Katrín og Gunnar Sævar Þór Jónsson skrifar 22. apríl 2024 15:30 Það var áhugavert að fylgjast með því þegar Katrín Jakobsdóttir baðst lausnar sem forsætisráðherra til þess að fara í forsetaslaginn. Ég hafði nokkru áður skrifað grein á visi.is þar sem ég fjallað um stöðuna hjá Vinstri grænum og afleiðinganna sem núverandi stjórnarsamstarf hefur haft á fylgi flokksins. Það má segja að Katrín hafi verið að stýra sökkvandi skipi og borið fulla ábyrgð á ástandi skipsins sem formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs. Gríðarleg óánægja hefur verið um hennar störf sem forsætisráðherra og eru það aðalleg hennar eigin kjósendur sem hafa misst trúna á hana sem leiðtoga. Skyldi engan furða þegar gætt er að þeim loforðum og prinsip-málum sem hún og hennar flokkur hafa staðið fyrir í gegnum tíðina en svikið þegar á valdastól var komið. Það er kannski erfitt að fullyrða um allt það sem ekki varð eins og átti að verða þegar kemur að sýn hennar og hennar flokks á forgangsmál og hvað í reynd var ákveðið í stjórnarsáttmálanum. Það breytir því ekki að lítið hefur farið fyrir staðfestu og áræðni í því að fylgja málum eftir og standa fast á sínum hugsjónum. Af þeim sökum er eðilegt að velta því fyrir sér hvers vegna forsetatíð Katrínar, verði hún kosin, ætti að verða einhverju betri. Væri ekki sama hættan á því að hún lét sína fyrrverandi samstarfsfélaga í pólitík hafa áhrif á skoðanir sínar, eins virðist hafa verið uppi á teningnum í forsætisráðherratíð hennar. Gæti hún staðið á sínum prinsip-málum þannig að hún léti ekki formenn stjórnmálaflokkanna hafa áhrif á sig? Þessu þarf að velta fyrir sér og hennar hlutverki sem forseta og störf forseta óháð því hvað formenn flokkanna vilja, sérstaklega fyrrverandi samstarfsflokka. Hvers vegna eiga svo kjósendur að kjósa hana sem forseta ef hún stóð sig ekki í stykkinu sem forsætisráðherra? Eiga þeir kjósendur sem gáfu henni atkvæði sitt síðast en geta í dag ekki sætt sig við fylgistap Vinstri grænna og svikin loforð að gleyma öllu og kjósa hana nú á nýjan leik eins og ekkert hafi í skorist? Þetta minnir að nokkru leiti á þetta gamla Ísland og þá stéttskiptingu sem var lengi við lýði þar sem ákveðin valda elíta taldi sig hafa óskrifaðan rétt til að velja sér embætti og störf. Má nefna mann eins og Gunnar Toroddsen sem virtist hafa geta valið hvar hann vildi vera, hvort sem það var háskólaprófessor, borgarstjóri, ráðherra eða hæstaréttardómari og virtist geta farið fram og til baka á milli starfa. Í dag á þetta ekki að virka svona. Það að Katrín telji sig hafa það brautargengi sem til þarf til að verða forseti finnst mér endurspegla ákveðinn hroka stjórnmálaelítu sem telur sig eiga tilkall í stað þess að spyrja í auðmýkt: hvað hef ég fram að færa og hvert er mitt framlag? Það á ekki að vera sjálfgefið að einstaklingar geti stokkið úr Stjórnarráðinu og á Bessastaði. Ég tel það varhugavert ef sú verður þróun mála. Kjósendur þurfa að passa að svo verði ekki. Það alla vegna ljóst að nú þurfa kjósendur að meta störf Katrínar í heild sinni þegar kemur að ákveða hvort hún sé starfinu vaxin og hvort hún njóti nægilegs trausts til þess að gegna því starfi. Líklega hafa fylgjendur Sjálfstæðisflokksins meiri hagsmuni en minni af því að fá hana í embætti forseta enda ljóst að hún hefur þjónað þeim flokki vel sem forsætisráðherra og heldur því kannski áfram verði hún kosin forseti Íslands. Höfundur er hæstaréttarlögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sævar Þór Jónsson Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Halldór 03.05.2025 Halldór Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það var áhugavert að fylgjast með því þegar Katrín Jakobsdóttir baðst lausnar sem forsætisráðherra til þess að fara í forsetaslaginn. Ég hafði nokkru áður skrifað grein á visi.is þar sem ég fjallað um stöðuna hjá Vinstri grænum og afleiðinganna sem núverandi stjórnarsamstarf hefur haft á fylgi flokksins. Það má segja að Katrín hafi verið að stýra sökkvandi skipi og borið fulla ábyrgð á ástandi skipsins sem formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs. Gríðarleg óánægja hefur verið um hennar störf sem forsætisráðherra og eru það aðalleg hennar eigin kjósendur sem hafa misst trúna á hana sem leiðtoga. Skyldi engan furða þegar gætt er að þeim loforðum og prinsip-málum sem hún og hennar flokkur hafa staðið fyrir í gegnum tíðina en svikið þegar á valdastól var komið. Það er kannski erfitt að fullyrða um allt það sem ekki varð eins og átti að verða þegar kemur að sýn hennar og hennar flokks á forgangsmál og hvað í reynd var ákveðið í stjórnarsáttmálanum. Það breytir því ekki að lítið hefur farið fyrir staðfestu og áræðni í því að fylgja málum eftir og standa fast á sínum hugsjónum. Af þeim sökum er eðilegt að velta því fyrir sér hvers vegna forsetatíð Katrínar, verði hún kosin, ætti að verða einhverju betri. Væri ekki sama hættan á því að hún lét sína fyrrverandi samstarfsfélaga í pólitík hafa áhrif á skoðanir sínar, eins virðist hafa verið uppi á teningnum í forsætisráðherratíð hennar. Gæti hún staðið á sínum prinsip-málum þannig að hún léti ekki formenn stjórnmálaflokkanna hafa áhrif á sig? Þessu þarf að velta fyrir sér og hennar hlutverki sem forseta og störf forseta óháð því hvað formenn flokkanna vilja, sérstaklega fyrrverandi samstarfsflokka. Hvers vegna eiga svo kjósendur að kjósa hana sem forseta ef hún stóð sig ekki í stykkinu sem forsætisráðherra? Eiga þeir kjósendur sem gáfu henni atkvæði sitt síðast en geta í dag ekki sætt sig við fylgistap Vinstri grænna og svikin loforð að gleyma öllu og kjósa hana nú á nýjan leik eins og ekkert hafi í skorist? Þetta minnir að nokkru leiti á þetta gamla Ísland og þá stéttskiptingu sem var lengi við lýði þar sem ákveðin valda elíta taldi sig hafa óskrifaðan rétt til að velja sér embætti og störf. Má nefna mann eins og Gunnar Toroddsen sem virtist hafa geta valið hvar hann vildi vera, hvort sem það var háskólaprófessor, borgarstjóri, ráðherra eða hæstaréttardómari og virtist geta farið fram og til baka á milli starfa. Í dag á þetta ekki að virka svona. Það að Katrín telji sig hafa það brautargengi sem til þarf til að verða forseti finnst mér endurspegla ákveðinn hroka stjórnmálaelítu sem telur sig eiga tilkall í stað þess að spyrja í auðmýkt: hvað hef ég fram að færa og hvert er mitt framlag? Það á ekki að vera sjálfgefið að einstaklingar geti stokkið úr Stjórnarráðinu og á Bessastaði. Ég tel það varhugavert ef sú verður þróun mála. Kjósendur þurfa að passa að svo verði ekki. Það alla vegna ljóst að nú þurfa kjósendur að meta störf Katrínar í heild sinni þegar kemur að ákveða hvort hún sé starfinu vaxin og hvort hún njóti nægilegs trausts til þess að gegna því starfi. Líklega hafa fylgjendur Sjálfstæðisflokksins meiri hagsmuni en minni af því að fá hana í embætti forseta enda ljóst að hún hefur þjónað þeim flokki vel sem forsætisráðherra og heldur því kannski áfram verði hún kosin forseti Íslands. Höfundur er hæstaréttarlögmaður.
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun