Andleg heilsa unga fólksins og áhrif samfélagsmiðla Halla Tómasdóttir skrifar 22. apríl 2024 15:01 Fyrir nokkrum árum hringdi dóttir mín í mig, þá á fyrsta ári í háskólanámi og sagði mér að hún hygðist skipta um námsbraut. Hún ætlaði að læra sálfræði því átta af hverjum tíu vinum hennar væru að kljást við kvíða, þunglyndi og aðrar áskoranir hvað varðaði andlega heilsu. Hana langaði til að hjálpa þeim, því þetta væri í reynd alvarlegasti heimsfaraldur okkar tíma. Við höfum síðan rætt mikið saman um þessi mál, reynt að átta okkur á helstu ástæðum þessarar stöðu og hvað sé til ráða. Þó orsakirnar séu af ýmsum toga, erum við mæðgur sammála um að aukin skjánotkun barna og ungs fólks og of mikill tími á samfélagsmiðlum hefur haft afdrifarík áhrif á andlega heilsu unga fólksins. Þessi veruleiki hefur dregið úr mikilvægum tíma í návist annars fólks og því einmanaleiki aukist, ungt fólk les minna, ver minni tíma úti í náttúrunni og sefur verr vegna sítengingar í gegnum síma og samfélagsmiðla. Í nýrri bók eftir Jonathan Haidt, prófessor í félagssálfræði við New York háskólann, er að finna sláandi niðurstöður sem styðja þessa niðurstöðu. Unglingarnir okkar eyða nú að meðaltali 5 klukkutímum á dag á samfélagsmiðlum, 9 klukkutímum í skjánotkun og fá 237 tilkynningar í símann sinn daglega. 95% unglinga eru virk á samfélagsmiðlum og 33% eru næstum því stöðugt tengd þeim. Jonathan segir að á árunum 2010-2015, þegar snjallsímar urðu að staðalbúnaði og samfélagsmiðlar hönnuðu ávanabindandi algorythma hafi markað endalok eðlilegs uppvaxtar barna og unglinga. Í stað þess að alast uppí leik, úti sem inni og í góðum tengslum við aðra, hafi líf unga fólksins okkar færst yfir í skjá- og samfélagsmiðlaumhverfi sem hefur svo skaðleg áhrif á þau að kvíði, þunglyndi og sjálfskaði hefur meira en tvöfaldast. Jonathan segir að við höfum verndað börnin okkar of mikið í raunheimum, en of lítið í online heimum. Í samtali við foreldra og ungt fólk um allt land, virðist mér að þessi vandi sé flestum augljós. En hvað er til ráða? Jonathan leggur til fjórar aðgerðir til úrbóta. Í fyrsta lagi segir hann að börn ættu ekki að fá snjallsíma fyrr en í fyrsta lagi í menntaskóla. Í öðru lagi ættu börn ekki að vera á samfélagsmiðlum fyrir 16 ára aldur. Í þriðja lagi leggur hann til skóla án snjallsíma. Síðast en ekki síst leggur hann til að börnin fái meira frelsi og sjálfstæði og ábyrgð í raunheinum. Allt eru þetta góð ráð, en til að það takist að ná um þau samstöðu þarf samfélagslegt átak, því unga fólkið okkar segist sjálft ekki geta dregið úr ávanabindandi samfélagsmiðla notkun nema að aðrir geri það líka. Það er von mín að skólar, foreldrar og íslenskt samfélag komi saman að átaki í þessum málum. Þegar unga fólkinu okkar líður ekki vil, líður engu okkar vel. Ég myndi líka leggja til samtal um samfélagsþjónustu ungs fólks. Það myndi gera unga fólkinu okkar sem og samfélaginu gott að verja ári af ævi sinni í þjónustu fyrir okkar góða samfélag. Höfundur er frambjóðandi til embættis forseta Íslands 2024. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Forsetakosningar 2024 Samfélagsmiðlar Börn og uppeldi Halla Tómasdóttir Mest lesið Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Fyrir nokkrum árum hringdi dóttir mín í mig, þá á fyrsta ári í háskólanámi og sagði mér að hún hygðist skipta um námsbraut. Hún ætlaði að læra sálfræði því átta af hverjum tíu vinum hennar væru að kljást við kvíða, þunglyndi og aðrar áskoranir hvað varðaði andlega heilsu. Hana langaði til að hjálpa þeim, því þetta væri í reynd alvarlegasti heimsfaraldur okkar tíma. Við höfum síðan rætt mikið saman um þessi mál, reynt að átta okkur á helstu ástæðum þessarar stöðu og hvað sé til ráða. Þó orsakirnar séu af ýmsum toga, erum við mæðgur sammála um að aukin skjánotkun barna og ungs fólks og of mikill tími á samfélagsmiðlum hefur haft afdrifarík áhrif á andlega heilsu unga fólksins. Þessi veruleiki hefur dregið úr mikilvægum tíma í návist annars fólks og því einmanaleiki aukist, ungt fólk les minna, ver minni tíma úti í náttúrunni og sefur verr vegna sítengingar í gegnum síma og samfélagsmiðla. Í nýrri bók eftir Jonathan Haidt, prófessor í félagssálfræði við New York háskólann, er að finna sláandi niðurstöður sem styðja þessa niðurstöðu. Unglingarnir okkar eyða nú að meðaltali 5 klukkutímum á dag á samfélagsmiðlum, 9 klukkutímum í skjánotkun og fá 237 tilkynningar í símann sinn daglega. 95% unglinga eru virk á samfélagsmiðlum og 33% eru næstum því stöðugt tengd þeim. Jonathan segir að á árunum 2010-2015, þegar snjallsímar urðu að staðalbúnaði og samfélagsmiðlar hönnuðu ávanabindandi algorythma hafi markað endalok eðlilegs uppvaxtar barna og unglinga. Í stað þess að alast uppí leik, úti sem inni og í góðum tengslum við aðra, hafi líf unga fólksins okkar færst yfir í skjá- og samfélagsmiðlaumhverfi sem hefur svo skaðleg áhrif á þau að kvíði, þunglyndi og sjálfskaði hefur meira en tvöfaldast. Jonathan segir að við höfum verndað börnin okkar of mikið í raunheimum, en of lítið í online heimum. Í samtali við foreldra og ungt fólk um allt land, virðist mér að þessi vandi sé flestum augljós. En hvað er til ráða? Jonathan leggur til fjórar aðgerðir til úrbóta. Í fyrsta lagi segir hann að börn ættu ekki að fá snjallsíma fyrr en í fyrsta lagi í menntaskóla. Í öðru lagi ættu börn ekki að vera á samfélagsmiðlum fyrir 16 ára aldur. Í þriðja lagi leggur hann til skóla án snjallsíma. Síðast en ekki síst leggur hann til að börnin fái meira frelsi og sjálfstæði og ábyrgð í raunheinum. Allt eru þetta góð ráð, en til að það takist að ná um þau samstöðu þarf samfélagslegt átak, því unga fólkið okkar segist sjálft ekki geta dregið úr ávanabindandi samfélagsmiðla notkun nema að aðrir geri það líka. Það er von mín að skólar, foreldrar og íslenskt samfélag komi saman að átaki í þessum málum. Þegar unga fólkinu okkar líður ekki vil, líður engu okkar vel. Ég myndi líka leggja til samtal um samfélagsþjónustu ungs fólks. Það myndi gera unga fólkinu okkar sem og samfélaginu gott að verja ári af ævi sinni í þjónustu fyrir okkar góða samfélag. Höfundur er frambjóðandi til embættis forseta Íslands 2024.
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun