Þjóðarópera - stórt skref til framtíðar Andri Björn Róbertsson skrifar 17. apríl 2024 07:01 Árið 1957 talaði Ragnhildur Helgadóttir, alþingiskona, fyrir því á þingi að stofnaður yrði „íslenzkur óperuflokkur“. Nú, tæpum 70 árum síðar, liggur fyrir Alþingi frumvarp um breytingu á lögum um sviðslistir, þar sem lögð er til stofnun Þjóðaróperu. Þetta er í samræmi við stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Íslands frá 2021. Með lagaramma um Þjóðaróperu verður sess óperulistarinnar tryggður til framtíðar. Frumvarpið nýtur mikillar samstöðu þvert á listgreinar, eins og sjá má í samráðsgátt stjórnarráðsins. Með stofnun Þjóðaróperu verður óperulistin loksins jöfn leik og dansi í lögum um sviðslistir. Starfsemi Þjóðaróperu verður innan Þjóðleikhússins, en kostir samlegðar þessara tveggja stofnana eru augljósir þegar kemur að samnýtingu stoðdeilda auk þekkingar á leikhúsvinnu. Það kostar mun minna að styrkja stoðdeildir Þjóðleikhússins heldur en að stofna nýjar deildir, yrði Þjóðarópera sjálfstæð stofnun. Þrátt fyrir að Þjóðarópera starfi innan Þjóðleikhússins þá hefur listrænt og fjárhagslegt sjálfstæði Þjóðaróperu verið tryggt. Aðsetur Þjóðaróperu verður þó í Hörpu og munu rými þar, sem áður hýstu stoðdeildir, nýtast betur til æfinga fyrir listamenn. Lagt er til að til verði stöðugildi fyrir bæði einsöngvara og kórsöngvara til samræmis við stöðugildi leikara við Þjóðleikhúsið, hljóðfæraleikara við Sinfóníuhljómsveit Íslands og dansara við Íslenska dansflokkinn. Þetta er því mikið jafnréttismál innan sviðslista á Íslandi en einnig forsenda þess að hægt verði að halda samfellu í starfi og tryggja það að Þjóðarópera geti sinnt landsbyggðinni, fræðslustarfi, þróun listformsins og frumsköpun. Samfelld dagskrá mun svo einnig styrkja menningartengda ferðamennsku á Íslandi. Þessi stöðugildi tryggja líka að ákveðið fjármagn fari til listamannanna sjálfra. Hægt er að skipta þessum stöðugildum upp og ráða söngvara til lengri eða skemmri tíma. Hér er verið að styrkja stöðu listamannsins, en um leið halda módelinu sveigjanlegu. Fjármagn til Þjóðaróperu mun aukast yfir fimm ár þangað til óperan hefur náð fullri mynd árið 2028. Það er því farið varlega og skynsamlega af stað, í takt við stefnu ríkisins um ábyrga fjármálastjórn. Í þessu sambandi bera að nefna að stuðningur einkageirans við menningarlíf á Íslandi er nánast enginn. Ópera er eitt dýrasta listformið vegna þess fjölda sem kemur að hverri uppfærslu og engin dæmi eru um einkarekin óperuhús í Evrópu, sem halda úti samfelldri starfsemi. En þetta er bara byrjunin, því að langtímamarkmiðið er að Þjóðarópera, Þjóðleikhúsið og Íslenski dansflokkurinn verði undir sameiginlegri stjórn en hver eining með sinn listræna stjórnanda. Auk þess stendur til að gerður verði samstarfssamningur við Sinfóníuhljómsveit Íslands. Þar með munu stoðdeildir, sameiginleg reynsla og þekking nýtast betur svo meira fjármagn megi renna til listarinnar sjálfrar. Þetta er í fullu samræmi við skýrslu Ríkisendurskoðunar frá 2021 þar sem mælt er með sameiningu eða aukinni samvinnu sviðs- og tónlistarstofnana ríkisins og bent í því samhengi á að sviðslistir á vegum hins opinbera í Danmörku séu reknar undir einum hatti. Þetta er einnig í samræmi við þá stefnu stjórnvalda að ríkisstofnanirnar verðir færri og sterkari rekstrareiningar. Með því að styrkja stoðir óperulistarinnar verður til nýr heimur í listasenunni á Íslandi. Margvísleg störf innan sviðslista- og tónlistarheimsins munu skapa nýja möguleika, nýja þekkingu og ný tækifæri fyrir skapandi greinar á Íslandi. Hin sterku hagkerfi listanna byggja upp þekkingu og tækifæri og næra hvert annað. Listamenn og tæknimenn vinna þvert á greinar. Sumt byggir á samfellu í starfi með fastráðningum eins og í leikhúsunum, en aðrar greinar eins og kvikmyndagerð byggja á stórum alþjóðlegum styrkjum og innlendum styrkjum og endurgreiðslu. Þjóðarópera mun byggja á samstarfi við aðrar stofnanir, sérstaklega á landsbyggðinni, tónlistarskólana og kóra og auknum stuðningi og samstarfi við grasrótina, sem hefur verið sérstaklega blómleg undanfarin ár. Lögð verður áhersla á þróun listformsins og frumsköpun, t.a.m. samstarf við íslensk tónskáld um nýjar íslenskar óperur. Fræðslustarf verður eflt, sem og samband Þjóðaróperu við Listaháskóla Íslands með það fyrir augum að búa til óperustúdíó fyrir unga söngvara. Stærri uppfærslur Þjóðaróperu munu geta veitt yfir 100 sérmenntuðu starfsfólki vinnu og margfeldisáhrifin eru mikil. Þjóðarópera verður heldur ekki bundin við eitt rými og getur því ferðast um landið og nýtt hefðbundin og óhefðbundin rými til sýninga. Hér er því ekki verið að byggja neinn fílabeinsturn heldur nútímalega og sveigjanlega stofnun sem er í sambandi við fólkið sem hún þjónar. Íslenska þjóðin er með afbrigðum söngelsk. Fjölmargir hafa sungið eða syngja í kórum, og stunda söngnám. Nýlega var meira að segja stofnaður kór þingmanna. Alltaf er uppselt á óperusýningar, bæði á stóru uppfærslurnar sem og minni sýningar sjálfstæðra grasrótarhópa. Frá árinu 2000 hafa komið fram yfir 80 ný íslensk óperuverk. Það er því ekki hægt að segja annað en að hér búi miklir hæfileikar og þekking, en ekki síst eftirspurn eftir meiri óperu. Það er því fagnaðarefni að loksins verði hægt að bjóða upp á samfellu í starfsemi Þjóðaróperu, og að Íslendingar geti loks staðið jafnfætis öðrum Evrópuþjóðum þegar kemur að samfelldri hágæða óperustarfsemi, fyrir landsmenn alla og einnig þá sem vilja sækja landið heim. Um aldamótin 1900 söng fyrsti íslenski óperusöngvarinn, Ari Johnson, víðsvegar um Evrópu. Fyrsta óperusýningin á Íslandi, Systirin frá Prag eftir Wenzel Müller, var sýnd árið 1937. Fyrsta óperusýningin í Þjóðleikhúsinu var sýning Kongunglegu óperunnar í Stokkhólmi á Brúðkaupi Fígarós eftir Mozart árið 1950, og ári síðar réðst Þjóðleikhúsið í sína fyrstu óperuuppfærslu, Rigoletto eftir Verdi. Árið 1979 var óperan I Pagliacci eftir Leoncavallo sýnd í Háskólabíói af hópi undir forystu Garðars Cortes. Þessi hópur stofnaði svo Íslensku óperuna árið 1980 og sýndi sína fyrstu sýningu af Sígaunabaróninum í Gamla bíói árið 1982. Nú er komið að næsta stóra skrefi til framtíðar, stofnun Þjóðaróperu. Höfundur er óperusöngvari og stjórnarmaður í Fagfélagi klassískra söngvara á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þjóðaróperan Menning Tónlist Mest lesið Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego Skoðun Halldór 4.10.2025 Halldór 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Árið 1957 talaði Ragnhildur Helgadóttir, alþingiskona, fyrir því á þingi að stofnaður yrði „íslenzkur óperuflokkur“. Nú, tæpum 70 árum síðar, liggur fyrir Alþingi frumvarp um breytingu á lögum um sviðslistir, þar sem lögð er til stofnun Þjóðaróperu. Þetta er í samræmi við stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Íslands frá 2021. Með lagaramma um Þjóðaróperu verður sess óperulistarinnar tryggður til framtíðar. Frumvarpið nýtur mikillar samstöðu þvert á listgreinar, eins og sjá má í samráðsgátt stjórnarráðsins. Með stofnun Þjóðaróperu verður óperulistin loksins jöfn leik og dansi í lögum um sviðslistir. Starfsemi Þjóðaróperu verður innan Þjóðleikhússins, en kostir samlegðar þessara tveggja stofnana eru augljósir þegar kemur að samnýtingu stoðdeilda auk þekkingar á leikhúsvinnu. Það kostar mun minna að styrkja stoðdeildir Þjóðleikhússins heldur en að stofna nýjar deildir, yrði Þjóðarópera sjálfstæð stofnun. Þrátt fyrir að Þjóðarópera starfi innan Þjóðleikhússins þá hefur listrænt og fjárhagslegt sjálfstæði Þjóðaróperu verið tryggt. Aðsetur Þjóðaróperu verður þó í Hörpu og munu rými þar, sem áður hýstu stoðdeildir, nýtast betur til æfinga fyrir listamenn. Lagt er til að til verði stöðugildi fyrir bæði einsöngvara og kórsöngvara til samræmis við stöðugildi leikara við Þjóðleikhúsið, hljóðfæraleikara við Sinfóníuhljómsveit Íslands og dansara við Íslenska dansflokkinn. Þetta er því mikið jafnréttismál innan sviðslista á Íslandi en einnig forsenda þess að hægt verði að halda samfellu í starfi og tryggja það að Þjóðarópera geti sinnt landsbyggðinni, fræðslustarfi, þróun listformsins og frumsköpun. Samfelld dagskrá mun svo einnig styrkja menningartengda ferðamennsku á Íslandi. Þessi stöðugildi tryggja líka að ákveðið fjármagn fari til listamannanna sjálfra. Hægt er að skipta þessum stöðugildum upp og ráða söngvara til lengri eða skemmri tíma. Hér er verið að styrkja stöðu listamannsins, en um leið halda módelinu sveigjanlegu. Fjármagn til Þjóðaróperu mun aukast yfir fimm ár þangað til óperan hefur náð fullri mynd árið 2028. Það er því farið varlega og skynsamlega af stað, í takt við stefnu ríkisins um ábyrga fjármálastjórn. Í þessu sambandi bera að nefna að stuðningur einkageirans við menningarlíf á Íslandi er nánast enginn. Ópera er eitt dýrasta listformið vegna þess fjölda sem kemur að hverri uppfærslu og engin dæmi eru um einkarekin óperuhús í Evrópu, sem halda úti samfelldri starfsemi. En þetta er bara byrjunin, því að langtímamarkmiðið er að Þjóðarópera, Þjóðleikhúsið og Íslenski dansflokkurinn verði undir sameiginlegri stjórn en hver eining með sinn listræna stjórnanda. Auk þess stendur til að gerður verði samstarfssamningur við Sinfóníuhljómsveit Íslands. Þar með munu stoðdeildir, sameiginleg reynsla og þekking nýtast betur svo meira fjármagn megi renna til listarinnar sjálfrar. Þetta er í fullu samræmi við skýrslu Ríkisendurskoðunar frá 2021 þar sem mælt er með sameiningu eða aukinni samvinnu sviðs- og tónlistarstofnana ríkisins og bent í því samhengi á að sviðslistir