Önnur sjónarmið ráði en vilji íbúa Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 16. apríl 2024 11:56 Haraldur Benediktsson bæjarstjóri Akraness segir að þegar hafi verið ákveðið nýr staður fyrir bæjarskrifstofur á Skaganum. Ólafur Páll Gunnarsson formaður Miðbæjarsamtakanna Akratorgs bendir á að með því að nota gamla Landsbankahúsið sparist fjármunir og aukið líf færist í bæinn. Vísir/Bjarni Bæjarstjóri Akraness fagnar áhuga Miðbæjarsamtakanna á að auka líf í miðbænum en ráðhúsið verði ekki fært þangað í þeim tilgangi. Þegar sé búið að ákveða að byggja bæjarskrifstofur á öðrum stað og ráðgert að húsnæðið verði tilbúið eftir fimm ár. Miðbæjarsamtökin Akratorg héldu vel sóttan íbúafund á Akranesi í gærkvöldi. Þar voru kynntar hugmyndir um að, Gamla Landsbankahúsið sem er í eigu bæjarins og stendur við miðbæinn, verði nýtt ráðhús á Akranesi og með því færist aukið líf í bæinn. Þá var efnt til undirskriftasöfnunar á Island.is vegna málsins sem lauk í gær og skrifuðu tæplega níu hundruð manns undir áskorunina sem er um 25 prósent þeirra sem kusu í síðustu bæjarstjórnarkosningum. Frá íbúafundi Miðbæjarsamtakanna Akratorgs á Akranesi í gær.Mynd: Guðni Hannesson Bæjarskrifstofur Akraness hafa undanfarið verið í húsnæði Félags eldri borgara eftir að loftgæðavandi kom upp á fyrri stað. Haraldur Benediktsson bæjarstjóri Akraness segir að þegar hafi verið ákveðið að byggja nýjar skrifstofur þar sem gömlu semenstverksmiðjurnar eru nú eða að Mánabraut 20. Innan við tvö hundruð metrar eru á milli þeirra og gamla Landsbankahússins. „Við tökum undir með hópnum um mikilvægi þess að auka líf í gamla miðbæjarhluta Akraness. En það sem bæjarstjórn Akranes stefnir að er að kaupa þann hluta sementsverksmiðjunnar sem bærinn á ekki fyrir og endurreisa stóra og mikla skrifstofubyggingu sem að vistar fleira en bara bæjarskrifstofur Akraness. Þá fáum við enn fleiri til að glæða miðbæinn lífi,“ segir Haraldur. Annað hafi áhrif en undirskriftir Haraldur segir að undirskriftir íbúa á Island.is muni ekki hafa áhrif á áform bæjarstjórnarinnar. „Bæjarstjórnin mun fyrst og fremst horfa til lengri tíma. Hvað hefur uppbygging og tilfærsla skrifstofunnar í för með sér? Hvað annað getur bæjarstjórnin staðið fyrir að byggja upp? Hver verða heildarkostnaðinn með rekstrarkostnaðinn til lengri tíma? Það eru þau atriði sem bæjarstjórnin mun horfa til,“ segir Haraldur. Hann segir að þegar sé búið að reikna út hver byggingarkostnaðurinn verður. „Við eigum eftir að sjá hvað byggingin verður stór. Við vitum hvað við þurfum af fermetrum. Það verður kostnaður sem verður ekki mjög langt frá því sem myndi kosta okkur að endurgera gamla Landsbankahúsið,“ segir Haraldur. Hann býst við að nýjar bæjarskrifstofur verði tilbúnar eftir nokkur ár. „við erum að stefna á fimm ára verkefni,“ segir Haraldur að lokum. Akranes Skipulag Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Fleiri fréttir Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu Sjá meira
Miðbæjarsamtökin Akratorg héldu vel sóttan íbúafund á Akranesi í gærkvöldi. Þar voru kynntar hugmyndir um að, Gamla Landsbankahúsið sem er í eigu bæjarins og stendur við miðbæinn, verði nýtt ráðhús á Akranesi og með því færist aukið líf í bæinn. Þá var efnt til undirskriftasöfnunar á Island.is vegna málsins sem lauk í gær og skrifuðu tæplega níu hundruð manns undir áskorunina sem er um 25 prósent þeirra sem kusu í síðustu bæjarstjórnarkosningum. Frá íbúafundi Miðbæjarsamtakanna Akratorgs á Akranesi í gær.Mynd: Guðni Hannesson Bæjarskrifstofur Akraness hafa undanfarið verið í húsnæði Félags eldri borgara eftir að loftgæðavandi kom upp á fyrri stað. Haraldur Benediktsson bæjarstjóri Akraness segir að þegar hafi verið ákveðið að byggja nýjar skrifstofur þar sem gömlu semenstverksmiðjurnar eru nú eða að Mánabraut 20. Innan við tvö hundruð metrar eru á milli þeirra og gamla Landsbankahússins. „Við tökum undir með hópnum um mikilvægi þess að auka líf í gamla miðbæjarhluta Akraness. En það sem bæjarstjórn Akranes stefnir að er að kaupa þann hluta sementsverksmiðjunnar sem bærinn á ekki fyrir og endurreisa stóra og mikla skrifstofubyggingu sem að vistar fleira en bara bæjarskrifstofur Akraness. Þá fáum við enn fleiri til að glæða miðbæinn lífi,“ segir Haraldur. Annað hafi áhrif en undirskriftir Haraldur segir að undirskriftir íbúa á Island.is muni ekki hafa áhrif á áform bæjarstjórnarinnar. „Bæjarstjórnin mun fyrst og fremst horfa til lengri tíma. Hvað hefur uppbygging og tilfærsla skrifstofunnar í för með sér? Hvað annað getur bæjarstjórnin staðið fyrir að byggja upp? Hver verða heildarkostnaðinn með rekstrarkostnaðinn til lengri tíma? Það eru þau atriði sem bæjarstjórnin mun horfa til,“ segir Haraldur. Hann segir að þegar sé búið að reikna út hver byggingarkostnaðurinn verður. „Við eigum eftir að sjá hvað byggingin verður stór. Við vitum hvað við þurfum af fermetrum. Það verður kostnaður sem verður ekki mjög langt frá því sem myndi kosta okkur að endurgera gamla Landsbankahúsið,“ segir Haraldur. Hann býst við að nýjar bæjarskrifstofur verði tilbúnar eftir nokkur ár. „við erum að stefna á fimm ára verkefni,“ segir Haraldur að lokum.
Akranes Skipulag Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Fleiri fréttir Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?