Sjokkeruðu Celtics menn með þriggja stiga skotsýningu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. apríl 2024 14:00 Tyler Herro og félagar í Miami Heat skutu Boston Celtics liðið í kaf í nótt. Getty/Winslow Townson Miami Heat sló Boston Celtics óvænt úr úr úrslitakeppni NBA deildarinnar i körfubolta í fyrra og þeir ætla einnig að stríða þeim í ár. Celtics hefur verið yfirburðarlið í Austurdeildinni í vetur og endaði með langbesta árangurinn. Verðlaunin voru að mæta liði Miami Heat annað árið í röð. Það fór ekki vel í fyrra en núna mætir Miami liðið til leiks án bæði stórstjörnunnar Jimmy Butler og byrjunarliðsmannsins Terry Rozier. Það bjuggust því flestir við auðveldu sópi hjá Boston og það benti líka allt til þess eftir stórsigur í leik eitt þar sem Boston var um tíma 34 stigum yfir. Miami menn tókst hins vegar að jafna metin í nótt með 111-101 sigri í leik sem fór fram í Boston alveg eins og leikur eitt. Næstu tveir leikir verða aftur á móti í Miami. Í raun má segja að Miami Heat hafi staðið undir nafni fyrir utan þriggja stiga línuna því liði bætti félagsmetið með því að setja niður 23 þriggja stiga skot í leiknum. Boston strákarnir voru skotnir í kaf og þurfa nú að passa sig ef þeir ætla ekki að klúðra úrslitakeppninni í fyrstu umferð annað árið í röð. Miami hitti úr 53,5 prósent skota sinna fyrir utan þriggja stiga línuna sem er frábær hittni. Tyler Herro var allt í öllu hjá Miami með 24 stig og 14 stoðsendingar en hann skoraði sex af þessum fyrrnefndu þristum. Bam Adebayo bætti við 21 stigi og 10 fráköstum og Caleb Martin skoraði 21 stig en hann var með fimm þrista úr aðeins sex tilraunum. Stórstjörnur Boston voru að skila, Jaylen Brown skoraði 33 stig og Jayson Tatum var með 28 stig. Næsti maður var aftur á móti bara með 13 stig (Derrick White) og enginn annar skoraði meira en níu stig. Staðan er því 1-1 í einvíginu. Oklahoma City Thunder er aftur á móti komið í 2-0 á móti New Orleans Pelicans eftir 124-92 stórsigur. Shai Gilgeous-Alexander skoraði 33 stig, nýliðinn Chet Holmgren var með 26 stig og Jalen Williams skoraði 21 stig. Jonas Valanciunas var atkvæðamestur hjá Pelicans með 19 stig. NBA Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Leggja ríginn til hliðar í tvo klukkutíma Sport Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Fleiri fréttir „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Sjá meira
Celtics hefur verið yfirburðarlið í Austurdeildinni í vetur og endaði með langbesta árangurinn. Verðlaunin voru að mæta liði Miami Heat annað árið í röð. Það fór ekki vel í fyrra en núna mætir Miami liðið til leiks án bæði stórstjörnunnar Jimmy Butler og byrjunarliðsmannsins Terry Rozier. Það bjuggust því flestir við auðveldu sópi hjá Boston og það benti líka allt til þess eftir stórsigur í leik eitt þar sem Boston var um tíma 34 stigum yfir. Miami menn tókst hins vegar að jafna metin í nótt með 111-101 sigri í leik sem fór fram í Boston alveg eins og leikur eitt. Næstu tveir leikir verða aftur á móti í Miami. Í raun má segja að Miami Heat hafi staðið undir nafni fyrir utan þriggja stiga línuna því liði bætti félagsmetið með því að setja niður 23 þriggja stiga skot í leiknum. Boston strákarnir voru skotnir í kaf og þurfa nú að passa sig ef þeir ætla ekki að klúðra úrslitakeppninni í fyrstu umferð annað árið í röð. Miami hitti úr 53,5 prósent skota sinna fyrir utan þriggja stiga línuna sem er frábær hittni. Tyler Herro var allt í öllu hjá Miami með 24 stig og 14 stoðsendingar en hann skoraði sex af þessum fyrrnefndu þristum. Bam Adebayo bætti við 21 stigi og 10 fráköstum og Caleb Martin skoraði 21 stig en hann var með fimm þrista úr aðeins sex tilraunum. Stórstjörnur Boston voru að skila, Jaylen Brown skoraði 33 stig og Jayson Tatum var með 28 stig. Næsti maður var aftur á móti bara með 13 stig (Derrick White) og enginn annar skoraði meira en níu stig. Staðan er því 1-1 í einvíginu. Oklahoma City Thunder er aftur á móti komið í 2-0 á móti New Orleans Pelicans eftir 124-92 stórsigur. Shai Gilgeous-Alexander skoraði 33 stig, nýliðinn Chet Holmgren var með 26 stig og Jalen Williams skoraði 21 stig. Jonas Valanciunas var atkvæðamestur hjá Pelicans með 19 stig.
NBA Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Leggja ríginn til hliðar í tvo klukkutíma Sport Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Fleiri fréttir „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Sjá meira