Katrín og Baldur takast enn á um forystuna Heimir Már Pétursson skrifar 22. apríl 2024 19:41 Katrín Jakobsdóttir og Baldur Þórhallsson takast á um forystusætið og Jón Gnarr og Hulda Hrund Logadóttir um þriðja sætið samkvæmt nýjustu könnun Prósents fyrir Morgunblaðið. Grafík/Sara Flestir ætla að kjósa Katrínu Jakobsdóttur og Baldur Þórhallsson samkvæmt fimm skoðanakönnunum sem birtar hafa verið síðast liðinn hálfan mánuð. Halla Hrund Logadóttir er farin að narta í hælana á Jóni Gnarr í þriðja sætinu. Samkvæmt nýjustu könnun Prósents fyrir Morgunblaðið í dag fengi Baldur Þórhallsson mesta fylgið eða 27,2 prósent og Katrín Jakobsdóttir næst mesta fylgið með 23,8 og telst munurinn á þeim ekki marktækur. Baldur hefur nú mælst efstur í tveimur könnunum Prósents, en Katrín efst í einni Gallup könnun og tveimur könnunum Maskínu. Í könnunum Maskínu var Katrín með marktækt forskot á Baldur. Hér sést samanburður á síðustu könnun Maskínu frá 18. apríl og nýjustu könnun Prósents frá í dag fyrir þá sjö frambjóðendur sem mælast með meira en tveggja prósenta fylgi. Lengst til hægri er samanlagt fylgi annarra frambjóðenda.Grafík/Sara Halla Hrund Logadóttir sækir hins vegar í sig veðrið í nýjustu könnun Prósents þar sem hún mælist með 18 prósent og fer upp fyrir Jón Gnarr sem mælist með 17,2 prósent. Halla Tómasdóttir mælist með 5,8 prósent og aðrir mælast með minna en þrjú prósent. Hér sést hvernig kannanir Prósents skera sig úr könnunum Maskínu og Gallups varðandi fylgi Baldurs og Katrínar.Grafík/Sara Fróðlegt er að skoða þróun fylgis fjögurra efstu frambjóðendanna í þeim fimm könnunum sem birst hafa frá 8. apríl til dagsins í dag. Katrín hefur mest farið í 32,9 prósent í fyrstu könnun Maskínu og hefur síðan verið í eða við 30 prósentin nema hjá Prósenti þar sem hún var annars vegar með 25,3 prósent og 23,8 prósent hins vegar. Þessu er nánast öfugt farið hjá Baldri sem mældist með 26,7 prósent í fyrstu könnun Maskínu og mældist með mesta fylgið í könnun Prósents fyrir viku þegar hann var með 29,5 prósent og 27,2 prósent í dag. Jón Gnarr sat einn að þriðja sætinu með 18 til rúm 19 prósent þar til í könnun Prósents í dag. Halla Hrund hefur stöðugt bætt við sig fylgi milli kannanna. Byrjaði með 7,3 prósent hjá Maskínu, viku síðar með 12 prósent hjá Prósenti, með 10,5 hjá Maskínu hinn 18. apríl og 18 prósent hjá Prósenti í dag. Samkvæmt síðast nefndu könnuninni er ekki lengur marktækur munur á Höllu Hrund og Jóni Gnarr. Forsetakosningar 2024 Skoðanakannanir Tengdar fréttir Ásdís Rán búin að safna undirskriftum Ásdís Rán Gunnarsdóttir, einnig þekkt sem Ísdrottningin, hefur safnað tilskildum fjölda undirskrifta til þess að geta formlega boðið sig fram til forseta. 22. apríl 2024 15:47 Stefnir í spennandi forsetakosningar Halla Hrund Logadóttir bætir við sig miklu fylgi samkvæmt nýrri könnun Prósents fyrir Morgunblaðið þar sem Baldur Þórhallsson nýtur mest fylgis. Stjórnmálafræðingur segir hægt að lesa það eitt út úr könnunum undanfarnar vikur að forsetakosningarnar verði mjög spennandi. 22. apríl 2024 12:25 Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Fleiri fréttir Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu Sjá meira
Samkvæmt nýjustu könnun Prósents fyrir Morgunblaðið í dag fengi Baldur Þórhallsson mesta fylgið eða 27,2 prósent og Katrín Jakobsdóttir næst mesta fylgið með 23,8 og telst munurinn á þeim ekki marktækur. Baldur hefur nú mælst efstur í tveimur könnunum Prósents, en Katrín efst í einni Gallup könnun og tveimur könnunum Maskínu. Í könnunum Maskínu var Katrín með marktækt forskot á Baldur. Hér sést samanburður á síðustu könnun Maskínu frá 18. apríl og nýjustu könnun Prósents frá í dag fyrir þá sjö frambjóðendur sem mælast með meira en tveggja prósenta fylgi. Lengst til hægri er samanlagt fylgi annarra frambjóðenda.Grafík/Sara Halla Hrund Logadóttir sækir hins vegar í sig veðrið í nýjustu könnun Prósents þar sem hún mælist með 18 prósent og fer upp fyrir Jón Gnarr sem mælist með 17,2 prósent. Halla Tómasdóttir mælist með 5,8 prósent og aðrir mælast með minna en þrjú prósent. Hér sést hvernig kannanir Prósents skera sig úr könnunum Maskínu og Gallups varðandi fylgi Baldurs og Katrínar.Grafík/Sara Fróðlegt er að skoða þróun fylgis fjögurra efstu frambjóðendanna í þeim fimm könnunum sem birst hafa frá 8. apríl til dagsins í dag. Katrín hefur mest farið í 32,9 prósent í fyrstu könnun Maskínu og hefur síðan verið í eða við 30 prósentin nema hjá Prósenti þar sem hún var annars vegar með 25,3 prósent og 23,8 prósent hins vegar. Þessu er nánast öfugt farið hjá Baldri sem mældist með 26,7 prósent í fyrstu könnun Maskínu og mældist með mesta fylgið í könnun Prósents fyrir viku þegar hann var með 29,5 prósent og 27,2 prósent í dag. Jón Gnarr sat einn að þriðja sætinu með 18 til rúm 19 prósent þar til í könnun Prósents í dag. Halla Hrund hefur stöðugt bætt við sig fylgi milli kannanna. Byrjaði með 7,3 prósent hjá Maskínu, viku síðar með 12 prósent hjá Prósenti, með 10,5 hjá Maskínu hinn 18. apríl og 18 prósent hjá Prósenti í dag. Samkvæmt síðast nefndu könnuninni er ekki lengur marktækur munur á Höllu Hrund og Jóni Gnarr.
Forsetakosningar 2024 Skoðanakannanir Tengdar fréttir Ásdís Rán búin að safna undirskriftum Ásdís Rán Gunnarsdóttir, einnig þekkt sem Ísdrottningin, hefur safnað tilskildum fjölda undirskrifta til þess að geta formlega boðið sig fram til forseta. 22. apríl 2024 15:47 Stefnir í spennandi forsetakosningar Halla Hrund Logadóttir bætir við sig miklu fylgi samkvæmt nýrri könnun Prósents fyrir Morgunblaðið þar sem Baldur Þórhallsson nýtur mest fylgis. Stjórnmálafræðingur segir hægt að lesa það eitt út úr könnunum undanfarnar vikur að forsetakosningarnar verði mjög spennandi. 22. apríl 2024 12:25 Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Fleiri fréttir Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu Sjá meira
Ásdís Rán búin að safna undirskriftum Ásdís Rán Gunnarsdóttir, einnig þekkt sem Ísdrottningin, hefur safnað tilskildum fjölda undirskrifta til þess að geta formlega boðið sig fram til forseta. 22. apríl 2024 15:47
Stefnir í spennandi forsetakosningar Halla Hrund Logadóttir bætir við sig miklu fylgi samkvæmt nýrri könnun Prósents fyrir Morgunblaðið þar sem Baldur Þórhallsson nýtur mest fylgis. Stjórnmálafræðingur segir hægt að lesa það eitt út úr könnunum undanfarnar vikur að forsetakosningarnar verði mjög spennandi. 22. apríl 2024 12:25