Boðflennusæfíll hrellir Kanadamenn Bjarki Sigurðsson skrifar 17. apríl 2024 13:41 Það er ekki vinsælt þegar Emerson kemur sér fyrir á umferðargötum. Rúmlega tvöhundruð kílóa sæfíllinn Emerson hefur verið yfirvöldum í Bresku-Kólumbíu í Kanada til mikils ama síðastliðið ár. Þrátt fyrir að hafa keyrt með Emerson tugi kílómetra frá allri byggð þá tekst honum alltaf að snúa aftur. Sæfíla má einna helst finna við Suðurskautslandið, suðurhluta Suður-Ameríku og svo á vesturströnd Bandaríkjanna og Kanada. Þeir eyða flestum sínum stundum ofan í sjónum og geta haldið inni í sér andanum í yfir einn og hálfan klukkutíma. Þeir koma upp á land reglulega, þá sérstaklega til þess að makast og svo til þess að hleypa hömum. Og það er einmitt það sem Emerson er að gera núna. Finnst gott að fara í sólbað Emerson er tveggja ára gamall og var hann alinn upp af sjálfboðaliðum fyrstu mánuðina eftir að móðir hans yfirgaf hann. Í fyrra byrjaði hann að birtast á ströndum í kringum borgina Victoria í Bresku-Kólumbíu og varð hann geysivinsæll meðal íbúa borgarinnar þegar fólk fór að ræða sín á milli um sæfílinn sem lagði sig í sólinni og stundum á bílastæðum nærri ströndunum. Og síðustu vikur, eftir að hann fór að hleypa hömum, hefur hann birst á stöðum þar sem hann er ekki alveg jafn velkominn, til dæmis í blómabeðum, almenningsgörðum og á umferðargötum. Yfirvöld í Bresku-Kólumbíu gripu til þess ráðs að sækja Emerson, koma honum fyrir í sendiferðabíl og keyra með hann eftir vesturströndinni og skilja hann eftir á strönd fjarri allri byggð. Þannig væri hægt að koma í veg fyrir að fólk kæmi sér í hættu með því að freista þess að klappa honum eða taka ljósmyndir með honum. Það hafði ekki dugað að setja upp skilti og girða af svæði svo hann gæti verið í friði. Emerson líður vel með að kíkja upp á land. Vill ekki fara neitt Það má ætla að Emerson hafi ekki verið ánægður með þessa aðför yfirvalda gegn sér því hann sneri aftur örfáum dögum síðar. Hann synti rúmlega tvö hundruð kílómetra leið aftur til Victoria og virðist honum líða hvað best þar. Í grein The Guardian um Emerson segir að yfirvöld muni að öllum líkindum ferja hann aftur í burtu þar sem það valdi þeim áhyggjum hve margir eru að áreita sæfílinn. Sumir hafi gengið svo langt að fá börn til þess að fara og klappa honum. „Ef fólk heldur áfram að trufla sæfílinn þá mun einhver slasast. Það væri æskilegt að komast hjá því að flytja hann í burtu svo Emerson geti fengið að hleypa hömum á þeim stað sem hann vill gera það,“ er haft eftir talsmanni verndunarsamtaka á svæðinu í greininni. Kanada Dýr Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls Sjá meira
Sæfíla má einna helst finna við Suðurskautslandið, suðurhluta Suður-Ameríku og svo á vesturströnd Bandaríkjanna og Kanada. Þeir eyða flestum sínum stundum ofan í sjónum og geta haldið inni í sér andanum í yfir einn og hálfan klukkutíma. Þeir koma upp á land reglulega, þá sérstaklega til þess að makast og svo til þess að hleypa hömum. Og það er einmitt það sem Emerson er að gera núna. Finnst gott að fara í sólbað Emerson er tveggja ára gamall og var hann alinn upp af sjálfboðaliðum fyrstu mánuðina eftir að móðir hans yfirgaf hann. Í fyrra byrjaði hann að birtast á ströndum í kringum borgina Victoria í Bresku-Kólumbíu og varð hann geysivinsæll meðal íbúa borgarinnar þegar fólk fór að ræða sín á milli um sæfílinn sem lagði sig í sólinni og stundum á bílastæðum nærri ströndunum. Og síðustu vikur, eftir að hann fór að hleypa hömum, hefur hann birst á stöðum þar sem hann er ekki alveg jafn velkominn, til dæmis í blómabeðum, almenningsgörðum og á umferðargötum. Yfirvöld í Bresku-Kólumbíu gripu til þess ráðs að sækja Emerson, koma honum fyrir í sendiferðabíl og keyra með hann eftir vesturströndinni og skilja hann eftir á strönd fjarri allri byggð. Þannig væri hægt að koma í veg fyrir að fólk kæmi sér í hættu með því að freista þess að klappa honum eða taka ljósmyndir með honum. Það hafði ekki dugað að setja upp skilti og girða af svæði svo hann gæti verið í friði. Emerson líður vel með að kíkja upp á land. Vill ekki fara neitt Það má ætla að Emerson hafi ekki verið ánægður með þessa aðför yfirvalda gegn sér því hann sneri aftur örfáum dögum síðar. Hann synti rúmlega tvö hundruð kílómetra leið aftur til Victoria og virðist honum líða hvað best þar. Í grein The Guardian um Emerson segir að yfirvöld muni að öllum líkindum ferja hann aftur í burtu þar sem það valdi þeim áhyggjum hve margir eru að áreita sæfílinn. Sumir hafi gengið svo langt að fá börn til þess að fara og klappa honum. „Ef fólk heldur áfram að trufla sæfílinn þá mun einhver slasast. Það væri æskilegt að komast hjá því að flytja hann í burtu svo Emerson geti fengið að hleypa hömum á þeim stað sem hann vill gera það,“ er haft eftir talsmanni verndunarsamtaka á svæðinu í greininni.
Kanada Dýr Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls Sjá meira