Staðfesta risasekt Arnarlax Jón Þór Stefánsson skrifar 20. apríl 2024 14:03 Arnarlax er með þessar starfstöðvar sem sjást á myndinni í Bíldudal. Vísir/Vilhelm Matvælaráðuneytið hefur staðfest 120 milljóna stjórnvaldssekt Matvælastofnunar á hendur Arnarlaxi vegna slysasleppinga á eldilaxi fyrirtækisins í Arnarfirði árið 2022. MAST sagði aðgæsluleysi Arnarlax hafa verið vítavert og afleiðingar þess mjög alvarlegar. Í úrskurði ráðuneytisins er saga málsins rakin. Í ágúst 2021 var MAST tilkynnt um gat í kví Arnarlax. Sumarið 2022 fór að bera á „óeðlilegri fisktegund“ í ám innfjarða Arnarfjarðar. Í kjölfarið hófst rannsókn á málinu og fundust alls 24 laxar sem hægt var að rekja til umræddar Kvíar. Í október 2022 var lokið við slátrun á fiskum úr umræddri kví. Fjöldi laxa í henni voru rúmlega 18 þúsund, en Matvælastofnun hafði fengið upplýsingar um að 137 þúsund fiskar hefðu farið í kvína, og að skráð afföll væru 33 þúsund. Þar á eftir tilkynnti MAST um rannsókn á misræmi í upplýsingum frá fyrirtækinu, þar sem mikill munur væri á fjölda fiska sem gefin var upp í skýrslum og fjöldanum sem kom í ljós við slátrun. Í nóvember 2022 tilkynnti MAST síðan um 120 milljóna stjórnvaldssekt fyrir að hafa ekki sinnt skyldu sinni til að tilkynna strokið. Arnarlax greiddi sektina með fyrirvara um að fyrirtækið myndi leita réttar síns vegna málsins, sem það gerði með stjórnsýslukærunni sem matvælaráðuneytið hefur nú tekið fyrir. Í úrskurði ráðuneytisins kemur fram að rannsókn MAST hafi að miklu leiti beinst að fóðurnotkun í umræddri kví. Fóðurgjöfin hafi verið jafn mikil og í öðrum sambærilegum kvíum, þangað til skyndilega í júní 2021, en þá urðu skörp skil á milli. Fóðurgjöf í umræddri kví hélst nánast alltaf sú sama, en fóðurgjöf annarra kvía hækkaði stöðugt. Í september 2021 var hún orðin tífalt hærri en í maí sama ár. Arnarlax mótmælti því ekki að fóðurgjöfin í umræddri kví fæli í sér frávik, en vildi meina að ekki væri hægt að fullyrða að það orsakaðist af því að fiskar hefðu strokið. Ástæðan fyrir því er sú að margþættar ástæður geta verið fyrir minni fóðurgjöf. Ráðuneytið fellst á það í úrskurði sínum, að margþættar ástæður geti legið fyrir, en bendir á að þá hefðu álíka breytingar átt að eiga sér stað í öðrum sambærilegum kvíum þar sem frávik urðu ekki. Arnarlax hefði því mátt ætla að fiskur hefði sloppið úr kvínni. „Með því að tilkynna ekki um það frávik sýndi kærandi af sér verulegt athafnaleysi,“ segir í úrskurði ráðuneytisins sem eins og áður segir staðfesti 120 milljón króna sekt MAST. Sjókvíaeldi Fiskeldi Matvælaframleiðsla Vesturbyggð Ísafjarðarbær Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
MAST sagði aðgæsluleysi Arnarlax hafa verið vítavert og afleiðingar þess mjög alvarlegar. Í úrskurði ráðuneytisins er saga málsins rakin. Í ágúst 2021 var MAST tilkynnt um gat í kví Arnarlax. Sumarið 2022 fór að bera á „óeðlilegri fisktegund“ í ám innfjarða Arnarfjarðar. Í kjölfarið hófst rannsókn á málinu og fundust alls 24 laxar sem hægt var að rekja til umræddar Kvíar. Í október 2022 var lokið við slátrun á fiskum úr umræddri kví. Fjöldi laxa í henni voru rúmlega 18 þúsund, en Matvælastofnun hafði fengið upplýsingar um að 137 þúsund fiskar hefðu farið í kvína, og að skráð afföll væru 33 þúsund. Þar á eftir tilkynnti MAST um rannsókn á misræmi í upplýsingum frá fyrirtækinu, þar sem mikill munur væri á fjölda fiska sem gefin var upp í skýrslum og fjöldanum sem kom í ljós við slátrun. Í nóvember 2022 tilkynnti MAST síðan um 120 milljóna stjórnvaldssekt fyrir að hafa ekki sinnt skyldu sinni til að tilkynna strokið. Arnarlax greiddi sektina með fyrirvara um að fyrirtækið myndi leita réttar síns vegna málsins, sem það gerði með stjórnsýslukærunni sem matvælaráðuneytið hefur nú tekið fyrir. Í úrskurði ráðuneytisins kemur fram að rannsókn MAST hafi að miklu leiti beinst að fóðurnotkun í umræddri kví. Fóðurgjöfin hafi verið jafn mikil og í öðrum sambærilegum kvíum, þangað til skyndilega í júní 2021, en þá urðu skörp skil á milli. Fóðurgjöf í umræddri kví hélst nánast alltaf sú sama, en fóðurgjöf annarra kvía hækkaði stöðugt. Í september 2021 var hún orðin tífalt hærri en í maí sama ár. Arnarlax mótmælti því ekki að fóðurgjöfin í umræddri kví fæli í sér frávik, en vildi meina að ekki væri hægt að fullyrða að það orsakaðist af því að fiskar hefðu strokið. Ástæðan fyrir því er sú að margþættar ástæður geta verið fyrir minni fóðurgjöf. Ráðuneytið fellst á það í úrskurði sínum, að margþættar ástæður geti legið fyrir, en bendir á að þá hefðu álíka breytingar átt að eiga sér stað í öðrum sambærilegum kvíum þar sem frávik urðu ekki. Arnarlax hefði því mátt ætla að fiskur hefði sloppið úr kvínni. „Með því að tilkynna ekki um það frávik sýndi kærandi af sér verulegt athafnaleysi,“ segir í úrskurði ráðuneytisins sem eins og áður segir staðfesti 120 milljón króna sekt MAST.
Sjókvíaeldi Fiskeldi Matvælaframleiðsla Vesturbyggð Ísafjarðarbær Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira