Eiginmaður Sturgeon ákærður fyrir fjárdrátt Kjartan Kjartansson skrifar 18. apríl 2024 20:19 Nicola Sturgeon og Peter Murrell við kjörstað í Glasgow árið 2019. Þau stýrðu Skoska þjóðarflokknum saman um tíma, hún sem leiðtogi en hann sem framkvæmdastjóri. AP/Scott Heppell Peter Murrell, eiginmaður Nicolu Sturgeon, fyrrverandi oddvita skosku heimastjórnarinnar, var ákærður í tengslum við fjárfrátt hjá Skoska þjóðarflokknum í dag. Sturgeon sagði af sér skömmu áður en Murrell var handtekinn í fyrra. Skoska lögreglan segir að Murrell hafi verið handtekinn í morgun en sleppt að loknum skýrslutökum og ákæru í kvöld. Hann var fyrst handtekinn í tengslum við málið í apríl í fyrra. Murrell var framkvæmdastjóri Skoska þjóðarflokksins (SNP), stærsta stjórnmálaflokk landsins, um tveggja áratuga skeið. Ákæran tengist rannsókn lögreglunnar á fjármálum flokksins og hvernig um 600.000 pundum, jafnvirði tæpra 106 milljóna króna, sem áttu að fara í baráttu fyrir sjálfstæði Skotlands var varið, að sögn AP-fréttastofunnar. Gjaldkeri flokksins var handtekinn og sagði af sér í kjölfarið í fyrra. Talsmaður flokksins sagði ekki við hæfi að tjá sig um málið á meðan það væri enn til rannsóknar en að handtaka Murrell væri sláandi. Sturgeon sjálf var handtekin og yfirheyrð í júní en henni var sleppt án ákæru. Hún hafði óvænt sagt af sér sem oddviti heimastjórnarinnar og leiðtogi SNP nokkrum mánuðum áður. Skotland Erlend sakamál Bretland Tengdar fréttir Sturgeon sleppt úr haldi Nicolu Sturgeon, fyrrverandi fyrsti ráðherra skosku heimastjórnarinnar, hefur verið sleppt úr haldi lögreglu að loknum yfirheyrslum. Hún var handtekin í morgun í tengslum við yfirstandandi rannsókn á fjármögnun og fjármálum skoska þjóðarflokksins. 11. júní 2023 19:51 Nicola Sturgeon handtekin í tengslum við fjármálamisferli Nicola Sturgeon, fyrrverandi forsætisráðherra Skotlands var handtekin nú í morgun í tengslum við yfirstandandi rannsókn sem stendur yfir á fjármögnun og fjármálum Skoska þjóðarflokksins. Grunur leikur á að flokkurinn hafi misfarið með kosningaframlög uppá 600 þúsund pund. 11. júní 2023 14:28 Eiginmaður Sturgeon handtekinn í tengslum við lögreglurannsókn Eiginmaður Nicolu Sturgeon, fyrrverandi leiðtoga Skoska þjóðarflokksins og æðsti ráðherra Skotlands, hefur verið handtekinn í tengslum við rannsókn á fjármálum þjóðarflokksins. 5. apríl 2023 10:11 Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Sjá meira
Skoska lögreglan segir að Murrell hafi verið handtekinn í morgun en sleppt að loknum skýrslutökum og ákæru í kvöld. Hann var fyrst handtekinn í tengslum við málið í apríl í fyrra. Murrell var framkvæmdastjóri Skoska þjóðarflokksins (SNP), stærsta stjórnmálaflokk landsins, um tveggja áratuga skeið. Ákæran tengist rannsókn lögreglunnar á fjármálum flokksins og hvernig um 600.000 pundum, jafnvirði tæpra 106 milljóna króna, sem áttu að fara í baráttu fyrir sjálfstæði Skotlands var varið, að sögn AP-fréttastofunnar. Gjaldkeri flokksins var handtekinn og sagði af sér í kjölfarið í fyrra. Talsmaður flokksins sagði ekki við hæfi að tjá sig um málið á meðan það væri enn til rannsóknar en að handtaka Murrell væri sláandi. Sturgeon sjálf var handtekin og yfirheyrð í júní en henni var sleppt án ákæru. Hún hafði óvænt sagt af sér sem oddviti heimastjórnarinnar og leiðtogi SNP nokkrum mánuðum áður.
Skotland Erlend sakamál Bretland Tengdar fréttir Sturgeon sleppt úr haldi Nicolu Sturgeon, fyrrverandi fyrsti ráðherra skosku heimastjórnarinnar, hefur verið sleppt úr haldi lögreglu að loknum yfirheyrslum. Hún var handtekin í morgun í tengslum við yfirstandandi rannsókn á fjármögnun og fjármálum skoska þjóðarflokksins. 11. júní 2023 19:51 Nicola Sturgeon handtekin í tengslum við fjármálamisferli Nicola Sturgeon, fyrrverandi forsætisráðherra Skotlands var handtekin nú í morgun í tengslum við yfirstandandi rannsókn sem stendur yfir á fjármögnun og fjármálum Skoska þjóðarflokksins. Grunur leikur á að flokkurinn hafi misfarið með kosningaframlög uppá 600 þúsund pund. 11. júní 2023 14:28 Eiginmaður Sturgeon handtekinn í tengslum við lögreglurannsókn Eiginmaður Nicolu Sturgeon, fyrrverandi leiðtoga Skoska þjóðarflokksins og æðsti ráðherra Skotlands, hefur verið handtekinn í tengslum við rannsókn á fjármálum þjóðarflokksins. 5. apríl 2023 10:11 Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Sjá meira
Sturgeon sleppt úr haldi Nicolu Sturgeon, fyrrverandi fyrsti ráðherra skosku heimastjórnarinnar, hefur verið sleppt úr haldi lögreglu að loknum yfirheyrslum. Hún var handtekin í morgun í tengslum við yfirstandandi rannsókn á fjármögnun og fjármálum skoska þjóðarflokksins. 11. júní 2023 19:51
Nicola Sturgeon handtekin í tengslum við fjármálamisferli Nicola Sturgeon, fyrrverandi forsætisráðherra Skotlands var handtekin nú í morgun í tengslum við yfirstandandi rannsókn sem stendur yfir á fjármögnun og fjármálum Skoska þjóðarflokksins. Grunur leikur á að flokkurinn hafi misfarið með kosningaframlög uppá 600 þúsund pund. 11. júní 2023 14:28
Eiginmaður Sturgeon handtekinn í tengslum við lögreglurannsókn Eiginmaður Nicolu Sturgeon, fyrrverandi leiðtoga Skoska þjóðarflokksins og æðsti ráðherra Skotlands, hefur verið handtekinn í tengslum við rannsókn á fjármálum þjóðarflokksins. 5. apríl 2023 10:11