Athæfi sem hefur kostað skattgreiðendur og ríkissjóð tugmilljarða hið minnsta. Þessi grein rúmar ekki hina skandalana hans en þó má nefna Uppreist æru-málið, Landsréttarmálið, Ásmundarsalarmálið og Lekamálið. Sem dæmi. Það var eftir allt þetta sem Bjarni Benediktsson settist í stól forsætisráðherra í upphafi síðustu viku. En Bjarni er ekki bara óvinsæll, hann er óvinsælasti forsætisráðherra í heimi. Enginn annar kemst einu sinni þar sem Bjarni er með hælana. Hin viðtekna leið til að reikna vinsældir ráðamanna er að draga prósentutölu andstæðinga þeirra frá prósentutölu fylgismanna þeirra. Þannig má segja að vinsældir Narendra Modi forsætisráðherra Indlands, sem jafnframt er sá vinsælasti í heimi, séu 75%-18%=57%. Store forsætisráðherra Noregs er mun óvinsælli, 26%-66%=-40%, og svona raða forsætisráðherrar og forsetar heimsins sér á ásinn. Næstóvinsælasti forsætisráðherra heims, sem hafði verið óvinsælastur mánuðum saman og allt þar til Bjarni tók við hér á landi, er Kishida forsætisráðherra Japan. Óvinsældir hans eru 16%-70%=-54%. Óvinsældir Bjarna eru 11 prósentum meiri, 13%-78%=-65%. Þetta er forsætisráðherra Íslands. Sá óvinsælasti í heimi. Höfundur er formaður Pírata í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þegar Bjarni Benediktsson hrökklaðist úr embætti fjármálaráðherra í fyrra vildu 70% landsmanna losna við hann úr ríkisstjórn. Þegar ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks sprakk vorið 2016 vildu 69% landsmanna losna við Bjarna úr ríkisstjórn. Í dag kom síðan í ljós að 78% Íslendinga vilja ekki að Bjarni sé forsætisráðherra. Einungis 13% vilja hafa hann í embættinu. Einhvern veginn kom það ekki á óvart. Bjarni hefur alltaf verið óvinsæll, eða frá því hann varð formaður Sjálfstæðisflokksins að minnsta kosti. Ástæðurnar eru líka fjölmargar: Vafningsmálið, Sjóður 9, styrkjamálið, Máttarmálið, Borgunarmálið, Panamaskjölin, skattaskjólsskýrslan í skúffunni, Samherjamálið, Íslandsbankamálið. Þetta eru bara málin sem snúast um vafasamt fjármálaathæfi Bjarna (fjármálaráðherra í tíu ár) síðustu 16 árin. Athæfi sem hefur kostað skattgreiðendur og ríkissjóð tugmilljarða hið minnsta. Þessi grein rúmar ekki hina skandalana hans en þó má nefna Uppreist æru-málið, Landsréttarmálið, Ásmundarsalarmálið og Lekamálið. Sem dæmi. Það var eftir allt þetta sem Bjarni Benediktsson settist í stól forsætisráðherra í upphafi síðustu viku. En Bjarni er ekki bara óvinsæll, hann er óvinsælasti forsætisráðherra í heimi. Enginn annar kemst einu sinni þar sem Bjarni er með hælana. Hin viðtekna leið til að reikna vinsældir ráðamanna er að draga prósentutölu andstæðinga þeirra frá prósentutölu fylgismanna þeirra. Þannig má segja að vinsældir Narendra Modi forsætisráðherra Indlands, sem jafnframt er sá vinsælasti í heimi, séu 75%-18%=57%. Store forsætisráðherra Noregs er mun óvinsælli, 26%-66%=-40%, og svona raða forsætisráðherrar og forsetar heimsins sér á ásinn. Næstóvinsælasti forsætisráðherra heims, sem hafði verið óvinsælastur mánuðum saman og allt þar til Bjarni tók við hér á landi, er Kishida forsætisráðherra Japan. Óvinsældir hans eru 16%-70%=-54%. Óvinsældir Bjarna eru 11 prósentum meiri, 13%-78%=-65%. Þetta er forsætisráðherra Íslands. Sá óvinsælasti í heimi. Höfundur er formaður Pírata í Kópavogi.
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar