Kristrún segir ríkisstjórnina vilja gefa auðlindir þjóðarinnar Jakob Bjarnar skrifar 22. apríl 2024 15:39 Kristrún segir frumvarpið sem Bjarkey mun mæla fyrir á morgun vera algerlega út úr öllu korti, til standi að veita sjókvíaeldismönnum leyfi um ókomna tíð. vísir/vilhelm Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, hjólaði í Bjarkey Olsen Gunnarsdóttur, nýjan matvælaráðherra, í óundirbúnum fyrirspurnartíma nú rétt í þessu. Hún hélt því fram að frumvarp sem Bjarkey mælir fyrir á morgun gangi út á að gefa sjókvíaeldisfyrirtækjum firðina um aldur og ævi. „Lengi getur vont versnað hjá hæstvirtri ríkisstjórn. Nú ætlar þessi ríkisstjórn að gefa auðlindir þjóðarinnar — eða nánar tiltekið: Ríkisstjórnin ætlar að afhenda fiskeldisfyrirtækjum firðina okkar, varanlega. Með ótímabundnum rekstrarleyfum — sem hafa hingað til verið tímabundin, til 16 ára í senn og með möguleika á framlengingu að þeim tíma liðnum,“ sagði Kristrún. Núverandi lög um fiskeldi eru frá árin 2008. Telji Matvælastofnun að umsókn um rekstrarleyfi fullnægi ekki skilyrðum laganna eftir auglýsingu um tillögu að rekstrarleyfi skal stofnunin gefa út rekstrarleyfi til 16 ára. Nýja frumvarpið um lagareldi kveður á um ótímabundin rekstrarleyfi. “Uppfylli rekstrarleyfishafi öll skilyrði laga þessara og reglna settra með stoð í þeim skal rekstrarleyfi til sjókvíaeldis vera ótímabundið,” segir í greinargerð með frumvarpinu sem Bjarkey ætlar að leggja fram á morgun. Kristrún taldi ríkisstjórnina komna langt út af veginum. Hún sagði að nær öll þessi leyfi hafi verið gefin út án eldurgjalds á sínum tíma. En engu að síður ætli ríkisstjórnin núna að breyta lögum þannig að öll þessi rekstrarleyfi verði ótímabundin, og þar á meðal leyfi sem þegar hafa verið veitt, án endurgjalds. „Hvað gengur fólki eiginlega til?“ spurði Kristrún. Laxeldisfyrirtæki eignast firðina um aldur og ævi Kristrún sagði að Bjarkey hygðist mæla fyrir þessu frumvarpi á morgun. Og hafi hún tekið við þessu máli frá tveimur fyrrverandi matvælaráðherrum — fyrrverandi og núverandi foringjum Vinstri grænna. „Þetta sé stjórnmálaflokkur sem hefur á tyllidögum talað um „þjóðareign auðlinda“ — og mikilvægi þess að taka upp ákvæði um þjóðareign auðlinda í stjórnarskrá, að vísu án árangurs. Hvers konar þjóðareign er það að gefa þessi leyfi með varanlegum hætti til einkaaðila? Hver eru rökin?“ Kristrún spurði hvað hafi breyst? Af hverju mega þessi leyfi ekki vera tímabundin eins og flest önnur nýtingarleyfi á náttúruauðlindum? Meira að segja orkufyrirtæki fá ekki nema tímabundin rekstrarleyfi. „Ég spyr: Telur hæstvirtur ráðherra að það verði sátt um það í íslensku samfélagi að gefa laxeldisfyrirtækjum leyfi til að nota firðina okkar um aldur og ævi? Haldið þið í alvörunni að þjóðin geti sætt sig við þetta — að þetta sé leiðin til að skapa samfélagslega sátt um þessa atvinnugrein, og áframhaldandi vöxt og verðmætasköpun?” Var ráðherra að viðurkenna mistök frá upphafi vega? Bjarkey sagði að það hafi borið á því í umræðunni og þess hafi sést staður í fjölmiðlum að það stæði til að gefa firðina. Og löggjöfin væri óljós varðandi þessi atriði. Bjarkey vildi hins vegar meina að matvælaráðuneytið vildi taka af allan vafa um hvort rekstrarleyfið væri ótímabundið. Að það væru takmarkaðar heimildir að synja fyrirtæki starfsleyfi ef það stæði sig ekki, í raun litlar heimildir til afturköllunar rekstrarleyfa. Hún sagði það svo í dag að rekstrarleyfishafi gæti farið á svig við skyldur og það væri erfitt að stöðva slíka atvinnustarfsemi innan þess 16 ára ramma sem frumvarpið sem Bjarkey ætlar að mæla fyrir á morgun, ætlunin sé að ná betur utan um þetta og að auðveldara að bregðast við ef frávik verða í rekstri. Kristrún sagði að hún heyrði ekki betur en að Bjarkey væri að viðurkenna að ríkisstjórnin hafi gert mistök frá upphafi og lagt í þá vegferð að útdeila ótímabundnum leyfum. Hvort ekki væri nú nær að takmarka leyfin í stað þess að gera þau ótímabundin? Bjarkey sagði að málið ætti eftir að fara fyrir nefnd og það kæmu þá þar fram sjónarmið sem þurfa þykir og hægt að bregðast við þar og þá. Sjókvíaeldi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Fiskeldi Loftslagsmál Dýr Umhverfismál Tengdar fréttir „Gulrætur og svipur“ í nýjum ramma fyrir lagareldi Fyrsta heildstæða stefnan um sjókvíaeldi og annars konar eldi var birt í dag. Ráðherra segir greinina hafa vaxið umfram regluvert og það löngu tímabært að setja greinina í góðan ramma. 4. október 2023 21:00 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira
„Lengi getur vont versnað hjá hæstvirtri ríkisstjórn. Nú ætlar þessi ríkisstjórn að gefa auðlindir þjóðarinnar — eða nánar tiltekið: Ríkisstjórnin ætlar að afhenda fiskeldisfyrirtækjum firðina okkar, varanlega. Með ótímabundnum rekstrarleyfum — sem hafa hingað til verið tímabundin, til 16 ára í senn og með möguleika á framlengingu að þeim tíma liðnum,“ sagði Kristrún. Núverandi lög um fiskeldi eru frá árin 2008. Telji Matvælastofnun að umsókn um rekstrarleyfi fullnægi ekki skilyrðum laganna eftir auglýsingu um tillögu að rekstrarleyfi skal stofnunin gefa út rekstrarleyfi til 16 ára. Nýja frumvarpið um lagareldi kveður á um ótímabundin rekstrarleyfi. “Uppfylli rekstrarleyfishafi öll skilyrði laga þessara og reglna settra með stoð í þeim skal rekstrarleyfi til sjókvíaeldis vera ótímabundið,” segir í greinargerð með frumvarpinu sem Bjarkey ætlar að leggja fram á morgun. Kristrún taldi ríkisstjórnina komna langt út af veginum. Hún sagði að nær öll þessi leyfi hafi verið gefin út án eldurgjalds á sínum tíma. En engu að síður ætli ríkisstjórnin núna að breyta lögum þannig að öll þessi rekstrarleyfi verði ótímabundin, og þar á meðal leyfi sem þegar hafa verið veitt, án endurgjalds. „Hvað gengur fólki eiginlega til?“ spurði Kristrún. Laxeldisfyrirtæki eignast firðina um aldur og ævi Kristrún sagði að Bjarkey hygðist mæla fyrir þessu frumvarpi á morgun. Og hafi hún tekið við þessu máli frá tveimur fyrrverandi matvælaráðherrum — fyrrverandi og núverandi foringjum Vinstri grænna. „Þetta sé stjórnmálaflokkur sem hefur á tyllidögum talað um „þjóðareign auðlinda“ — og mikilvægi þess að taka upp ákvæði um þjóðareign auðlinda í stjórnarskrá, að vísu án árangurs. Hvers konar þjóðareign er það að gefa þessi leyfi með varanlegum hætti til einkaaðila? Hver eru rökin?“ Kristrún spurði hvað hafi breyst? Af hverju mega þessi leyfi ekki vera tímabundin eins og flest önnur nýtingarleyfi á náttúruauðlindum? Meira að segja orkufyrirtæki fá ekki nema tímabundin rekstrarleyfi. „Ég spyr: Telur hæstvirtur ráðherra að það verði sátt um það í íslensku samfélagi að gefa laxeldisfyrirtækjum leyfi til að nota firðina okkar um aldur og ævi? Haldið þið í alvörunni að þjóðin geti sætt sig við þetta — að þetta sé leiðin til að skapa samfélagslega sátt um þessa atvinnugrein, og áframhaldandi vöxt og verðmætasköpun?” Var ráðherra að viðurkenna mistök frá upphafi vega? Bjarkey sagði að það hafi borið á því í umræðunni og þess hafi sést staður í fjölmiðlum að það stæði til að gefa firðina. Og löggjöfin væri óljós varðandi þessi atriði. Bjarkey vildi hins vegar meina að matvælaráðuneytið vildi taka af allan vafa um hvort rekstrarleyfið væri ótímabundið. Að það væru takmarkaðar heimildir að synja fyrirtæki starfsleyfi ef það stæði sig ekki, í raun litlar heimildir til afturköllunar rekstrarleyfa. Hún sagði það svo í dag að rekstrarleyfishafi gæti farið á svig við skyldur og það væri erfitt að stöðva slíka atvinnustarfsemi innan þess 16 ára ramma sem frumvarpið sem Bjarkey ætlar að mæla fyrir á morgun, ætlunin sé að ná betur utan um þetta og að auðveldara að bregðast við ef frávik verða í rekstri. Kristrún sagði að hún heyrði ekki betur en að Bjarkey væri að viðurkenna að ríkisstjórnin hafi gert mistök frá upphafi og lagt í þá vegferð að útdeila ótímabundnum leyfum. Hvort ekki væri nú nær að takmarka leyfin í stað þess að gera þau ótímabundin? Bjarkey sagði að málið ætti eftir að fara fyrir nefnd og það kæmu þá þar fram sjónarmið sem þurfa þykir og hægt að bregðast við þar og þá.
Sjókvíaeldi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Fiskeldi Loftslagsmál Dýr Umhverfismál Tengdar fréttir „Gulrætur og svipur“ í nýjum ramma fyrir lagareldi Fyrsta heildstæða stefnan um sjókvíaeldi og annars konar eldi var birt í dag. Ráðherra segir greinina hafa vaxið umfram regluvert og það löngu tímabært að setja greinina í góðan ramma. 4. október 2023 21:00 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira
„Gulrætur og svipur“ í nýjum ramma fyrir lagareldi Fyrsta heildstæða stefnan um sjókvíaeldi og annars konar eldi var birt í dag. Ráðherra segir greinina hafa vaxið umfram regluvert og það löngu tímabært að setja greinina í góðan ramma. 4. október 2023 21:00