á vegum hins opinbera í Danmörku séu reknar undir einum hatti. Þetta er einnig í samræmi við þá stefnu stjórnvalda að ríkisstofnanirnar verðir færri og sterkari rekstrareiningar. Með því að styrkja stoðir óperulistarinnar verður til nýr heimur í listasenunni á Íslandi. Margvísleg störf innan sviðslista- og tónlistarheimsins munu skapa nýja möguleika, nýja þekkingu og ný tækifæri fyrir skapandi greinar á Íslandi. Hin sterku hagkerfi listanna byggja upp þekkingu og tækifæri og næra hvert annað. Listamenn og tæknimenn vinna þvert á greinar. Sumt byggir á samfellu í starfi með fastráðningum eins og í leikhúsunum, en aðrar greinar eins og kvikmyndagerð byggja á stórum alþjóðlegum styrkjum og innlendum styrkjum og endurgreiðslu. Þjóðarópera mun byggja á samstarfi við aðrar stofnanir, sérstaklega á landsbyggðinni, tónlistarskólana og kóra og auknum stuðningi og samstarfi við grasrótina, sem hefur verið sérstaklega blómleg undanfarin ár. Lögð verður áhersla á þróun listformsins og frumsköpun, t.a.m. samstarf við íslensk tónskáld um nýjar íslenskar óperur. Fræðslustarf verður eflt, sem og samband Þjóðaróperu við Listaháskóla Íslands með það fyrir augum að búa til óperustúdíó fyrir unga söngvara. Stærri uppfærslur Þjóðaróperu munu geta veitt yfir 100 sérmenntuðu starfsfólki vinnu og margfeldisáhrifin eru mikil. Þjóðarópera verður heldur ekki bundin við eitt rými og getur því ferðast um landið og nýtt hefðbundin og óhefðbundin rými til sýninga. Hér er því ekki verið að byggja neinn fílabeinsturn heldur nútímalega og sveigjanlega stofnun sem er í sambandi við fólkið sem hún þjónar. Íslenska þjóðin er með afbrigðum söngelsk. Fjölmargir hafa sungið eða syngja í kórum, og stunda söngnám. Nýlega var meira að segja stofnaður kór þingmanna. Alltaf er uppselt á óperusýningar, bæði á stóru uppfærslurnar sem og minni sýningar sjálfstæðra grasrótarhópa. Frá árinu 2000 hafa komið fram yfir 80 ný íslensk óperuverk. Það er því ekki hægt að segja annað en að hér búi miklir hæfileikar og þekking, en ekki síst eftirspurn eftir meiri óperu. Það er því fagnaðarefni að loksins verði hægt að bjóða upp á samfellu í starfsemi Þjóðaróperu, og að Íslendingar geti loks staðið jafnfætis öðrum Evrópuþjóðum þegar kemur að samfelldri hágæða óperustarfsemi, fyrir landsmenn alla og einnig þá sem vilja sækja landið heim. Um aldamótin 1900 söng fyrsti íslenski óperusöngvarinn, Ari Johnson, víðsvegar um Evrópu. Fyrsta óperusýningin á Íslandi, Systirin frá Prag eftir Wenzel Müller, var sýnd árið 1937. Fyrsta óperusýningin í Þjóðleikhúsinu var sýning Kongunglegu óperunnar í Stokkhólmi á Brúðkaupi Fígarós eftir Mozart árið 1950, og ári síðar réðst Þjóðleikhúsið í sína fyrstu óperuuppfærslu, Rigoletto eftir Verdi. Árið 1979 var óperan I Pagliacci eftir Leoncavallo sýnd í Háskólabíói af hópi undir forystu Garðars Cortes. Þessi hópur stofnaði svo Íslensku óperuna árið 1980 og sýndi sína fyrstu sýningu af Sígaunabaróninum í Gamla bíói árið 1982. Nú er komið að næsta stóra skrefi til framtíðar, stofnun Þjóðaróperu. Höfundur er óperusöngvari og stjórnarmaður í Fagfélagi klassískra söngvara á Íslandi.
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun