Opna miðstöð fyrir palestínsk börn Árni Sæberg skrifar 18. apríl 2024 20:24 Sams konar miðstöð var opnuð fyrir úkraínsk börn. Reykjavíkurborg Skóla- og fjölskyldumiðstöð fyrir börn á leikskóla-, grunnskóla- og framhaldsskólaaldri verður komið á fót í kjölfar fjölskyldusameiningar fólks frá Palestínu. Þetta var samþykkt í borgarráði í dag og stefnt er að formlegri opnun mánudaginn 22.apríl. Í tilkynningu á vef Reykjavíkurborgar segir að í síðasta mánuði hafi 35 börn komið frá Gasa til Reykjavíkur á grundvelli fjölskyldusameiningar. Þau séu komin í þjónustu velferðarsviðs á forsendum samræmdrar móttöku flóttafólks. Í hópnum séu fmmtán börn á leikskólaaldri, 19 á grunnskólaaldri og eitt barn á framhaldsskólaaldri. Þá liggi fyrir að fjölga muni í þessum hópi á næstu vikum. Mikilvægt þyki að koma á fót skóla- og fjölskyldumiðstöð sem gegni því hlutverki að vera skjól fyrir börnin við komuna til landsins og fyrstu vikurnar í íslensku samfélagi. Í miðstöðinni sé gert ráð fyrir þátttöku foreldra og hugsanlega annarra ættingja, jafnvel systkina sem þegar eru búsett á Íslandi. Börnin komi úr ómannúðlegum aðstæðum Um sé að ræða tímabundið úrræði til að mæta náms- og félagslegum þörfum barnanna. Ljóst sé að þessi börn koma úr ómannúðlegum aðstæðum og rannsóknir sýni að börn sem þurft hafa að upplifa stríð kljást við áfallastreitu. „Því er mikilvægt að skapa griðastað þar sem börn og fjölskyldur þeirra upplifa öryggi, rútínu og hlýju.“ Áfallamiðuð nálgun verði leiðarljós í starfinu með áherslu á náið og gott samstarf skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, velferðarsviðs, Rauða kross Íslands, Unicef og annarra sem koma að velferð og námi barna. Í miðstöðinni muni starfa fólk úr skóla- og frístundastarfi með þekkingu á eða bakgrunn frá Austurlöndum nær auk starfsfólks með góða íslenskukunnáttu. Góð reynsla hafi skapast af verkefni sem þessu þegar tekið var á móti fólki frá Úkraínu fyrir tveimur árum síðan. Hugmyndin sé að starfrækja miðstöðina til 30. júní næstkomandi og hún eigi að skapa blíða byrjun fyrir börnin inn í almennt skóla- og frístundastarf í Reykjavík. Sækjast eftir þrettán milljónum Skóla- og fjölskyldumiðstöðin verði opin virka daga frá klukkan 8:30 til 13:00 og áhersla verði lögð á eftirfarandi: Vettvang fyrir samveru fjölskyldna. Samfélagsfræðslu. Mat á náms- og félagslegri stöðu barna. Kynningu á leikskóla-, grunnskóla- og frístundastarfi, meðal annars með vettvangsheimsóknum. Latneska leturgerð. Grunnorðaforða í íslensku. Undirbúning fyrir leik- og grunnskólagöngu. Undirbúning fyrir foreldra í skólafærni. Verkefnið sé fjármagnað að hluta úr ramma skóla- og frístundasviðs en þörf sé á viðbótarfjármagni upp á 13,1 milljón króna og sótt verði um styrk frá mennta- og barnamálaráðuneytinu til að mæta þeim viðbótarkostnaði. Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Flóttafólk á Íslandi Borgarstjórn Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sjá meira
Í tilkynningu á vef Reykjavíkurborgar segir að í síðasta mánuði hafi 35 börn komið frá Gasa til Reykjavíkur á grundvelli fjölskyldusameiningar. Þau séu komin í þjónustu velferðarsviðs á forsendum samræmdrar móttöku flóttafólks. Í hópnum séu fmmtán börn á leikskólaaldri, 19 á grunnskólaaldri og eitt barn á framhaldsskólaaldri. Þá liggi fyrir að fjölga muni í þessum hópi á næstu vikum. Mikilvægt þyki að koma á fót skóla- og fjölskyldumiðstöð sem gegni því hlutverki að vera skjól fyrir börnin við komuna til landsins og fyrstu vikurnar í íslensku samfélagi. Í miðstöðinni sé gert ráð fyrir þátttöku foreldra og hugsanlega annarra ættingja, jafnvel systkina sem þegar eru búsett á Íslandi. Börnin komi úr ómannúðlegum aðstæðum Um sé að ræða tímabundið úrræði til að mæta náms- og félagslegum þörfum barnanna. Ljóst sé að þessi börn koma úr ómannúðlegum aðstæðum og rannsóknir sýni að börn sem þurft hafa að upplifa stríð kljást við áfallastreitu. „Því er mikilvægt að skapa griðastað þar sem börn og fjölskyldur þeirra upplifa öryggi, rútínu og hlýju.“ Áfallamiðuð nálgun verði leiðarljós í starfinu með áherslu á náið og gott samstarf skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, velferðarsviðs, Rauða kross Íslands, Unicef og annarra sem koma að velferð og námi barna. Í miðstöðinni muni starfa fólk úr skóla- og frístundastarfi með þekkingu á eða bakgrunn frá Austurlöndum nær auk starfsfólks með góða íslenskukunnáttu. Góð reynsla hafi skapast af verkefni sem þessu þegar tekið var á móti fólki frá Úkraínu fyrir tveimur árum síðan. Hugmyndin sé að starfrækja miðstöðina til 30. júní næstkomandi og hún eigi að skapa blíða byrjun fyrir börnin inn í almennt skóla- og frístundastarf í Reykjavík. Sækjast eftir þrettán milljónum Skóla- og fjölskyldumiðstöðin verði opin virka daga frá klukkan 8:30 til 13:00 og áhersla verði lögð á eftirfarandi: Vettvang fyrir samveru fjölskyldna. Samfélagsfræðslu. Mat á náms- og félagslegri stöðu barna. Kynningu á leikskóla-, grunnskóla- og frístundastarfi, meðal annars með vettvangsheimsóknum. Latneska leturgerð. Grunnorðaforða í íslensku. Undirbúning fyrir leik- og grunnskólagöngu. Undirbúning fyrir foreldra í skólafærni. Verkefnið sé fjármagnað að hluta úr ramma skóla- og frístundasviðs en þörf sé á viðbótarfjármagni upp á 13,1 milljón króna og sótt verði um styrk frá mennta- og barnamálaráðuneytinu til að mæta þeim viðbótarkostnaði.
Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Flóttafólk á Íslandi Borgarstjórn Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sjá meira