Farsæl hagræðing í kjötiðnaði innan ramma samkeppnislaga Ólafur Stephensen skrifar 18. apríl 2024 11:00 Stuðningsmenn nýlegra breytinga á búvörulögunum, sem veita kjötafurðastöðvum víðtækar undanþágur frá samkeppnislögum, virðast sumir hverjir haldnir þeim reginmisskilningi að lagabreytingin hafi verið nauðsynleg til að tryggja hagræðingu í kjötiðnaðinum. Í Bændablaðinu í síðustu viku var rætt við ýmsa þá sem telja gagn að lagabreytingunni, þar á meðal Þórarin Inga Pétursson, formann atvinnuveganefndar Alþingis, sem var á meðal þeirra sem knúðu lagabreytinguna í gegnum þingið. Farsælt sameiningarferli við Eyjafjörð Þórarinn Ingi segir þar að rétt sé að benda á að þegar framleiðendafélögum sé gert mögulegt að þétta raðirnar og standa saman, sé þeim um leið gert betur mögulegt að sækja fram í vöruróun og nýsköpun og veita innfluttu kjöti samkeppni í verði í einhverjum vöruflokkum. „Ég þekki vel til farsæls sameiningarferlis Norðlenska og Kjarnafæðis, þar sem tvö fyrirtæki hvort sínum megin við Pollinn í Eyjafirðinum kepptu á þessum örmarkaði með fleiri hundruð vörunúmer,“ segir nefndarformaðurinn. Það er óneitanlega athyglisvert að Þórarinn skuli vísa til þessa farsæla sameiningarferlis, því að sameining Norðlenska og Kjarnafæðis er einmitt dæmi um vel heppnaða hagræðingu á kjötmarkaði sem fór fram innan ramma samkeppnislaganna og undir eftirliti samkeppnisyfirvalda, sem settu samrunanum skilyrði m.a. til að vernda hagsmuni bæði bænda og neytenda. Ekki þurfti að breyta neinum lögum til að þessi sameining gæti átt sér stað. Hagræðing er vel framkvæmanleg Samruninn við Eyjafjörð sýnir að hagræðing á kjötmarkaði er vel framkvæmanleg innan þeirra skilyrða sem sett eru í 15. grein samkeppnislaganna, en hún kveður á um að ákvæði laganna um bann við samstilltum aðgerðum fyrirtækja eða samkeppnishindrunum gildi ekki ef samstarfið uppfylli tiltekin skilyrði, þar á meðal um að veita neytendum sanngjarna hlutdeild í ávinningi sem af samstarfinu hlýst og fyrirtækjunum sé ekki veitt færi á að koma í veg fyrir samkeppni að því er varðar verulegan hluta framleiðsluvaranna eða þjónustunnar sem um er að ræða. Félag atvinnurekenda og fleiri samtök hafa margoft bent á að 15. greinin veiti nægt svigrúm til að hagræða í greininni á forsendum almannahagsmuna. Breytingin á búvörulögum, sem samþykkt var á Alþingi fyrir páska, var ekki bara skaðleg heldur allsendis ónauðsynleg. Í nefndaráliti meirihluta atvinnuveganefndar, sem fylgdi hinu nýja frumvarpi um samkeppnisundanþágur, sem lögmenn Samtaka fyrirtækja í landbúnaði skrifuðu fyrir meirihlutann, er 15. grein samkeppnislaga afgreidd með einni setningu: „Meiri hlutinn telur að ákvæði 15. gr. samkeppnislaga veiti ekki nægjanlegt svigrúm til samstarfs, m.a. þar sem ekki er heimilt að taka tillit til hagsmuna framleiðenda.“ Þetta er allur rökstuðningurinn – eða öllu heldur allur misskilningurinn. Það liggur nefnilega í hlutarins eðli að ef tveir framleiðendur eða fleiri leita eftir undanþágu frá bannákvæðum samkeppnislaga á grundvelli 15. greinarinnar, gera þeir það á forsendum sinna hagsmuna. Skilyrði 15. greinarinnar eru hins vegar hugsuð til að vernda hagsmuni neytenda og samfélagsins alls af því að ekki sé komið í veg fyrir samkeppni þótt komið sé til móts við hagsmuni fyrirtækja sem vilja hafa með sér samstarf í hagræðingarskyni. Ekki á forsendum neytenda og samkeppni Því miður er það svo, að þeir sem telja nauðsynlega forsendu hagræðingar í slátrun og kjötvinnslu að veita framleiðendum undanþágur umfram þær sem felast í 15. greininni, eru um leið að lýsa því yfir í raun að hagræðingin muni ekki fara fram á forsendum neytenda og að hún muni koma í veg fyrir samkeppni. Stjórnmálamenn og talsmenn afurðastöðva geta lengi haldið áfram að reyna að pakka málinu inn sem framfaramáli fyrir alla hlutaðeigandi, en staðreyndin er sú að lagabreytingin þjónar þröngum sérhagsmunum afurðastöðva. Nú er ekkert því til fyrirstöðu að t.d. hinir fjársterkari á þessum markaði kaupi upp hina minni og að hinir fáu stóru skipti með sér verkum og markaði. Þá stefnir ástandið hratt í það sama og við sjáum á mjólkurmarkaðnum, einokun eins eða örfárra fyrirtækja, bara án þess aðhalds sem eignarhald bænda og opinber verðlagning skapar í mjólkurgeiranum. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Landbúnaður Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Samkeppnismál Neytendur Undanþága kjötafurðastöðva frá samkeppnislögum Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Sjá meira
Stuðningsmenn nýlegra breytinga á búvörulögunum, sem veita kjötafurðastöðvum víðtækar undanþágur frá samkeppnislögum, virðast sumir hverjir haldnir þeim reginmisskilningi að lagabreytingin hafi verið nauðsynleg til að tryggja hagræðingu í kjötiðnaðinum. Í Bændablaðinu í síðustu viku var rætt við ýmsa þá sem telja gagn að lagabreytingunni, þar á meðal Þórarin Inga Pétursson, formann atvinnuveganefndar Alþingis, sem var á meðal þeirra sem knúðu lagabreytinguna í gegnum þingið. Farsælt sameiningarferli við Eyjafjörð Þórarinn Ingi segir þar að rétt sé að benda á að þegar framleiðendafélögum sé gert mögulegt að þétta raðirnar og standa saman, sé þeim um leið gert betur mögulegt að sækja fram í vöruróun og nýsköpun og veita innfluttu kjöti samkeppni í verði í einhverjum vöruflokkum. „Ég þekki vel til farsæls sameiningarferlis Norðlenska og Kjarnafæðis, þar sem tvö fyrirtæki hvort sínum megin við Pollinn í Eyjafirðinum kepptu á þessum örmarkaði með fleiri hundruð vörunúmer,“ segir nefndarformaðurinn. Það er óneitanlega athyglisvert að Þórarinn skuli vísa til þessa farsæla sameiningarferlis, því að sameining Norðlenska og Kjarnafæðis er einmitt dæmi um vel heppnaða hagræðingu á kjötmarkaði sem fór fram innan ramma samkeppnislaganna og undir eftirliti samkeppnisyfirvalda, sem settu samrunanum skilyrði m.a. til að vernda hagsmuni bæði bænda og neytenda. Ekki þurfti að breyta neinum lögum til að þessi sameining gæti átt sér stað. Hagræðing er vel framkvæmanleg Samruninn við Eyjafjörð sýnir að hagræðing á kjötmarkaði er vel framkvæmanleg innan þeirra skilyrða sem sett eru í 15. grein samkeppnislaganna, en hún kveður á um að ákvæði laganna um bann við samstilltum aðgerðum fyrirtækja eða samkeppnishindrunum gildi ekki ef samstarfið uppfylli tiltekin skilyrði, þar á meðal um að veita neytendum sanngjarna hlutdeild í ávinningi sem af samstarfinu hlýst og fyrirtækjunum sé ekki veitt færi á að koma í veg fyrir samkeppni að því er varðar verulegan hluta framleiðsluvaranna eða þjónustunnar sem um er að ræða. Félag atvinnurekenda og fleiri samtök hafa margoft bent á að 15. greinin veiti nægt svigrúm til að hagræða í greininni á forsendum almannahagsmuna. Breytingin á búvörulögum, sem samþykkt var á Alþingi fyrir páska, var ekki bara skaðleg heldur allsendis ónauðsynleg. Í nefndaráliti meirihluta atvinnuveganefndar, sem fylgdi hinu nýja frumvarpi um samkeppnisundanþágur, sem lögmenn Samtaka fyrirtækja í landbúnaði skrifuðu fyrir meirihlutann, er 15. grein samkeppnislaga afgreidd með einni setningu: „Meiri hlutinn telur að ákvæði 15. gr. samkeppnislaga veiti ekki nægjanlegt svigrúm til samstarfs, m.a. þar sem ekki er heimilt að taka tillit til hagsmuna framleiðenda.“ Þetta er allur rökstuðningurinn – eða öllu heldur allur misskilningurinn. Það liggur nefnilega í hlutarins eðli að ef tveir framleiðendur eða fleiri leita eftir undanþágu frá bannákvæðum samkeppnislaga á grundvelli 15. greinarinnar, gera þeir það á forsendum sinna hagsmuna. Skilyrði 15. greinarinnar eru hins vegar hugsuð til að vernda hagsmuni neytenda og samfélagsins alls af því að ekki sé komið í veg fyrir samkeppni þótt komið sé til móts við hagsmuni fyrirtækja sem vilja hafa með sér samstarf í hagræðingarskyni. Ekki á forsendum neytenda og samkeppni Því miður er það svo, að þeir sem telja nauðsynlega forsendu hagræðingar í slátrun og kjötvinnslu að veita framleiðendum undanþágur umfram þær sem felast í 15. greininni, eru um leið að lýsa því yfir í raun að hagræðingin muni ekki fara fram á forsendum neytenda og að hún muni koma í veg fyrir samkeppni. Stjórnmálamenn og talsmenn afurðastöðva geta lengi haldið áfram að reyna að pakka málinu inn sem framfaramáli fyrir alla hlutaðeigandi, en staðreyndin er sú að lagabreytingin þjónar þröngum sérhagsmunum afurðastöðva. Nú er ekkert því til fyrirstöðu að t.d. hinir fjársterkari á þessum markaði kaupi upp hina minni og að hinir fáu stóru skipti með sér verkum og markaði. Þá stefnir ástandið hratt í það sama og við sjáum á mjólkurmarkaðnum, einokun eins eða örfárra fyrirtækja, bara án þess aðhalds sem eignarhald bænda og opinber verðlagning skapar í mjólkurgeiranum. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.
Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun