Tíu Grindvíkingar unnu í Eyjum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. apríl 2024 16:03 Framarar fengu enn á ný ekki á sig mark og hafa nú unnið þrjá af fyrstu fjórum leikjum sumarsins í deild og bikar. Vísir/Anton Brink Bestu deildarlið Fram, Fylkis og Vestra tryggðu sér í dag öll sæti í sextán liða úrslitum Mjólkurbikars karla í fótbolta ásamt B-deildarliði Grindvíkinga. Grindvíkingar unnu dramatískan 2-1 sigur á ÍBV í Lengjudeildarslag í Vestmannaeyjum eftir að hafa verið manni færri frá 42. mínútu leiksins. Sigurmarkið skoraði Josip Krznaric á 89. mínútu en skömmu áður höfðu Grindvíkingar klikkað á vítaspyrnu. Oliver Heiðarsson lagði upp fyrsta mark leiksins fyrir Alex Freyr Hilmarsson á 13. mínútu og fiskaði síðan markaskorara Grindvíkinga, Eric Vales út af með rautt spjald á 42. mínútu. Vales fékk þá sitt annað gula spjald þrettán mínútum eftir að hafa jafnaði metin eftir hornspyrnu. Grindvíkingar héldu út tíu á móti ellefu og tryggðu sér sigur á lokamínútum leiksins eftir að hafa fengið vítaspyrnu. Hjörvar Daði Arnarsson, markvörður ÍBV, gerði þá stór mistök og hljóp niður Adam Árna Róbertsson. Hjörvar Daði varði vítaspyrnu Einars Karls Ingvasonar sem og fyrsta frákastið en Josip Krznaric fylgdi á lokum á eftir og skoraði sigurmarkið í leiknum. Vestri vann 4-2 sigur á C-deildarliði Hauka á Ásvöllum eftir að hafa lenti 2-1 undir í fyrri hálfleik. Pétur Bjarnason kom Vestra í 1-0 í upphafi leiks með skalla eftir horn en markið kom eftir aðeins 52 sekúndna leik. Heimamenn svöruðu með tveimur mörkum. Fyrra markið skoraði Magnús Ingi Halldórsson á fjórðu mínútu en það síðara gerði Djordje Biberdzic með frábærri afgreiðslu á 22. mínútu. Haukarnir voru yfir í átta mínútur eða þar til að Toby King skoraði með góðu skoti rétt utan vítateigs. Staðan var 2-2 í hálfleik. Friðrik Þórir Hjaltason kom Vestra í 3-2 á 51. mínútur eftir að hann fylgdi á eftir skoti Péturs í slá. Ívar Breki Helgason fór síðan langt með að tryggja Vestra sigurinn þegar hann skoraði á 76. mínútu eftir að boltinn datt fyrir hann eftir hornspyrnu. Það reyndist líka vera lokamark leiksins. Framarar skoruðu snemma á móti D-deildarliði Árbæjar á AVIS vellinum í Laugardalnum og unnu á endanum 3-0 útisigur. Aron Snær Ingason kom Fram í 1-0 strax á 13. mínútu eftir stoðsendingu frá Frey Sigurðssyni. Aron klúðraði víti áður en Magnús Þórðarson skoraði annað mark fjórum mínútum fyrir leikslok. Þriðja og síðasta markið skoraði Egill Otti Vilhjálmsson úr vítaspyrnu í uppbótatíma. Þetta var þriðji leikurinn af fjórum í sumar þar sem Framliðið heldur hreinu. Framliðið var manni fleiri frá 62. mínútu þegar Ástþór Ingi Runólfsson fékk sitt annað gula spjald. Fylkir vann 1-0 sigur á C-deildar liði Hugins/Hattar en leikurinn fór fram á Fellavelli á Egilsstöðum. Heimamenn héldu út fram í síðari hálfleik á móti Fylkismönnum en Ómar Björn Stefánsson braut ísinn á 60. mínútu eftir að hafa sloppið í gegn. Það reyndist vera eina mark leiksins. Mjólkurbikar karla Fram Vestri UMF Grindavík ÍBV Fylkir Mest lesið Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Íslenski boltinn Í beinni: Keflavík - Njarðvík | Suðurnesjaslagur í umspili Íslenski boltinn Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Íslenski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: HK - Þróttur | Fyrri leikur í umspili Í beinni: Keflavík - Njarðvík | Suðurnesjaslagur í umspili Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram Sjá meira
Grindvíkingar unnu dramatískan 2-1 sigur á ÍBV í Lengjudeildarslag í Vestmannaeyjum eftir að hafa verið manni færri frá 42. mínútu leiksins. Sigurmarkið skoraði Josip Krznaric á 89. mínútu en skömmu áður höfðu Grindvíkingar klikkað á vítaspyrnu. Oliver Heiðarsson lagði upp fyrsta mark leiksins fyrir Alex Freyr Hilmarsson á 13. mínútu og fiskaði síðan markaskorara Grindvíkinga, Eric Vales út af með rautt spjald á 42. mínútu. Vales fékk þá sitt annað gula spjald þrettán mínútum eftir að hafa jafnaði metin eftir hornspyrnu. Grindvíkingar héldu út tíu á móti ellefu og tryggðu sér sigur á lokamínútum leiksins eftir að hafa fengið vítaspyrnu. Hjörvar Daði Arnarsson, markvörður ÍBV, gerði þá stór mistök og hljóp niður Adam Árna Róbertsson. Hjörvar Daði varði vítaspyrnu Einars Karls Ingvasonar sem og fyrsta frákastið en Josip Krznaric fylgdi á lokum á eftir og skoraði sigurmarkið í leiknum. Vestri vann 4-2 sigur á C-deildarliði Hauka á Ásvöllum eftir að hafa lenti 2-1 undir í fyrri hálfleik. Pétur Bjarnason kom Vestra í 1-0 í upphafi leiks með skalla eftir horn en markið kom eftir aðeins 52 sekúndna leik. Heimamenn svöruðu með tveimur mörkum. Fyrra markið skoraði Magnús Ingi Halldórsson á fjórðu mínútu en það síðara gerði Djordje Biberdzic með frábærri afgreiðslu á 22. mínútu. Haukarnir voru yfir í átta mínútur eða þar til að Toby King skoraði með góðu skoti rétt utan vítateigs. Staðan var 2-2 í hálfleik. Friðrik Þórir Hjaltason kom Vestra í 3-2 á 51. mínútur eftir að hann fylgdi á eftir skoti Péturs í slá. Ívar Breki Helgason fór síðan langt með að tryggja Vestra sigurinn þegar hann skoraði á 76. mínútu eftir að boltinn datt fyrir hann eftir hornspyrnu. Það reyndist líka vera lokamark leiksins. Framarar skoruðu snemma á móti D-deildarliði Árbæjar á AVIS vellinum í Laugardalnum og unnu á endanum 3-0 útisigur. Aron Snær Ingason kom Fram í 1-0 strax á 13. mínútu eftir stoðsendingu frá Frey Sigurðssyni. Aron klúðraði víti áður en Magnús Þórðarson skoraði annað mark fjórum mínútum fyrir leikslok. Þriðja og síðasta markið skoraði Egill Otti Vilhjálmsson úr vítaspyrnu í uppbótatíma. Þetta var þriðji leikurinn af fjórum í sumar þar sem Framliðið heldur hreinu. Framliðið var manni fleiri frá 62. mínútu þegar Ástþór Ingi Runólfsson fékk sitt annað gula spjald. Fylkir vann 1-0 sigur á C-deildar liði Hugins/Hattar en leikurinn fór fram á Fellavelli á Egilsstöðum. Heimamenn héldu út fram í síðari hálfleik á móti Fylkismönnum en Ómar Björn Stefánsson braut ísinn á 60. mínútu eftir að hafa sloppið í gegn. Það reyndist vera eina mark leiksins.
Mjólkurbikar karla Fram Vestri UMF Grindavík ÍBV Fylkir Mest lesið Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Íslenski boltinn Í beinni: Keflavík - Njarðvík | Suðurnesjaslagur í umspili Íslenski boltinn Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Íslenski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: HK - Þróttur | Fyrri leikur í umspili Í beinni: Keflavík - Njarðvík | Suðurnesjaslagur í umspili Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram Sjá meira