Framtíð Dalanna heillar Garðar Freyr Vilhjálmsson skrifar 19. apríl 2024 08:31 Á dögunum fékk ég skemmtilegt tækifæri til að líta um öxl þegar ég rakst á vinnu frá 2020 þar sem helstu markmið Dalabyggðar í atvinnumálum voru greind. Þar voru fjögur lykilmarkmið efst á baugi; bættar samgöngur, aukið sjálfstraust, sterkari innviði (þ.e. fjarskipti og orka) og fjölskylduvænna samfélag. Það var gaman að finna þessi gögn og líta yfir hvað unnist hefur og hvaða verkefni hafa verið í forgrunni sveitarstjórnar frá því að þessi markmið voru sett niður. Atvinnumálanefnd Dalabyggðar hefur lagt í mikla vinnu við forgangsröðun á vegaframkvæmdum í Dölunum svo hægt sé með skipulögðum hætti að berjast fyrir okkar vegum á verkáætlun. Unnið er nú þegar að lagningu slitlags á Klofningsveg að Kýrunnarstöðum og Laxárdalsheiði úr Hrútafirði að sýslumörkum. Mikilvægt er að farið verði hið fyrsta í þjóðveg 60 um Suðurdali og hina mörgu héraðsvegi sem setið hafa eftir fjársvelti hjá samgönguyfirvöldum. Dalamenn hafa einnig verið duglegir að minna á stöðu vegamála á uppbyggjandi hátt, þar hefur sannast hve mikill samtakamátturinn er. Þá fékkst styrkur af byggðaáætlun í verkefni með það að markmiði að gera stöðugreiningu á sjálfsmynd og ímynd dalanna, hvernig mætti efla þá og koma á framfæri samfélaginu til framdráttar. Nú þegar hefur átt sér stað greiningarvinna sem leiðir svo áfram af sér frekari vinnu sem skila á verkfærum fyrir sveitarfélagið, rekstraraðila og íbúa almennt, til að vinna að betra samfélagi. Einnig hefur Dalabyggð einsett sér þau vinnubrögð að vinna hörðum höndum á jákvæðan og uppbyggilegan hátt. Unnið hefur verið síðustu ár að fjarskiptatengingum Dalanna en sitja nokkur svæði eftir í þriggja fasa væðingu á rafmagni en ljósleiðaravæðing gekk vel út til sveita. Dalabyggð vinnur nú að því að ljósleiðari verði lagður í Búðardal á árunum 2024-2025. Kynnt var skýrsla um stöðu og framtíð fjarskiptamála á Vesturlandi núna í janúar og unnið er að forgangsröðun á þeim verkefnum sem brýnt er að fara í hérna í Dölunum líkt og gert hefur verið í vegamálum. Ungt fólk skiptir okkar samfélag miklu máli. Fjölbreytt atvinna og fjölskylduvænt samfélag spilar þar stóran þátt. Ráðin var til starfa verkefnastjóri fjölskyldumála sem fer með málefni félagsþjónustu, fræðslu og barnaverndar. Þetta fyrirkomulag hefur bætt til muna utanumhald þeirra sem leita til Dalabyggða vegna þessara málaflokka. Frístundaakstur var settur á fót ásamt því að tilraunaakstur fyrir framhaldsskólanema hófst á milli Búðardals og Borgarness. Ekið er mánudaga og föstudaga og verður þetta góð viðbót fyrir framhaldsskólanema ásamt því að aðrir íbúar geta nýtt sér ferðirnar einnig. Dalabyggð gerði samning við Ásgarð haustið 2023 með það að markmiði að efla Auðarskóla sem faglega stofnun og stuðning við starfsmenn, hefur það samstarf gengið vel. Á árinu 2023 voru fullgerðar teikningar af Íþróttamannvirkjum í Búðardal og er unnið er að því að framkvæmdir við mannvirkin hefjist á árinu. Komið hefur verið á fót Nýsköpunarsetri í Búðardal á tímabilinu sem hefur stutt við námskeið, fræðslu og þróunarvinnu. Styrkur fékkst til að vinna að hönnun og undirbúningi byggingar á iðnaðarhúsnæði í Búðardal og er sú vinna í gangi núna, aukið magn atvinnuhúsnæðis verður mikil lyftistöng fyrir fjölbreytni atvinnulífsins á svæðinu. Margt hefur áunnist en meira er í undirbúningi og ferli. Styrking innviða veitir okkur einnig það sjálfstraust að hægt er að bjóða fyrirtækjum og stofnunum með gott menntunarstig samkeppnishæft umhverfi til að starfa á landsbyggðinni. Það eykur fjölbreytileika samfélagsins okkar og styrkir til lengri tíma. Einstaklingsframtakið er okkur mikilvægt og nauðsynlegt að það taki boltann þar sem sveitarfélagið hefur lagt grunninn, þá blómstrar hvoru tveggja fyrir vikið. Göngum stolt áfram með hækkandi sól, Dölunum okkar til heilla. Höfundur er formaður atvinnumálanefndar Dalabyggðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dalabyggð Byggðamál Mest lesið Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley Skoðun Skoðun Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Sjá meira
Á dögunum fékk ég skemmtilegt tækifæri til að líta um öxl þegar ég rakst á vinnu frá 2020 þar sem helstu markmið Dalabyggðar í atvinnumálum voru greind. Þar voru fjögur lykilmarkmið efst á baugi; bættar samgöngur, aukið sjálfstraust, sterkari innviði (þ.e. fjarskipti og orka) og fjölskylduvænna samfélag. Það var gaman að finna þessi gögn og líta yfir hvað unnist hefur og hvaða verkefni hafa verið í forgrunni sveitarstjórnar frá því að þessi markmið voru sett niður. Atvinnumálanefnd Dalabyggðar hefur lagt í mikla vinnu við forgangsröðun á vegaframkvæmdum í Dölunum svo hægt sé með skipulögðum hætti að berjast fyrir okkar vegum á verkáætlun. Unnið er nú þegar að lagningu slitlags á Klofningsveg að Kýrunnarstöðum og Laxárdalsheiði úr Hrútafirði að sýslumörkum. Mikilvægt er að farið verði hið fyrsta í þjóðveg 60 um Suðurdali og hina mörgu héraðsvegi sem setið hafa eftir fjársvelti hjá samgönguyfirvöldum. Dalamenn hafa einnig verið duglegir að minna á stöðu vegamála á uppbyggjandi hátt, þar hefur sannast hve mikill samtakamátturinn er. Þá fékkst styrkur af byggðaáætlun í verkefni með það að markmiði að gera stöðugreiningu á sjálfsmynd og ímynd dalanna, hvernig mætti efla þá og koma á framfæri samfélaginu til framdráttar. Nú þegar hefur átt sér stað greiningarvinna sem leiðir svo áfram af sér frekari vinnu sem skila á verkfærum fyrir sveitarfélagið, rekstraraðila og íbúa almennt, til að vinna að betra samfélagi. Einnig hefur Dalabyggð einsett sér þau vinnubrögð að vinna hörðum höndum á jákvæðan og uppbyggilegan hátt. Unnið hefur verið síðustu ár að fjarskiptatengingum Dalanna en sitja nokkur svæði eftir í þriggja fasa væðingu á rafmagni en ljósleiðaravæðing gekk vel út til sveita. Dalabyggð vinnur nú að því að ljósleiðari verði lagður í Búðardal á árunum 2024-2025. Kynnt var skýrsla um stöðu og framtíð fjarskiptamála á Vesturlandi núna í janúar og unnið er að forgangsröðun á þeim verkefnum sem brýnt er að fara í hérna í Dölunum líkt og gert hefur verið í vegamálum. Ungt fólk skiptir okkar samfélag miklu máli. Fjölbreytt atvinna og fjölskylduvænt samfélag spilar þar stóran þátt. Ráðin var til starfa verkefnastjóri fjölskyldumála sem fer með málefni félagsþjónustu, fræðslu og barnaverndar. Þetta fyrirkomulag hefur bætt til muna utanumhald þeirra sem leita til Dalabyggða vegna þessara málaflokka. Frístundaakstur var settur á fót ásamt því að tilraunaakstur fyrir framhaldsskólanema hófst á milli Búðardals og Borgarness. Ekið er mánudaga og föstudaga og verður þetta góð viðbót fyrir framhaldsskólanema ásamt því að aðrir íbúar geta nýtt sér ferðirnar einnig. Dalabyggð gerði samning við Ásgarð haustið 2023 með það að markmiði að efla Auðarskóla sem faglega stofnun og stuðning við starfsmenn, hefur það samstarf gengið vel. Á árinu 2023 voru fullgerðar teikningar af Íþróttamannvirkjum í Búðardal og er unnið er að því að framkvæmdir við mannvirkin hefjist á árinu. Komið hefur verið á fót Nýsköpunarsetri í Búðardal á tímabilinu sem hefur stutt við námskeið, fræðslu og þróunarvinnu. Styrkur fékkst til að vinna að hönnun og undirbúningi byggingar á iðnaðarhúsnæði í Búðardal og er sú vinna í gangi núna, aukið magn atvinnuhúsnæðis verður mikil lyftistöng fyrir fjölbreytni atvinnulífsins á svæðinu. Margt hefur áunnist en meira er í undirbúningi og ferli. Styrking innviða veitir okkur einnig það sjálfstraust að hægt er að bjóða fyrirtækjum og stofnunum með gott menntunarstig samkeppnishæft umhverfi til að starfa á landsbyggðinni. Það eykur fjölbreytileika samfélagsins okkar og styrkir til lengri tíma. Einstaklingsframtakið er okkur mikilvægt og nauðsynlegt að það taki boltann þar sem sveitarfélagið hefur lagt grunninn, þá blómstrar hvoru tveggja fyrir vikið. Göngum stolt áfram með hækkandi sól, Dölunum okkar til heilla. Höfundur er formaður atvinnumálanefndar Dalabyggðar.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar