Össur segir Jóni Gnarr að „hætta að væla“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 23. apríl 2024 17:35 Össur líkti orðræðu Jóns í garð Katrínar sem hegðun sem sæmdi Georgi Bjarnfreðarsyni. Vísir/Samsett Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi þingmaður og utanríkisráðherra fer ófögrum orðum um orðræðu Jóns Gnarr um framboð Katrínar Jakobsdóttur til forseta. Jóni hefur verið tíðrætt um að honum finnist óvenjulegt að sitjandi forsætisráðherra skuli bjóða sig fram og hefur kallað framboð hennar „steikt og absúrd.“ Þetta tekur Össur ekki undir og segir hann í færslu sem hann birti á síðu sína á Facebook að fólk eigi einfaldlega að hafa val. Vilji menn einstakling með „djúpa reynslu líkt og Ólafur Ragnar eða Katrín Jakobsdóttir“ eigi þeir að hafa frelsi til að geta valið slíkan frambjóðanda. „Ef þeir vilja fremur fyndinn kall sem segist ekki ætla að vera trúður á Bessastöðum en kallar sig nú þegar með sögulegri íroníu „Jón forseta“ þá eiga þeir endilega að kjósa hann,“ segir Össur. Gnafinn eins og Georg Bjarnfreðarson Össur spyr sig hverjir megi þá bjóða sig fram til forseta fyrst fyrrverandi forsætisráðherra megi það ekki. „Mega t.d. fyndnu kallarnir sem hafa í tvo áratugi verið vinsælustu grínistar sjónvarpa og útvarpa og eru líklega jafn þekktir og helstu brýni stjórnmálanna bjóða sig fram?“ spyr Össur sig. „Hvað með fyrrverandi borgarstjóra? Sú staða var löngum talin með þremur valdamestu embættum á Íslandi. Jón Gnarr var sjálfur (góður) borgarstjóri og tröllreið fjölmiðlum í því hlutverki. Er eitthvað að því að hann bjóði sig til forráða á Bessastöðum? Vitaskuld ekki,“ segir hann þá. Jafnframt segir Össur Jóni Gnarr að „hætta að væla um þetta í hverjum þætti“ og að „hætta að vera gnafinn eins og Georg Bjarnfreðarson. „Þá munu snarlega aukast líkurnar á að hann muni í framtíðinni brosa sínu breiða brosi af Álftanesinu til glaðrar þjóðar.“ Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Tengdar fréttir Meðvirkni í garð Katrínar að tjá sig ekki um hana Baldur Þórhallsson forsetaframbjóðandi sagðist ekki vilja tjá sig um Katrínu Jakobsdóttur, sem einnig gefur kost á sér til embættisins, þegar hún væri ekki viðstödd. Jón Gnarr, sem er líka að bjóða sig fram, segir smá meðvirkni í því að tjá sig ekki um aðra frambjóðendur þegar þeir gætu alveg verið á staðnum. 20. apríl 2024 10:11 Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Þetta tekur Össur ekki undir og segir hann í færslu sem hann birti á síðu sína á Facebook að fólk eigi einfaldlega að hafa val. Vilji menn einstakling með „djúpa reynslu líkt og Ólafur Ragnar eða Katrín Jakobsdóttir“ eigi þeir að hafa frelsi til að geta valið slíkan frambjóðanda. „Ef þeir vilja fremur fyndinn kall sem segist ekki ætla að vera trúður á Bessastöðum en kallar sig nú þegar með sögulegri íroníu „Jón forseta“ þá eiga þeir endilega að kjósa hann,“ segir Össur. Gnafinn eins og Georg Bjarnfreðarson Össur spyr sig hverjir megi þá bjóða sig fram til forseta fyrst fyrrverandi forsætisráðherra megi það ekki. „Mega t.d. fyndnu kallarnir sem hafa í tvo áratugi verið vinsælustu grínistar sjónvarpa og útvarpa og eru líklega jafn þekktir og helstu brýni stjórnmálanna bjóða sig fram?“ spyr Össur sig. „Hvað með fyrrverandi borgarstjóra? Sú staða var löngum talin með þremur valdamestu embættum á Íslandi. Jón Gnarr var sjálfur (góður) borgarstjóri og tröllreið fjölmiðlum í því hlutverki. Er eitthvað að því að hann bjóði sig til forráða á Bessastöðum? Vitaskuld ekki,“ segir hann þá. Jafnframt segir Össur Jóni Gnarr að „hætta að væla um þetta í hverjum þætti“ og að „hætta að vera gnafinn eins og Georg Bjarnfreðarson. „Þá munu snarlega aukast líkurnar á að hann muni í framtíðinni brosa sínu breiða brosi af Álftanesinu til glaðrar þjóðar.“
Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Tengdar fréttir Meðvirkni í garð Katrínar að tjá sig ekki um hana Baldur Þórhallsson forsetaframbjóðandi sagðist ekki vilja tjá sig um Katrínu Jakobsdóttur, sem einnig gefur kost á sér til embættisins, þegar hún væri ekki viðstödd. Jón Gnarr, sem er líka að bjóða sig fram, segir smá meðvirkni í því að tjá sig ekki um aðra frambjóðendur þegar þeir gætu alveg verið á staðnum. 20. apríl 2024 10:11 Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Meðvirkni í garð Katrínar að tjá sig ekki um hana Baldur Þórhallsson forsetaframbjóðandi sagðist ekki vilja tjá sig um Katrínu Jakobsdóttur, sem einnig gefur kost á sér til embættisins, þegar hún væri ekki viðstödd. Jón Gnarr, sem er líka að bjóða sig fram, segir smá meðvirkni í því að tjá sig ekki um aðra frambjóðendur þegar þeir gætu alveg verið á staðnum. 20. apríl 2024 10:11