Vonast til að afgreiða hvalveiðileyfi eins hratt og mögulegt er Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 22. apríl 2024 17:53 Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra tjáði sig um stöðu hvalveiðileyfa í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Vísir/Samsett Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra vonast til þess að afgreiða umsóknir um leyfi til langreyða og hrefnu eins hratt og hún mögulega getur. Enginn ákveðinn málsmeðferðartími sé í lögum um hvalveiðar og hún hafi ákveðið að gefa sér tíma til að fara vel yfir málið þar sem engin launung sé um það að miklar og skiptar skoðanir séu á hvalveiðum. Þetta sagði hún í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi fyrr í dag. Teitur Björn Einarsson þingmaður spurði Bjarkeyju hvað skýrði það að erindinu, sem hefur legið fyrir frá í janúar, hafi enn ekki verið svarað. „Það er margt í þessu sem þarf að huga að. Auk þess að taka afstöðu til þessara fyrirliggjandi umsókna þarf líka að gefa út viðauka við reglugerð um hvalveiðar um leyfilegt heildarveiðimagn ársins, af því að hv. þingmaður kom inn á það. Þessi viðauki byggir á ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar sem rann út núna um áramótin á sama tíma og þau leyfi sem þá runnu út. Það er í rauninni margt sem verið er að draga saman,“ segir Bjarkey. Hún tekur fram að veikindi forvera hennar, Svandísar Svavarsdóttur, hafi auðvitað haft áhrif á málsmeðferðartímann og einnig að hún hafi viljað verja góðum tíma til að fara yfir málið. „Ég hef sagt að ég hyggist reyna að hraða því að fá til mín öll þau gögn sem ég tel að ég þurfi til að taka ákvörðun um þetta þannig að vel megi vera og ég vonast til þess að það gerist bara núna tiltölulega fljótlega. Þó að ég geti ekki lofað því nákvæmlega,“ segir Bjarkey en tekur fram að hún geti ekki lofað að það verði afgreitt innan neinnar ákveðinnar dagsetningar en að hún vilji temja sér þá stjórnsýslu að afgreiða mál eins hratt og mögulegt er. Lögin ekki nægjanlega skýr Teitur Björn fór þá aftur upp í ræðustól og benti á að málshraðareglan sé grundvallarregla til að tryggja réttindi borgara gagnvart stjórnvöldum og fyrirbyggja að stjórnvöld valdi tjóni með ómálefnalegum töfum. „Ég vil líka að lokum, frú forseti, spyrja hæstvirtan ráðherra hvort það sé ekki alveg ljóst að atvinna og hagsmunir fjölda fólks eru í húfi, að nærsamfélaginu, auk fyrirtækja sem þjónusta hvalveiðifyrirtækin, muni mikið um að starfsemi þessi fái að halda áfram í sumar,“ spyr Teitur. Bjarkey sagðist þá vilja árétta að það sé snúið fyrir nýjan ráðherra að setja sig inn í mál sem þessi og að búið sé að skipa starfshóp um framtíð hvalveiða. Þar verður tekið mið af áframhaldandi veiðum, takmörkun eða banni til framtíðar. „Ég held að það sé bara mikilvægt líka fyrir mig að átta mig á því, þó að það eigi ekki við um akkúrat það sem koma skal núna fyrir sumarið, að við náum betur utan um greinina en mér finnst alla vega málin standa í dag, því að það er ekkert launungarmál að lögin eru gömul og þau eru ekki að mínu mati nægjanlega skýr,“ segir Bjarkey að lokum. Hvalveiðar Hvalir Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Segir útséð um hvalveiðar í sumar Kristján Loftsson, eigandi Hvals hf, segir útséð um að hvalveiðar fari fram í sumar. Matvælaráðuneytið hefur til skoðunar að veita fyrirtækinu starfsleyfi til eins árs í senn en Kristján segir að með því sé grunnur lagður að því að gera starfsemina óstarfshæfa. 13. apríl 2024 08:40 Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Þetta sagði hún í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi fyrr í dag. Teitur Björn Einarsson þingmaður spurði Bjarkeyju hvað skýrði það að erindinu, sem hefur legið fyrir frá í janúar, hafi enn ekki verið svarað. „Það er margt í þessu sem þarf að huga að. Auk þess að taka afstöðu til þessara fyrirliggjandi umsókna þarf líka að gefa út viðauka við reglugerð um hvalveiðar um leyfilegt heildarveiðimagn ársins, af því að hv. þingmaður kom inn á það. Þessi viðauki byggir á ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar sem rann út núna um áramótin á sama tíma og þau leyfi sem þá runnu út. Það er í rauninni margt sem verið er að draga saman,“ segir Bjarkey. Hún tekur fram að veikindi forvera hennar, Svandísar Svavarsdóttur, hafi auðvitað haft áhrif á málsmeðferðartímann og einnig að hún hafi viljað verja góðum tíma til að fara yfir málið. „Ég hef sagt að ég hyggist reyna að hraða því að fá til mín öll þau gögn sem ég tel að ég þurfi til að taka ákvörðun um þetta þannig að vel megi vera og ég vonast til þess að það gerist bara núna tiltölulega fljótlega. Þó að ég geti ekki lofað því nákvæmlega,“ segir Bjarkey en tekur fram að hún geti ekki lofað að það verði afgreitt innan neinnar ákveðinnar dagsetningar en að hún vilji temja sér þá stjórnsýslu að afgreiða mál eins hratt og mögulegt er. Lögin ekki nægjanlega skýr Teitur Björn fór þá aftur upp í ræðustól og benti á að málshraðareglan sé grundvallarregla til að tryggja réttindi borgara gagnvart stjórnvöldum og fyrirbyggja að stjórnvöld valdi tjóni með ómálefnalegum töfum. „Ég vil líka að lokum, frú forseti, spyrja hæstvirtan ráðherra hvort það sé ekki alveg ljóst að atvinna og hagsmunir fjölda fólks eru í húfi, að nærsamfélaginu, auk fyrirtækja sem þjónusta hvalveiðifyrirtækin, muni mikið um að starfsemi þessi fái að halda áfram í sumar,“ spyr Teitur. Bjarkey sagðist þá vilja árétta að það sé snúið fyrir nýjan ráðherra að setja sig inn í mál sem þessi og að búið sé að skipa starfshóp um framtíð hvalveiða. Þar verður tekið mið af áframhaldandi veiðum, takmörkun eða banni til framtíðar. „Ég held að það sé bara mikilvægt líka fyrir mig að átta mig á því, þó að það eigi ekki við um akkúrat það sem koma skal núna fyrir sumarið, að við náum betur utan um greinina en mér finnst alla vega málin standa í dag, því að það er ekkert launungarmál að lögin eru gömul og þau eru ekki að mínu mati nægjanlega skýr,“ segir Bjarkey að lokum.
Hvalveiðar Hvalir Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Segir útséð um hvalveiðar í sumar Kristján Loftsson, eigandi Hvals hf, segir útséð um að hvalveiðar fari fram í sumar. Matvælaráðuneytið hefur til skoðunar að veita fyrirtækinu starfsleyfi til eins árs í senn en Kristján segir að með því sé grunnur lagður að því að gera starfsemina óstarfshæfa. 13. apríl 2024 08:40 Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Segir útséð um hvalveiðar í sumar Kristján Loftsson, eigandi Hvals hf, segir útséð um að hvalveiðar fari fram í sumar. Matvælaráðuneytið hefur til skoðunar að veita fyrirtækinu starfsleyfi til eins árs í senn en Kristján segir að með því sé grunnur lagður að því að gera starfsemina óstarfshæfa. 13. apríl 2024 08:40