Ögurstund og opnunarhóf hjá frambjóðendum Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. apríl 2024 19:13 Katrín Jakobsdóttir, Baldur Þórhallsson, Halla Hrund Logadóttir og Guðmundur Felix Grétarsson forsetaframbjóðendur voru öll á fullu í dag. Vísir/Bjarni Útlit er fyrir að tíu verði í framboði til embættis forseta Íslands þann 1. júní næstkomandi, eftir að einn bættist í hóp þeirra sem safnað hafa lágmarksfjölda meðmæla nú síðdegis. Frambjóðendur voru á útopnu í dag, daginn áður en framboðsfrestur rennur út. Veðrið lék við borgarbúa á sumardagin fyrsta aldrei þessu vant, fjölmargir lögðu leið sína niður í bæ. Sumir fengu sér bjór á Austurvelli, aðrir litu inn á kosningaskrifstofur forsetaframbjóðenda. Halla Hrund Logadóttir opnaði kosningamiðstöð sína í Nóatúni; þar var heitt á könnunni og létt yfir viðstöddum. „Ótrúlegt í einu orði sagt. Bjartur og fagur dagur, mikil stemning og endalaus meðbyr. Maður finnur það svo sterkt að fólk vill vera með í liði,“ segir Halla Hrund. Sumargleði og brauðtertur Katrín Jakobsdóttir bauð upp á íburðarmikla dagskrá á sumargleði við Austurvöll síðdegis. „Nú erum við að hefja kosningabaráttuna á höfuðborgarsvæðinu með því að fagna sumri. Það er í raun og veru ekki hægt að reikna neitt út í svona kosningum þannig að ég er mjög sátt við hvernig þetta byrjar. En ég minni á að það er langt í kosningar enn þá þannig að við eigum örugglega eftir að sjá miklar breytingar,“ segir Katrín. Þá svignuðu veisluborð undan brauðtertum við opnun kosningamiðstöðvar Baldurs Þórhallssonar á Grensásvegi. Hann kvaðst gríðarsáttur við mætinguna í dag. „Móttökurnar hafa verið þess eðlis að við erum mjög bjartsýn á framhaldið en auðvitað eru þessar skoðanakannanir aðeins mæling á nákvæmlega þessum tímapunkti. Kosningabaráttan er rétt að byrja,“ segir Baldur. Gefst ekki upp fyrr en í fulla hnefana Og neðst í Bankastrætinu var Guðmundur Felix Grétarsson að safna undirskriftum þegar fréttamaður hitti hann á fjórða tímanum í dag. „Þetta skríður, það er smá í land en vantar herslumuninn bara.“ Guðmundur átti um tvö hundruð undirskriftir eftir þarna á fjórða tímanum og virtist verða nokkuð ágengt við söfnunina. Í fréttinni hér fyrir ofan má sjá þegar Guðmundur nældi í einn meðmælanda. Ertu bjartsýnn á að ná þessu? „Já og nei. Ég allavega hætti ekkert fyrr en í fulla hnefana, fyrst maður er kominn með hnefa til þess að hafa fulla!“ segir Guðmundur Felix. Framboðsfrestur rennur út á morgun. Helga Þórisdóttir var í dag sú tíunda til að tilkynna að hún hefði náð lágmarksfjölda undirskrifta, á ögurstundu. Helga bætist þannig í hóp tíu frambjóðenda sem hafa að eigin sögn safnað að minnsta kosti fimmtán hundruð meðmælum og verða þá að óbreyttu á kjörseðlinum 1. júní. Forseti Íslands Forsetakosningar 2024 Tengdar fréttir Helga Þórisdóttir komin með lágmarksfjölda meðmæla Helga Þórisdóttir er komin með lágmarksfjölda í meðmælasöfnun fyrir framboð sitt til forseta Íslands. Þessu greinir hún frá í tilkynningu. 25. apríl 2024 14:50 Sigríði þykir ólíklegt að hún nái undirskriftum Milli klukkan tíu og tólf á morgun mun Landskjörstjórn taka við framboðum til forseta Íslands. Eins og fram hefur komið þarf frambjóðandi að hafa 1500 undirskriftir til að komast áfram í kjörið. Tíminn er því naumur fyrir frambjóðendur sem ekki hafa náð þeim undirskriftafjölda. Helga Þórisdóttir er bjartsýn en Sigríður Hrund ekki. 25. apríl 2024 12:07 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Sjá meira
Veðrið lék við borgarbúa á sumardagin fyrsta aldrei þessu vant, fjölmargir lögðu leið sína niður í bæ. Sumir fengu sér bjór á Austurvelli, aðrir litu inn á kosningaskrifstofur forsetaframbjóðenda. Halla Hrund Logadóttir opnaði kosningamiðstöð sína í Nóatúni; þar var heitt á könnunni og létt yfir viðstöddum. „Ótrúlegt í einu orði sagt. Bjartur og fagur dagur, mikil stemning og endalaus meðbyr. Maður finnur það svo sterkt að fólk vill vera með í liði,“ segir Halla Hrund. Sumargleði og brauðtertur Katrín Jakobsdóttir bauð upp á íburðarmikla dagskrá á sumargleði við Austurvöll síðdegis. „Nú erum við að hefja kosningabaráttuna á höfuðborgarsvæðinu með því að fagna sumri. Það er í raun og veru ekki hægt að reikna neitt út í svona kosningum þannig að ég er mjög sátt við hvernig þetta byrjar. En ég minni á að það er langt í kosningar enn þá þannig að við eigum örugglega eftir að sjá miklar breytingar,“ segir Katrín. Þá svignuðu veisluborð undan brauðtertum við opnun kosningamiðstöðvar Baldurs Þórhallssonar á Grensásvegi. Hann kvaðst gríðarsáttur við mætinguna í dag. „Móttökurnar hafa verið þess eðlis að við erum mjög bjartsýn á framhaldið en auðvitað eru þessar skoðanakannanir aðeins mæling á nákvæmlega þessum tímapunkti. Kosningabaráttan er rétt að byrja,“ segir Baldur. Gefst ekki upp fyrr en í fulla hnefana Og neðst í Bankastrætinu var Guðmundur Felix Grétarsson að safna undirskriftum þegar fréttamaður hitti hann á fjórða tímanum í dag. „Þetta skríður, það er smá í land en vantar herslumuninn bara.“ Guðmundur átti um tvö hundruð undirskriftir eftir þarna á fjórða tímanum og virtist verða nokkuð ágengt við söfnunina. Í fréttinni hér fyrir ofan má sjá þegar Guðmundur nældi í einn meðmælanda. Ertu bjartsýnn á að ná þessu? „Já og nei. Ég allavega hætti ekkert fyrr en í fulla hnefana, fyrst maður er kominn með hnefa til þess að hafa fulla!“ segir Guðmundur Felix. Framboðsfrestur rennur út á morgun. Helga Þórisdóttir var í dag sú tíunda til að tilkynna að hún hefði náð lágmarksfjölda undirskrifta, á ögurstundu. Helga bætist þannig í hóp tíu frambjóðenda sem hafa að eigin sögn safnað að minnsta kosti fimmtán hundruð meðmælum og verða þá að óbreyttu á kjörseðlinum 1. júní.
Forseti Íslands Forsetakosningar 2024 Tengdar fréttir Helga Þórisdóttir komin með lágmarksfjölda meðmæla Helga Þórisdóttir er komin með lágmarksfjölda í meðmælasöfnun fyrir framboð sitt til forseta Íslands. Þessu greinir hún frá í tilkynningu. 25. apríl 2024 14:50 Sigríði þykir ólíklegt að hún nái undirskriftum Milli klukkan tíu og tólf á morgun mun Landskjörstjórn taka við framboðum til forseta Íslands. Eins og fram hefur komið þarf frambjóðandi að hafa 1500 undirskriftir til að komast áfram í kjörið. Tíminn er því naumur fyrir frambjóðendur sem ekki hafa náð þeim undirskriftafjölda. Helga Þórisdóttir er bjartsýn en Sigríður Hrund ekki. 25. apríl 2024 12:07 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Sjá meira
Helga Þórisdóttir komin með lágmarksfjölda meðmæla Helga Þórisdóttir er komin með lágmarksfjölda í meðmælasöfnun fyrir framboð sitt til forseta Íslands. Þessu greinir hún frá í tilkynningu. 25. apríl 2024 14:50
Sigríði þykir ólíklegt að hún nái undirskriftum Milli klukkan tíu og tólf á morgun mun Landskjörstjórn taka við framboðum til forseta Íslands. Eins og fram hefur komið þarf frambjóðandi að hafa 1500 undirskriftir til að komast áfram í kjörið. Tíminn er því naumur fyrir frambjóðendur sem ekki hafa náð þeim undirskriftafjölda. Helga Þórisdóttir er bjartsýn en Sigríður Hrund ekki. 25. apríl 2024 12:07
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent