Ísraelar sagðir búnir að ákveða að svara fyrir sig Kjartan Kjartansson skrifar 17. apríl 2024 14:09 David Cameron, utanríkisráðherra Bretlands, (t.v.) ræðir við Isaac Herzog, forseta Ísraels, (t.h.) í Jersúsalem í dag. Vísir/EPA Utanríkisráðherra Bretlands segir ljóst að ísraelsk stjórnvöld séu búin að ákveða að grípa til aðgerða gegn Íran eftir drónaárásina um helgina. Erlendir erindrekar hvetja Ísraela til að sýna hófsemd til þess að kveikja ekki frekara ófriðarbál í heimshlutanum. 'Íranar skutu flugskeytum og sendu dróna í átt að Ísrael um helgina en þeir voru flestir skotnir niður. Enginn lést og aðeins minniháttar tjón hlaust af árásunum sem voru svar stjórnvalda í Teheran við loftárás sem felldi íranskan herforingja og fimm liðsmenn byltingarvarðarins 1. apríl. Íranar kenna Ísraelum um árásina en en þeir hafa ekki gengist við henni. Bandamenn Ísraela hafa þrýst á ísraelska ráðamenn að bregðast við árásinni um helgina af yfirvegun. Svo virðist sem að Ísraelar hafi ekki verið tilbúnir að fara að þeim ráðum ef marka má orð Davids Cameron, utanríkisráðherra Bretlands, sem hitti ísraelska ráðamenn í dag. „Það er ljóst að Ísraelar taka ákvörðun um að grípa til aðgerða. Við vonum að þeir geri það á hátt sem stigmagnar ástandið sem minnst,“ sagði Cameron eftir fund sinn með Isaac Herzog, forseta Ísraels. Í svipaðan streng tók Annalena Baerbock, þýski utanríkisráðherrann, sem er einnig í Ísrael. Hún sagði Þýskaland standa fyllilega við bakið á Ísrael en hvatti til stillingar. „Allir verða núna að vera hyggnir og ábyrgir. Ég á ekki við að gefast upp. Ég er að tala um skynsamlega stillingu sem er í raun styrkleiki. Vegna þess að Ísrael hefur sýnt styrkleika með varnarsigri sínum um helgina,“ sagði hún. Ebrahim Raisi, forseti Írans, ávarpar hermenn í Teheran í dag. Hann hét hörðum aðgerðum ef Ísrael gerði jafnvel „smávægilegstu innrás“ til að hefna fyrir árás helgarinnar.AP/Vahid Salemi Taka sínar eigin ákvarðanir Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, hitti bæði Cameron og Baerbock í dag, að sögn AP-fréttastofunnar. Hann sagði þau hafa lagt fram ýmsar tillögur og ráðleggingar. „Ég kann að meta það en ég vil taka það skýrt fram: við tökum okkar eigin ákvarðanir og Ísraelsríki gerir hvað sem það þarf til þess að verja sig,“ sagði forsætisráðherrann. Hverjar þær aðgerðir sem Ísraelsmenn grípa til gætu tendrað þá púðurtunnu sem heimshlutinn er þessa stundina. Ebrahim Raisi, forseti Írans, jók spennuna enn frekar í dag þegar hann sagði að árásin um helgina hefði verið „takmörkuð“. Ef Íranar vildu gera stærri árás væri ekkert eftir af Ísrael. Varaði Raisi við því að ef Ísraelar gerðu jafnvel smávægilegustu árás á móti yrði henni mætt af mikilli hörku. Íran Ísrael Hernaður Bretland Þýskaland Tengdar fréttir Ísraelsher staðráðinn í að bregðast við árás Írana Herráð Ísraelsmanna hittist í gær til þess að ræða viðbrögð við drónaárás Írana sem gerð var um helgina. 16. apríl 2024 07:34 Guterres hvetur til stillingar en Ísraelar vilja hefndir Antonio Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna varar stríðandi fylkingar í Miðausturlöndum við því að auka við spennuna á svæðinu, sem hafi verið yfirdrifin fyrir. 15. apríl 2024 07:00 Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Fleiri fréttir PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Sjá meira
'Íranar skutu flugskeytum og sendu dróna í átt að Ísrael um helgina en þeir voru flestir skotnir niður. Enginn lést og aðeins minniháttar tjón hlaust af árásunum sem voru svar stjórnvalda í Teheran við loftárás sem felldi íranskan herforingja og fimm liðsmenn byltingarvarðarins 1. apríl. Íranar kenna Ísraelum um árásina en en þeir hafa ekki gengist við henni. Bandamenn Ísraela hafa þrýst á ísraelska ráðamenn að bregðast við árásinni um helgina af yfirvegun. Svo virðist sem að Ísraelar hafi ekki verið tilbúnir að fara að þeim ráðum ef marka má orð Davids Cameron, utanríkisráðherra Bretlands, sem hitti ísraelska ráðamenn í dag. „Það er ljóst að Ísraelar taka ákvörðun um að grípa til aðgerða. Við vonum að þeir geri það á hátt sem stigmagnar ástandið sem minnst,“ sagði Cameron eftir fund sinn með Isaac Herzog, forseta Ísraels. Í svipaðan streng tók Annalena Baerbock, þýski utanríkisráðherrann, sem er einnig í Ísrael. Hún sagði Þýskaland standa fyllilega við bakið á Ísrael en hvatti til stillingar. „Allir verða núna að vera hyggnir og ábyrgir. Ég á ekki við að gefast upp. Ég er að tala um skynsamlega stillingu sem er í raun styrkleiki. Vegna þess að Ísrael hefur sýnt styrkleika með varnarsigri sínum um helgina,“ sagði hún. Ebrahim Raisi, forseti Írans, ávarpar hermenn í Teheran í dag. Hann hét hörðum aðgerðum ef Ísrael gerði jafnvel „smávægilegstu innrás“ til að hefna fyrir árás helgarinnar.AP/Vahid Salemi Taka sínar eigin ákvarðanir Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, hitti bæði Cameron og Baerbock í dag, að sögn AP-fréttastofunnar. Hann sagði þau hafa lagt fram ýmsar tillögur og ráðleggingar. „Ég kann að meta það en ég vil taka það skýrt fram: við tökum okkar eigin ákvarðanir og Ísraelsríki gerir hvað sem það þarf til þess að verja sig,“ sagði forsætisráðherrann. Hverjar þær aðgerðir sem Ísraelsmenn grípa til gætu tendrað þá púðurtunnu sem heimshlutinn er þessa stundina. Ebrahim Raisi, forseti Írans, jók spennuna enn frekar í dag þegar hann sagði að árásin um helgina hefði verið „takmörkuð“. Ef Íranar vildu gera stærri árás væri ekkert eftir af Ísrael. Varaði Raisi við því að ef Ísraelar gerðu jafnvel smávægilegustu árás á móti yrði henni mætt af mikilli hörku.
Íran Ísrael Hernaður Bretland Þýskaland Tengdar fréttir Ísraelsher staðráðinn í að bregðast við árás Írana Herráð Ísraelsmanna hittist í gær til þess að ræða viðbrögð við drónaárás Írana sem gerð var um helgina. 16. apríl 2024 07:34 Guterres hvetur til stillingar en Ísraelar vilja hefndir Antonio Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna varar stríðandi fylkingar í Miðausturlöndum við því að auka við spennuna á svæðinu, sem hafi verið yfirdrifin fyrir. 15. apríl 2024 07:00 Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Fleiri fréttir PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Sjá meira
Ísraelsher staðráðinn í að bregðast við árás Írana Herráð Ísraelsmanna hittist í gær til þess að ræða viðbrögð við drónaárás Írana sem gerð var um helgina. 16. apríl 2024 07:34
Guterres hvetur til stillingar en Ísraelar vilja hefndir Antonio Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna varar stríðandi fylkingar í Miðausturlöndum við því að auka við spennuna á svæðinu, sem hafi verið yfirdrifin fyrir. 15. apríl 2024 07:00