„Allir sem voru á þessum markaði spáðu því að þetta yrði svona“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 16. apríl 2024 23:52 Gylfi Gíslason framkvæmdastjóri Jáverks. vísir/arnar Framkvæmdastjóri Jáverks segir að afleiðingar aðgerðarleysis stjórnvalda í húsnæðismálum séu að koma fram núna. Dýrt fjármagn og skortur á lóðaframboði hægi á uppbyggingu. Byggja þarf helmingi meira en nú er gert til að mæta húsnæðisþörf og búist er við miklum verðhækkunum á næstunni vegna þessa. Húsnæðis-og mannvirkjastofnun hefur um nokkurra missera skeið vakið athygli á því að of lítið sé verið að byggja hér á landi miðað við íbúafjölgun. Fjallað var um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Auk þess var rætt við Gylfa Gíslason framkvæmdastjóra verktakafyrirtækisins Jáverks. Gylfi segir ástandið hafa verið fyrirséð. „Það þarf lóðir til að byggja hús, fjármagnið hefur verið of dýrt í ljósi stýrivaxtanna. Síðan var ákveðið fyrir rúmu ári fyrirvaralaust að auka skattheimtu, með lækkun á endurgreiðslu virðisaukaskatts á nýbyggingar. Allt hefur þetta haft áhrif. Til lengri tíma þurfum við bara stóraukið lóðaframboð.“ Spurður út í aðgerðir stjórnvalda á síðustu misserum vegna ástandsins segir Gylfi lítið hafa gerst. „Stóraukið lóðaframboð hefur enn ekki komið fram. Stýrivextir eru í hæstu hæðum. Allir sem voru á þessum markaði spáðu því að þetta yrði svona. Þetta er kannski að raungerast núna.“ Erum við þá að grípa of seint til aðgerða? „Já, já. Eða þá að við viljum bara hafa þetta svona. Það er alveg hugsanlegt líka. Menn vildu draga úr þenslu í hagkerfinu. Það var gagnrýnt að það væri bæði á framboðs- og eftirspurnarhliðinni. Það var gert og ég held að þessar afleiðingar séu að einhverju leyti að koma í ljós, ef þessar spár reynast réttar,“ sagði Gylfi að lokum. Húsnæðismál Byggingariðnaður Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Byggingaframkvæmdir óralangt frá settum markmiðum Þrátt fyrir að hátt ákall um að fleiri íbúðir verði byggðar, staðan á húsnæðismarkaði sé skelfileg, hefur umfang nýrra framkvæmda dregst saman um þriðjung milli ára. 16. apríl 2024 12:07 Verðhækkanir á húsnæði framundan Byggja þarf helmingi meira en nú er gert til að mæta húsnæðisþörf og hagfræðingur býst við miklum verðhækkunum á næstunni vegna þessa. Háir stýrivextir hafa hægt á uppbyggingu og samdráttur í framkvæmdum á milli ára nemur þriðjungi. 16. apríl 2024 20:30 Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Byggja þarf helmingi meira en nú er gert til að mæta húsnæðisþörf og búist er við miklum verðhækkunum á næstunni vegna þessa. Húsnæðis-og mannvirkjastofnun hefur um nokkurra missera skeið vakið athygli á því að of lítið sé verið að byggja hér á landi miðað við íbúafjölgun. Fjallað var um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Auk þess var rætt við Gylfa Gíslason framkvæmdastjóra verktakafyrirtækisins Jáverks. Gylfi segir ástandið hafa verið fyrirséð. „Það þarf lóðir til að byggja hús, fjármagnið hefur verið of dýrt í ljósi stýrivaxtanna. Síðan var ákveðið fyrir rúmu ári fyrirvaralaust að auka skattheimtu, með lækkun á endurgreiðslu virðisaukaskatts á nýbyggingar. Allt hefur þetta haft áhrif. Til lengri tíma þurfum við bara stóraukið lóðaframboð.“ Spurður út í aðgerðir stjórnvalda á síðustu misserum vegna ástandsins segir Gylfi lítið hafa gerst. „Stóraukið lóðaframboð hefur enn ekki komið fram. Stýrivextir eru í hæstu hæðum. Allir sem voru á þessum markaði spáðu því að þetta yrði svona. Þetta er kannski að raungerast núna.“ Erum við þá að grípa of seint til aðgerða? „Já, já. Eða þá að við viljum bara hafa þetta svona. Það er alveg hugsanlegt líka. Menn vildu draga úr þenslu í hagkerfinu. Það var gagnrýnt að það væri bæði á framboðs- og eftirspurnarhliðinni. Það var gert og ég held að þessar afleiðingar séu að einhverju leyti að koma í ljós, ef þessar spár reynast réttar,“ sagði Gylfi að lokum.
Húsnæðismál Byggingariðnaður Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Byggingaframkvæmdir óralangt frá settum markmiðum Þrátt fyrir að hátt ákall um að fleiri íbúðir verði byggðar, staðan á húsnæðismarkaði sé skelfileg, hefur umfang nýrra framkvæmda dregst saman um þriðjung milli ára. 16. apríl 2024 12:07 Verðhækkanir á húsnæði framundan Byggja þarf helmingi meira en nú er gert til að mæta húsnæðisþörf og hagfræðingur býst við miklum verðhækkunum á næstunni vegna þessa. Háir stýrivextir hafa hægt á uppbyggingu og samdráttur í framkvæmdum á milli ára nemur þriðjungi. 16. apríl 2024 20:30 Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Byggingaframkvæmdir óralangt frá settum markmiðum Þrátt fyrir að hátt ákall um að fleiri íbúðir verði byggðar, staðan á húsnæðismarkaði sé skelfileg, hefur umfang nýrra framkvæmda dregst saman um þriðjung milli ára. 16. apríl 2024 12:07
Verðhækkanir á húsnæði framundan Byggja þarf helmingi meira en nú er gert til að mæta húsnæðisþörf og hagfræðingur býst við miklum verðhækkunum á næstunni vegna þessa. Háir stýrivextir hafa hægt á uppbyggingu og samdráttur í framkvæmdum á milli ára nemur þriðjungi. 16. apríl 2024 20:30