Stuðningur barna í grunnskóla- hvar liggur vandinn? Jasmina Vajzović Crnac skrifar 22. apríl 2024 08:31 Fyrir nokkrum árum var tekið það skref að búa til kerfi sem heitir samræmd móttaka flóttafólks. Þetta voru mikilvæg skref til að samræma þjónustu og gera hana betri, skilvirkari og á jafnréttis grunnvelli. Í þeirri vinnu var mjög margt gert vel þegar kemur að félagsþjónustu. En það „gleymdist“ mikilvægi þess að huga að stuðningi við skóla þegar kemur að börnum á flótta sem koma úr miserfiðum aðstæðum. Þessi börn þurfa oft á tíðum sértæka þjónustu í skólakerfinu og hún getur stafað af ýmsum toga. Hér er áætlun að ræða stuðning við íslensku kennslu í skólanum þó það megi einnig huga að öðrum þáttum. Sveitarfélög hafa oft rætt um skort á stuðningi frá ríkinu í skólakerfinu þegar kemur að kennslu flóttabarna í grunnskólum landsins. En umræða á opinberum vettvangi hefur ekki náð neinum hæðum og það er athyglisvert út af fyrir sig. Þar til núna þar sem skólakerfið er að bugast. Við þurfum að velta því fyrir okkur af hverju það sé enginn stuðningur innifalinn í samningi um samræmdu móttöku flóttafólks eins og eðlilegt þykir? Sveitarfélög þurfa viðbótar fjármagn við það sem ÍSAT (íslenska sem annað tungumál) kennsla er nú þegar að veita. Síðan þarf að endurskoða ÍSAT kennslu og veita fjármagn í samræmi við þarfir barna sem eru með annað tungumál. Einfalda svarið virðist vera að það vanti verðskrá á skólaþjónustu. Hvað er átt við því? Við vitum að hvert barn kostar ákveðið mikið í skólakerfinu og þar með ættum við hafa upplýsingar um hvað stuðningur við flóttabarn til að fá ÍSAT kennslu ætti að kosta. Það er að segja, við eigum að hafa upplýsingar um hversu mikinn stuðning hvert flóttabarn eða barn af erlendum uppruna þarf til að læra íslensku. Því það segir sig sjálft að flóttabörn og börn af erlendum uppruna þurfa að ná þessum grunni í íslensku. Þar sem íslensk börn eru nú þegar talandi tungumálið og töluvert betur stakk búin til að læra allt námsefnið í skólanum. Nú kemur að því að flóttabarn og flóttabarn er í rauninni ekki það sama og ekki heldur flóttabarn og innflytjenda barn. Ýmsar skýringar eru bak við þetta. Innflytjenda börn flytja yfirleitt til landsins með foreldrum sínum og koma beint úr öðrum skóla. Þau eru yfirleitt með grunn skólafærni og þekkja hefðbundna skólaumhverfið. Þau hafa því gengið í skóla, eru læs og skrifandi. Flestir nota latneska stafi og hafa ekki mikla áfallasögu. Flóttabörn koma úr mis slæmum aðstæðum. Flest þeirra eru jafnvel að glíma við áfallastreitu og með mikla áfallasögu. Þau hafa jafnvel búið í flóttamannabúðum og sum þeirra þekkja jafnvel ekkert annað. Margir hverjir hafa lítið gengið í skóla og sum aldrei. Sum flóttabörn eru jafnvel ekki skrifandi eða læs og sum þeirra kunna ekki latneska stafrófið. Það gefur auga leið að þessi hópur þurfi mis mikinn stuðning, mis mikinn tíma á viku í íslensku kennslu og engu síður áherslu á fjölbreyttar kennsluaðferðir til að læra. Að því sögðu þá þarf verðleggja þjónustu eftir þörfum barnsins. Það þarf að gera stöðumat á flóttabörnum þegar þau koma fyrst í skóla. Það þyrfti að fá það á hreint hversu mikinn stuðning þau þurfa. Stuðningur í íslenskukennslu þarf að vera í samræmi við þarfir barnsins, það er eftir þroska og færni barna. Við þurfum í rauninni að vera með kerfi sem flokkar og býr til líkan þar sem sem tiltekin þjónusta er sett í verðflokka. Í dag er það þannig hjá félagsþjónustu í samræmdri móttöku. Hver liður í þjónustunni er skilgreindur og verðlagður. Það er að segja hversu margar klukkustundir og mínútur fara í ákveðna þjónustu og hversu mikið hver einstaklingur þarf í þjónustu eftir flokkum. Þannig vitum við nákvæmlega hvað hver einstaklingur kostar miða við þjónustu þörfina. Þannig fæst fjármagn frá ríkinu til að þjónusta þessa einstaklinga. Í samningaviðræðum um stuðning barna á flótta í skólakerfinu hefur þetta verið rætt, a.m.k. á þeim fundum sem höfundur greinar hefur setið en niðurstaða hefur aldrei fengist í máli. Aftur á móti til að fá fjármagn frá ríkinu í slíkt verkefni þá veit höfundur af eigin reynslu við að vinna í opinberri stjórnsýslu í yfir 20 ár og með menntun í stjórnsýslufræðum ( er líka stjórnmálafræðingur), að svona vinna þarf vera vel ígrunduð og með gögn sem sýna fram á útreikninga. Slíkt plagg þarf vera unnið af sveitarfélögum og af Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Það þurfa að liggja fyrir skýr rök um hvað og hversu mikil þörf sé á ákveðinni þjónustu. Helst að skilgreint sé hverja mínútu og hverja krónu sem fer í þjónustu. Síðan þurfa ráðuneyti að fá þessi gögn og leggja fyrir ráðherra til að fá pólitískt samþykki fyrir slíku fyrirkomulagi. Eftir það þarf þetta fara fyrir Alþingi og fjárlaganefnd Alþingis því það eru þau sem hafa ákvörðunarvaldið um hvort fjármagnið verði samþykkt eða ekki. Þessi vinna er nauðsynleg svo við getum veitt flóttabörnum og börnum með annað móðurmál en íslensku viðeigandi þjónustu í skólakerfinu. Við verðum að fara hugsa um hvað sé best fyrir börnin og hvernig við getum leyst þær áskoranir sem mæta okkur. Við þurfum að bretta upp ermar og ljúka þessari vinnu! Þetta verkefni er á ábyrgð bæði ríkis og sveitarfélaga og við þurfum að komast að niðurstöðu, ekki seinna en í gær. Ábyrgð sveitarfélaga felst í því að búa til líkan og vinna grunnvinnu. Ábyrgð ríkisins er að veita fjármagnið sem þarf til að gera vinnuna að raunveruleika. Það er ekki boðlegt að bjóða fólki að setjast að á Íslandi og segjast ætla hjálpa þeim en ætla svo ekki veita þeim þann stuðning sem þau þurfa til menntunar. Það má segja að stefnuleysi stjórnvalda til margra ára í þessu málaflokki sé sökudólgurinn. Ég vil aftur á móti meina að þetta snúist frekar um vanþekkingu og slaka forgangsröðun. Okkur skortir jafnframt þekkingu í stjórnsýslunni til að leysa flókin mál en ásamt því vantar okkur rétta forgangsröðun í verkefnum. Börn eru framtíð okkar allra. Velferð okkar er háð því hvernig við styðjum við börnin á þeirra yngri árum og undirbúum þau til að geta tekið við af okkur. Höfundur er stjórnmálafræðingur og eigandi IZO ráðgjöf, sérfræðingur í málefnum innflytjenda og flóttabarna. Höfundur er sjálf innflytjandi og flóttabarn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jasmina Vajzović Crnac Skóla - og menntamál Grunnskólar Íslensk tunga Sveitarstjórnarmál Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Skoðun Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir nokkrum árum var tekið það skref að búa til kerfi sem heitir samræmd móttaka flóttafólks. Þetta voru mikilvæg skref til að samræma þjónustu og gera hana betri, skilvirkari og á jafnréttis grunnvelli. Í þeirri vinnu var mjög margt gert vel þegar kemur að félagsþjónustu. En það „gleymdist“ mikilvægi þess að huga að stuðningi við skóla þegar kemur að börnum á flótta sem koma úr miserfiðum aðstæðum. Þessi börn þurfa oft á tíðum sértæka þjónustu í skólakerfinu og hún getur stafað af ýmsum toga. Hér er áætlun að ræða stuðning við íslensku kennslu í skólanum þó það megi einnig huga að öðrum þáttum. Sveitarfélög hafa oft rætt um skort á stuðningi frá ríkinu í skólakerfinu þegar kemur að kennslu flóttabarna í grunnskólum landsins. En umræða á opinberum vettvangi hefur ekki náð neinum hæðum og það er athyglisvert út af fyrir sig. Þar til núna þar sem skólakerfið er að bugast. Við þurfum að velta því fyrir okkur af hverju það sé enginn stuðningur innifalinn í samningi um samræmdu móttöku flóttafólks eins og eðlilegt þykir? Sveitarfélög þurfa viðbótar fjármagn við það sem ÍSAT (íslenska sem annað tungumál) kennsla er nú þegar að veita. Síðan þarf að endurskoða ÍSAT kennslu og veita fjármagn í samræmi við þarfir barna sem eru með annað tungumál. Einfalda svarið virðist vera að það vanti verðskrá á skólaþjónustu. Hvað er átt við því? Við vitum að hvert barn kostar ákveðið mikið í skólakerfinu og þar með ættum við hafa upplýsingar um hvað stuðningur við flóttabarn til að fá ÍSAT kennslu ætti að kosta. Það er að segja, við eigum að hafa upplýsingar um hversu mikinn stuðning hvert flóttabarn eða barn af erlendum uppruna þarf til að læra íslensku. Því það segir sig sjálft að flóttabörn og börn af erlendum uppruna þurfa að ná þessum grunni í íslensku. Þar sem íslensk börn eru nú þegar talandi tungumálið og töluvert betur stakk búin til að læra allt námsefnið í skólanum. Nú kemur að því að flóttabarn og flóttabarn er í rauninni ekki það sama og ekki heldur flóttabarn og innflytjenda barn. Ýmsar skýringar eru bak við þetta. Innflytjenda börn flytja yfirleitt til landsins með foreldrum sínum og koma beint úr öðrum skóla. Þau eru yfirleitt með grunn skólafærni og þekkja hefðbundna skólaumhverfið. Þau hafa því gengið í skóla, eru læs og skrifandi. Flestir nota latneska stafi og hafa ekki mikla áfallasögu. Flóttabörn koma úr mis slæmum aðstæðum. Flest þeirra eru jafnvel að glíma við áfallastreitu og með mikla áfallasögu. Þau hafa jafnvel búið í flóttamannabúðum og sum þeirra þekkja jafnvel ekkert annað. Margir hverjir hafa lítið gengið í skóla og sum aldrei. Sum flóttabörn eru jafnvel ekki skrifandi eða læs og sum þeirra kunna ekki latneska stafrófið. Það gefur auga leið að þessi hópur þurfi mis mikinn stuðning, mis mikinn tíma á viku í íslensku kennslu og engu síður áherslu á fjölbreyttar kennsluaðferðir til að læra. Að því sögðu þá þarf verðleggja þjónustu eftir þörfum barnsins. Það þarf að gera stöðumat á flóttabörnum þegar þau koma fyrst í skóla. Það þyrfti að fá það á hreint hversu mikinn stuðning þau þurfa. Stuðningur í íslenskukennslu þarf að vera í samræmi við þarfir barnsins, það er eftir þroska og færni barna. Við þurfum í rauninni að vera með kerfi sem flokkar og býr til líkan þar sem sem tiltekin þjónusta er sett í verðflokka. Í dag er það þannig hjá félagsþjónustu í samræmdri móttöku. Hver liður í þjónustunni er skilgreindur og verðlagður. Það er að segja hversu margar klukkustundir og mínútur fara í ákveðna þjónustu og hversu mikið hver einstaklingur þarf í þjónustu eftir flokkum. Þannig vitum við nákvæmlega hvað hver einstaklingur kostar miða við þjónustu þörfina. Þannig fæst fjármagn frá ríkinu til að þjónusta þessa einstaklinga. Í samningaviðræðum um stuðning barna á flótta í skólakerfinu hefur þetta verið rætt, a.m.k. á þeim fundum sem höfundur greinar hefur setið en niðurstaða hefur aldrei fengist í máli. Aftur á móti til að fá fjármagn frá ríkinu í slíkt verkefni þá veit höfundur af eigin reynslu við að vinna í opinberri stjórnsýslu í yfir 20 ár og með menntun í stjórnsýslufræðum ( er líka stjórnmálafræðingur), að svona vinna þarf vera vel ígrunduð og með gögn sem sýna fram á útreikninga. Slíkt plagg þarf vera unnið af sveitarfélögum og af Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Það þurfa að liggja fyrir skýr rök um hvað og hversu mikil þörf sé á ákveðinni þjónustu. Helst að skilgreint sé hverja mínútu og hverja krónu sem fer í þjónustu. Síðan þurfa ráðuneyti að fá þessi gögn og leggja fyrir ráðherra til að fá pólitískt samþykki fyrir slíku fyrirkomulagi. Eftir það þarf þetta fara fyrir Alþingi og fjárlaganefnd Alþingis því það eru þau sem hafa ákvörðunarvaldið um hvort fjármagnið verði samþykkt eða ekki. Þessi vinna er nauðsynleg svo við getum veitt flóttabörnum og börnum með annað móðurmál en íslensku viðeigandi þjónustu í skólakerfinu. Við verðum að fara hugsa um hvað sé best fyrir börnin og hvernig við getum leyst þær áskoranir sem mæta okkur. Við þurfum að bretta upp ermar og ljúka þessari vinnu! Þetta verkefni er á ábyrgð bæði ríkis og sveitarfélaga og við þurfum að komast að niðurstöðu, ekki seinna en í gær. Ábyrgð sveitarfélaga felst í því að búa til líkan og vinna grunnvinnu. Ábyrgð ríkisins er að veita fjármagnið sem þarf til að gera vinnuna að raunveruleika. Það er ekki boðlegt að bjóða fólki að setjast að á Íslandi og segjast ætla hjálpa þeim en ætla svo ekki veita þeim þann stuðning sem þau þurfa til menntunar. Það má segja að stefnuleysi stjórnvalda til margra ára í þessu málaflokki sé sökudólgurinn. Ég vil aftur á móti meina að þetta snúist frekar um vanþekkingu og slaka forgangsröðun. Okkur skortir jafnframt þekkingu í stjórnsýslunni til að leysa flókin mál en ásamt því vantar okkur rétta forgangsröðun í verkefnum. Börn eru framtíð okkar allra. Velferð okkar er háð því hvernig við styðjum við börnin á þeirra yngri árum og undirbúum þau til að geta tekið við af okkur. Höfundur er stjórnmálafræðingur og eigandi IZO ráðgjöf, sérfræðingur í málefnum innflytjenda og flóttabarna. Höfundur er sjálf innflytjandi og flóttabarn.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun