Baulað á Sixers en liðið kom til baka og komst áfram Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. apríl 2024 06:20 Joel Embiid hjá Philadelphia 76ers og Jimmy Butler hjá Miami Heat þakka fyrir leikinn í nótt en Embiid og félagar í Sixers unnu nauman sigur. AP/Chris Szagola Philadelphia 76ers tryggði sér sæti í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta með eins stigs sigri á Miami Heat í umspilinu í nótt en Miami bíður úrslitaleikur á móti Chicago Bulls um síðasta sætið í úrslitakeppni Austurdeildarinnar. Philadelphia 76ers vann 105-104 sigur á Miami Heat þökk sé góðum seinni hálfleik. Stuðningsmenn Sixers bauluðu á sína menn eftir fyrri hálfleikinn þar sem Miami var tólf stigum yfir. Joel Embiid var með 23 stig, 15 fráköst og 5 stoðsendingar. Hann átti stoðsendinguna á Kelly Oubre Jr. sem skoraði stærstu körfuna á lokaksekúndum leiksins. Embiid var lítið áberandi fram eftir leik en var öflugur í lokaleikhlutanum. „Það var mikið baulað á okkur. Við héldum hópinn. Þetta sýnir bara að þótt að ég spili ekki minn besta leik eða komist ekki í mína stöður fyrr en í fjórða leikhluta þá finnum við samt leið til að vinna,“ sagði Joel Embiid. Nicolas Batum was the driving factor in the @sixers' win over the Heat!20 PTS6 3PM5 REB7-12 FGMPHI secures the #7 seed and faces NYK on Saturday in the #NBAPlayoffs presented by Google Pixel pic.twitter.com/udwgPyLfTr— NBA (@NBA) April 18, 2024 Nicolas Batum setti niður sex þriggja stiga körfur og endaði með 20 stig og Tyrese Maxey skoraði 19 stig og gaf 6 stoðsendingar. Tyler Herro skoraði 25 stig og gaf 9 stoðsendingar hjá Miami en það munaði um að Jimmy Butler meiddist á hné og gat ekki beitt sér að fullu í þremur síðustu leikhlutunum. Butler harkaði af sér og skoraði 19 stig en gæti misst af úrslitaleiknum á föstudaginn. Með sigrinum tryggði Sixers sér einvígi á móti New York Knicks. Coby White put up a GAME-HIGH 42 PTS to propel the @chicagobulls to the win! 42 PTS 9 REB 6 AST 2 STL 0 TO Bulls advance to face the @MiamiHEAT for the #8 seed in the East on Friday at 7pm/et on ESPN! pic.twitter.com/VBcSFk6Vb1— NBA (@NBA) April 18, 2024 Chicago Bulls tryggði sér úrslitaleik á móti Miami með öruggum 131-116 sigri á Atlanta Hawks en Bulls vann fyrsta leikhlutann 40-22. Coby White var maður kvöldsins en hann skoraði 42 stig sem er það mesta sem hann hefur skorað í einum leik í NBA. Nikola Vucevic bætti við 24 stigum og 12 fráköstum og DeMar DeRozan var með 22 stig og 9 stoðsendingar. Dejounte Murray var stigahæstur hjá Atlanta með 30 stig en þeir Trae Young og Clint Capela voru báðir með 22 stig. Young var með 10 stoðsendingar en líka 6 tapaða bolta. Capela tók 17 fráköst. Bogdan Bogdanovic skoraði 21 stig. The Sixers advance to the #NBAPlayoffs presented by Google Pixel!The Heat and Bulls clash on Friday for a #SoFiPlayIn battle to capture the #8 seed in the East! pic.twitter.com/4Ct0QDcBkR— NBA (@NBA) April 18, 2024 NBA Mest lesið Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Sjá meira
Philadelphia 76ers vann 105-104 sigur á Miami Heat þökk sé góðum seinni hálfleik. Stuðningsmenn Sixers bauluðu á sína menn eftir fyrri hálfleikinn þar sem Miami var tólf stigum yfir. Joel Embiid var með 23 stig, 15 fráköst og 5 stoðsendingar. Hann átti stoðsendinguna á Kelly Oubre Jr. sem skoraði stærstu körfuna á lokaksekúndum leiksins. Embiid var lítið áberandi fram eftir leik en var öflugur í lokaleikhlutanum. „Það var mikið baulað á okkur. Við héldum hópinn. Þetta sýnir bara að þótt að ég spili ekki minn besta leik eða komist ekki í mína stöður fyrr en í fjórða leikhluta þá finnum við samt leið til að vinna,“ sagði Joel Embiid. Nicolas Batum was the driving factor in the @sixers' win over the Heat!20 PTS6 3PM5 REB7-12 FGMPHI secures the #7 seed and faces NYK on Saturday in the #NBAPlayoffs presented by Google Pixel pic.twitter.com/udwgPyLfTr— NBA (@NBA) April 18, 2024 Nicolas Batum setti niður sex þriggja stiga körfur og endaði með 20 stig og Tyrese Maxey skoraði 19 stig og gaf 6 stoðsendingar. Tyler Herro skoraði 25 stig og gaf 9 stoðsendingar hjá Miami en það munaði um að Jimmy Butler meiddist á hné og gat ekki beitt sér að fullu í þremur síðustu leikhlutunum. Butler harkaði af sér og skoraði 19 stig en gæti misst af úrslitaleiknum á föstudaginn. Með sigrinum tryggði Sixers sér einvígi á móti New York Knicks. Coby White put up a GAME-HIGH 42 PTS to propel the @chicagobulls to the win! 42 PTS 9 REB 6 AST 2 STL 0 TO Bulls advance to face the @MiamiHEAT for the #8 seed in the East on Friday at 7pm/et on ESPN! pic.twitter.com/VBcSFk6Vb1— NBA (@NBA) April 18, 2024 Chicago Bulls tryggði sér úrslitaleik á móti Miami með öruggum 131-116 sigri á Atlanta Hawks en Bulls vann fyrsta leikhlutann 40-22. Coby White var maður kvöldsins en hann skoraði 42 stig sem er það mesta sem hann hefur skorað í einum leik í NBA. Nikola Vucevic bætti við 24 stigum og 12 fráköstum og DeMar DeRozan var með 22 stig og 9 stoðsendingar. Dejounte Murray var stigahæstur hjá Atlanta með 30 stig en þeir Trae Young og Clint Capela voru báðir með 22 stig. Young var með 10 stoðsendingar en líka 6 tapaða bolta. Capela tók 17 fráköst. Bogdan Bogdanovic skoraði 21 stig. The Sixers advance to the #NBAPlayoffs presented by Google Pixel!The Heat and Bulls clash on Friday for a #SoFiPlayIn battle to capture the #8 seed in the East! pic.twitter.com/4Ct0QDcBkR— NBA (@NBA) April 18, 2024
NBA Mest lesið Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Sjá meira