Curry reyndi að fá Clark til Under Armour en Nike hafði betur Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. apríl 2024 15:00 Caitlin Clark á toppi Empire State byggingarinnar í New York. getty/Roy Rochlin Körfuboltakonan Caitlin Clark mun skrifa undir nýjan risa skósamning við Nike. Hún fær sinn eigin einkennisskó hjá Nike. Indiana Fever valdi Clark með fyrsta valrétti í nýliðavali WNBA-deildarinnar á mánudaginn eins og við var búist. Hún átti frábæran feril með Iowa í háskólaboltanum og er stigahæst í sögu efstu deildar hans. Clark er gríðarlega vinsæl og hefur aukið áhugann á kvennakörfubolta. Til marks um það var uppselt á alla leiki Iowa í vetur, miðaverðið á þeim rauk upp og nærri nítján milljónir fylgdust með úrslitaleiknum í háskólakörfuboltanum þar sem Iowa tapaði fyrir South Carolina. Og nú þegar er ljóst að 36 af fjörutíu leikjum Indiana Fever á tímabilinu verði sýndir beint á stóru sjónvarpsstöðvunum í Bandaríkjunum. Í takt við vinsældir sínar mun Clark skrifa undir nýjan samning við Nike. Adidas og Under Armour báru einnig víurnar í Clark en Nike hafði betur gegn þeim. Stephen Curry, leikmaður Golden State Warriors, er skærasta stjarnan sem er samningsbundin Under Armour og hann fundaði meðal annars með Clark fyrir hönd íþróttavöruframleiðandans en það dugði ekki til. Clark fær sinn eigin skó hjá Nike eins og sannri ofurstjörnu sæmir. Tvær aðrar körfuboltakonur eru með sinn eigin skó hjá Nike; Sabrina Ionescu hjá New York Liberty og Elena Delle Donne hjá Washington Mystics. Auk þess að vera að fá samning við Nike er Clark með samninga við Gatorade, State Farm og Panini. Helgina fyrir nýliðavalið kom Clark fram í Saturday Night Live sem sýnir hversu mikil ofurstjarna hún er. Áhorf á nýliðaval WNBA var svo gríðarlegt og treyjur Indiana Fever með nafni hennar ruku út. Hin 22 ára Clark leikur væntanlega sinn fyrsta leik fyrir Indiana Fever þegar liðið mætir Dallas Wings í æfingaleik föstudaginn 3. maí. WNBA Tíska og hönnun Mest lesið Slapp út úr eldhafinu en fór aftur inn til að bjarga kærustu sinni Fótbolti Amorim rekinn Enski boltinn „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Enski boltinn Líklegastir til að taka við United Enski boltinn Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Enski boltinn Langþráð stund hjá Orra þegar Sociedad tók stig af Atletico Fótbolti Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins Golf „Ég kom hingað til að vera stjóri, ekki til að vera þjálfari“ Enski boltinn Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum Körfubolti Öll mörkin úr enska: Jafnaði gegn Liverpool með sturluðu skoti Enski boltinn Fleiri fréttir Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Styrmir stigahæstur í fyrsta sigri ársins Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi „Toms mun færa okkur aukna vídd í sóknarleikinn“ „Þurfum að bæta varnarleikinn umtalsvert“ „Höldum áfram að berjast til að reyna að sleppa við fallið“ Umfjöllun: Tindastóll-Valur 99-108 | Fór illa með gömlu félagana í Síkinu „Ótrúlega dýrmætur sigur fyrir okkur“ Uppgjörið: Stjarnan - KR 98-96 | Stjarnan vann eftir háspennu Þór Þ. - ÍA 105-75 | Þórsarar byrja árið á stórsigri Elvar frábær í fyrsta leik ársins Uppgjörið: Ármann - Álftanes 75-110 | Mikilvægur sigur eftir taphrinu Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Nýr bakvörður í Njarðvík fyrir nágrannaslaginn KR bætir við sig Letta Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Sjá meira
Indiana Fever valdi Clark með fyrsta valrétti í nýliðavali WNBA-deildarinnar á mánudaginn eins og við var búist. Hún átti frábæran feril með Iowa í háskólaboltanum og er stigahæst í sögu efstu deildar hans. Clark er gríðarlega vinsæl og hefur aukið áhugann á kvennakörfubolta. Til marks um það var uppselt á alla leiki Iowa í vetur, miðaverðið á þeim rauk upp og nærri nítján milljónir fylgdust með úrslitaleiknum í háskólakörfuboltanum þar sem Iowa tapaði fyrir South Carolina. Og nú þegar er ljóst að 36 af fjörutíu leikjum Indiana Fever á tímabilinu verði sýndir beint á stóru sjónvarpsstöðvunum í Bandaríkjunum. Í takt við vinsældir sínar mun Clark skrifa undir nýjan samning við Nike. Adidas og Under Armour báru einnig víurnar í Clark en Nike hafði betur gegn þeim. Stephen Curry, leikmaður Golden State Warriors, er skærasta stjarnan sem er samningsbundin Under Armour og hann fundaði meðal annars með Clark fyrir hönd íþróttavöruframleiðandans en það dugði ekki til. Clark fær sinn eigin skó hjá Nike eins og sannri ofurstjörnu sæmir. Tvær aðrar körfuboltakonur eru með sinn eigin skó hjá Nike; Sabrina Ionescu hjá New York Liberty og Elena Delle Donne hjá Washington Mystics. Auk þess að vera að fá samning við Nike er Clark með samninga við Gatorade, State Farm og Panini. Helgina fyrir nýliðavalið kom Clark fram í Saturday Night Live sem sýnir hversu mikil ofurstjarna hún er. Áhorf á nýliðaval WNBA var svo gríðarlegt og treyjur Indiana Fever með nafni hennar ruku út. Hin 22 ára Clark leikur væntanlega sinn fyrsta leik fyrir Indiana Fever þegar liðið mætir Dallas Wings í æfingaleik föstudaginn 3. maí.
WNBA Tíska og hönnun Mest lesið Slapp út úr eldhafinu en fór aftur inn til að bjarga kærustu sinni Fótbolti Amorim rekinn Enski boltinn „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Enski boltinn Líklegastir til að taka við United Enski boltinn Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Enski boltinn Langþráð stund hjá Orra þegar Sociedad tók stig af Atletico Fótbolti Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins Golf „Ég kom hingað til að vera stjóri, ekki til að vera þjálfari“ Enski boltinn Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum Körfubolti Öll mörkin úr enska: Jafnaði gegn Liverpool með sturluðu skoti Enski boltinn Fleiri fréttir Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Styrmir stigahæstur í fyrsta sigri ársins Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi „Toms mun færa okkur aukna vídd í sóknarleikinn“ „Þurfum að bæta varnarleikinn umtalsvert“ „Höldum áfram að berjast til að reyna að sleppa við fallið“ Umfjöllun: Tindastóll-Valur 99-108 | Fór illa með gömlu félagana í Síkinu „Ótrúlega dýrmætur sigur fyrir okkur“ Uppgjörið: Stjarnan - KR 98-96 | Stjarnan vann eftir háspennu Þór Þ. - ÍA 105-75 | Þórsarar byrja árið á stórsigri Elvar frábær í fyrsta leik ársins Uppgjörið: Ármann - Álftanes 75-110 | Mikilvægur sigur eftir taphrinu Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Nýr bakvörður í Njarðvík fyrir nágrannaslaginn KR bætir við sig Letta Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Sjá meira