Tíu KR-ingar skoruðu níu í gölnum leik Valur Páll Eiríksson skrifar 24. apríl 2024 21:16 Benóný Breki Andrésson skoraði tvö marka KR í kvöld Vísir/Anton Brink KR komst áfram í Mjólkurbikar karla í kvöld eftir skrautlegan leik við KÁ, Knattspyrnufélaginu Ásvöllum, í Hafnarfirði. KR lenti óvænt undir í leiknum vegna marks Bjarka Sigurjónssonar beint úr aukaspyrnu eftir aðeins þrjár mínútur. Fyrir hlé skoraði Benóný Breki Andrésson hins vegar tvö og Luke Rae eitt, staðan 3-1 í hálfleik. Hér er markið sem kom fjórðu deildarliði K.Á. óvænt yfir gegn KR. Sérdeilis prýðileg afgreiðsla, Bjarki Sigurjónsson⚽️@mjolkurbikarinn pic.twitter.com/xwhMrtMASl— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) April 24, 2024 Rae skoraði öðru sinni snemma í síðari hálfleik en fór í kjölfarið meiddur af velli aðeins tveimur mínútum síðar, enn einn KR-ingurinn sem meiðist snemma móts. Hann fylgir í kjölfar Arons Sigurðarsonar, Hrafns Tómassonar, Theódórs Elmars Bjarnasonar og Jóhannesar Kristins Bjarnasonar sem allir hafa farið meiddir af velli í upphafi móts. Skömmu eftir að Rae fór út af fór félagi hans, markvörðurinn Sam Blair, sömu leið. Hann meiddist þó ekki heldur fékk hann beint rautt spjald og vítaspyrna dæmd. Friðleifur Friðleifsson skoraði af punktinum og minnkaði muninn í 4-2 og KÁ manni fleiri í 35 mínútur. Axel Óskar Andrésson skoraði hins vegar á 57. mínútu til að koma KR í 5-2. Heimamenn, sem leika í 4. deild, voru þá sprungnir á limminu í lok leiks. Alex Þór Hauksson skoraði á 85. mínútu, Óðinn Bjarkason skoraði tvö á 87. og 89. mínútu áður en Eyþór Aron Wöhler skoraði sitt fyrsta mark og það níunda hjá KR. Lokatölur 9-2 fyrir Vesturbæinga eftir vægast sagt skrautlegan leik. HK-ingar áfram George Nunn var hetja HK sem fór áfram í bikarnum í kvöld eftir sigur á Þrótti í Laugardal. Hann kom HK yfir snemma leiks en Viktor Andri Hafþórsson jafnaði snemma í síðari hálfleik. Nunn skoraði svo sigurmark HK-inga á 87. mínútu til að skjóta Kópavogsliðinu áfram. Mörkin úr leikjunum má sjá á vef RÚV hér. Mjólkurbikar karla KR HK Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Sjá meira
KR lenti óvænt undir í leiknum vegna marks Bjarka Sigurjónssonar beint úr aukaspyrnu eftir aðeins þrjár mínútur. Fyrir hlé skoraði Benóný Breki Andrésson hins vegar tvö og Luke Rae eitt, staðan 3-1 í hálfleik. Hér er markið sem kom fjórðu deildarliði K.Á. óvænt yfir gegn KR. Sérdeilis prýðileg afgreiðsla, Bjarki Sigurjónsson⚽️@mjolkurbikarinn pic.twitter.com/xwhMrtMASl— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) April 24, 2024 Rae skoraði öðru sinni snemma í síðari hálfleik en fór í kjölfarið meiddur af velli aðeins tveimur mínútum síðar, enn einn KR-ingurinn sem meiðist snemma móts. Hann fylgir í kjölfar Arons Sigurðarsonar, Hrafns Tómassonar, Theódórs Elmars Bjarnasonar og Jóhannesar Kristins Bjarnasonar sem allir hafa farið meiddir af velli í upphafi móts. Skömmu eftir að Rae fór út af fór félagi hans, markvörðurinn Sam Blair, sömu leið. Hann meiddist þó ekki heldur fékk hann beint rautt spjald og vítaspyrna dæmd. Friðleifur Friðleifsson skoraði af punktinum og minnkaði muninn í 4-2 og KÁ manni fleiri í 35 mínútur. Axel Óskar Andrésson skoraði hins vegar á 57. mínútu til að koma KR í 5-2. Heimamenn, sem leika í 4. deild, voru þá sprungnir á limminu í lok leiks. Alex Þór Hauksson skoraði á 85. mínútu, Óðinn Bjarkason skoraði tvö á 87. og 89. mínútu áður en Eyþór Aron Wöhler skoraði sitt fyrsta mark og það níunda hjá KR. Lokatölur 9-2 fyrir Vesturbæinga eftir vægast sagt skrautlegan leik. HK-ingar áfram George Nunn var hetja HK sem fór áfram í bikarnum í kvöld eftir sigur á Þrótti í Laugardal. Hann kom HK yfir snemma leiks en Viktor Andri Hafþórsson jafnaði snemma í síðari hálfleik. Nunn skoraði svo sigurmark HK-inga á 87. mínútu til að skjóta Kópavogsliðinu áfram. Mörkin úr leikjunum má sjá á vef RÚV hér.
Mjólkurbikar karla KR HK Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Sjá meira