Kynferðisafbrotamanni bannað að nota gervigreind Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 21. apríl 2024 18:46 Slík mál hafa einnig komið upp á Íslandi. Getty Breskur dómstóll hefur bannað kynferðisafbrotamanni að nota gervigreind til að framleiða myndir í fimm ár vegna þess að hann nýtti sér hana til að búa til meira en þúsund klúrar myndir af fólki án leyfis. Hinum 48 ára Anthony Dover hefur verið gert að nota ekki forrit sem er kleift að búa til myndir eftir textalýsingu notanda. Með tækjum sem þessum er hægt að hala inn mynd af manneskju og láta gervigreindina búa til klæmnari útgáfu af upphaflegu myndinni. Honum var einnig gert að afplána refsingu sína með samfélagsþjónustu ásamt tvö hundruð punda sekt. Forritið sem um ræðir heitir Stable Diffusion og kom á markað árið 2022. Gerir það notendum þess kleift að búa til oft mjög raunverulegar myndir út frá textalýsingum og hefur það verið notað af barnaníðingum í því skyni að framleiða barnaníðsefni. Gervigreindarmálum fjölgar fyrir dómstólum Þessi úrskurður dómsins gæti verið fordæmisgefandi þar sem fleiri og fleiri mál er varða gervigreind rata á borð dómstóla um allan heim. Í síðustu viku tilkynnti breska ríkisstjórnin að hún skyldi gera það ólöglegt að búa til kynferðislegt efni af fullorðnu fólki án samþykkis þeirra. Það að búa til, búa yfir eða deila tilbúnu barnaníðsefni hefur verið glæpur í langan tíma en nú á sú löggjöf í ríkari mæli við um efni framleitt af gervigreind. Stability AI, fyrirtækið á bakvið Stable Diffusion, segir að brugðist hafi verið við og að nýrri uppfærslur forritsins komi í veg fyrir að því sé beitt til að framleiða slíkt efni. Fyrr í mánuðinum greindi Vísir frá því að fleiri en eitt mál hafi ratað á borð Ríkislögreglustjóra þar sem nektarmyndir falsaðar af gervigreind koma við sögu. María Rún Bjarnadóttir, lögfræðingur hjá Ríkislögreglustjóra, sagði í samtali við fréttastofu að jafnauðvelt sé fyrir unglinga að láta búa til slíkar myndir og það er fyrir fullorðið fólk að selja hjól á Facebook. Bretland Gervigreind Tengdar fréttir Mál vegna falsaðra nektarmynda á borði lögreglu Lögfræðingur hjá Ríkislögreglustjóra segir fleira en eitt mál komið á borð lögreglunnar þar sem nektarmyndir falsaðar af gervigreind koma við sögu. Hún segir jafn auðvelt fyrir unglinga að láta búa til slíkar myndir og það er fyrir fullorðið fólk að selja hjól á Facebook. 2. apríl 2024 18:59 Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Fleiri fréttir PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Sjá meira
Hinum 48 ára Anthony Dover hefur verið gert að nota ekki forrit sem er kleift að búa til myndir eftir textalýsingu notanda. Með tækjum sem þessum er hægt að hala inn mynd af manneskju og láta gervigreindina búa til klæmnari útgáfu af upphaflegu myndinni. Honum var einnig gert að afplána refsingu sína með samfélagsþjónustu ásamt tvö hundruð punda sekt. Forritið sem um ræðir heitir Stable Diffusion og kom á markað árið 2022. Gerir það notendum þess kleift að búa til oft mjög raunverulegar myndir út frá textalýsingum og hefur það verið notað af barnaníðingum í því skyni að framleiða barnaníðsefni. Gervigreindarmálum fjölgar fyrir dómstólum Þessi úrskurður dómsins gæti verið fordæmisgefandi þar sem fleiri og fleiri mál er varða gervigreind rata á borð dómstóla um allan heim. Í síðustu viku tilkynnti breska ríkisstjórnin að hún skyldi gera það ólöglegt að búa til kynferðislegt efni af fullorðnu fólki án samþykkis þeirra. Það að búa til, búa yfir eða deila tilbúnu barnaníðsefni hefur verið glæpur í langan tíma en nú á sú löggjöf í ríkari mæli við um efni framleitt af gervigreind. Stability AI, fyrirtækið á bakvið Stable Diffusion, segir að brugðist hafi verið við og að nýrri uppfærslur forritsins komi í veg fyrir að því sé beitt til að framleiða slíkt efni. Fyrr í mánuðinum greindi Vísir frá því að fleiri en eitt mál hafi ratað á borð Ríkislögreglustjóra þar sem nektarmyndir falsaðar af gervigreind koma við sögu. María Rún Bjarnadóttir, lögfræðingur hjá Ríkislögreglustjóra, sagði í samtali við fréttastofu að jafnauðvelt sé fyrir unglinga að láta búa til slíkar myndir og það er fyrir fullorðið fólk að selja hjól á Facebook.
Bretland Gervigreind Tengdar fréttir Mál vegna falsaðra nektarmynda á borði lögreglu Lögfræðingur hjá Ríkislögreglustjóra segir fleira en eitt mál komið á borð lögreglunnar þar sem nektarmyndir falsaðar af gervigreind koma við sögu. Hún segir jafn auðvelt fyrir unglinga að láta búa til slíkar myndir og það er fyrir fullorðið fólk að selja hjól á Facebook. 2. apríl 2024 18:59 Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Fleiri fréttir PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Sjá meira
Mál vegna falsaðra nektarmynda á borði lögreglu Lögfræðingur hjá Ríkislögreglustjóra segir fleira en eitt mál komið á borð lögreglunnar þar sem nektarmyndir falsaðar af gervigreind koma við sögu. Hún segir jafn auðvelt fyrir unglinga að láta búa til slíkar myndir og það er fyrir fullorðið fólk að selja hjól á Facebook. 2. apríl 2024 18:59