800 milljóna króna hreinsistöð byggð á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 27. apríl 2024 08:06 Sveinn Ægir Birgisson, sem er formaður Eigna- og veitunefndar Árborgar. Magnús Hlynur Hreiðarsson Sveitarfélagið Árborgar ætlar sér stóra hluti þegar kemur að fráveitumálum en byggja á hreinsistöð, sem tekur allt skólp frá íbúum á Selfossi en í dag fer allt skólp óhreinsað í Ölfusá. Það er ekki hægt að segja að ástandið í fráveitumálum í Árborg hafi verið til fyrirmyndar síðustu ár, ekki síst á Selfossi þar sem skólpið hefur farið algjörlega óhreinsað í Ölfusá, sem er reyndar vatnsmesta á landsins, og gerir enn. Íbúum fjölgar og fjölgar enda byggt og byggt en á sama tíma eru fráveitumálin í algjörum ólestri, en það stendur þó allt til bóta. Sveinn Ægir Birgisson er formaður Eigna- og veitunefndar Árborgar. „Heyrðu, við erum að framkvæma og byggja nýja hreinsistöð, sem mun taka allt skólp frá Selfossi. Við buðum hana út 2020 en fengum engin tilboð en hófum jarðvegsvinnu og henni er lokið og núna erum við búin að bjóða út uppsteypu og velja búnað til að hreinsa allt skólp sem kemur,” segir Sveinn Ægir. Allt skólp frá Selfossi fer í dag óhreinsað í Ölfusá.Magnús Hlynur Hreiðarsson Sveinn Ægir segir að nýja hreinsistöðin ætti að verði komin í notkun vorið 2026. En hvers konar hreinsistöð verður þetta? „Við byrjum á fyrsta þreps hreinsun og munum vera með fyrsta þreps hreinsun í eitt ár til að sjá í rauninni hvaða annars þrep búnað við munum þurfa að nota til að nýta hvað best hreinsun á skólpi frá Selfossi en svo munum við horfa fram á að fara í þriggja þrepa.” Hér sést hvar nýja hreinsistöðin verður staðsett þar sem rauði hringurinn er á myndinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Til útskýringar þá er fyrsta þreps hreinsun grófhreinsun á skólpi en með sérstökum þrepasíum í nýju hreinsistöðinni verður hreinsunin um 80 prósent með útrás í Ölfusá en þá er til dæmis átt við salernispappír og annað rusl. Tveggja þrepa hreinsun byggir alfarið á síun í stað líffræðilegs niðurbrots næringarefna, líka með útrás í Ölfusá og sé hreinsistöð þriggja þrepa má nánast drekka skólpið, hreinsunin hefur verið svo mikil og fín. „Og þetta er náttúrulega stærsta umhverfisframkvæmd, sem sveitarfélagið hefur ráðist í núna á seinni árum. Þetta mun líklega kosta sex hundruð til átta hundruð milljónir króna gæti ég trúað, hreinsistöðin, sem sagt þessi fasi, sem við erum í dag,” segir Sveinn Ægir og bætir við í lokin. Nýja hreinistöðin mun kosta 600 til 800 milljónir króna segir Sveinn Ægir.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Skólp Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira
Það er ekki hægt að segja að ástandið í fráveitumálum í Árborg hafi verið til fyrirmyndar síðustu ár, ekki síst á Selfossi þar sem skólpið hefur farið algjörlega óhreinsað í Ölfusá, sem er reyndar vatnsmesta á landsins, og gerir enn. Íbúum fjölgar og fjölgar enda byggt og byggt en á sama tíma eru fráveitumálin í algjörum ólestri, en það stendur þó allt til bóta. Sveinn Ægir Birgisson er formaður Eigna- og veitunefndar Árborgar. „Heyrðu, við erum að framkvæma og byggja nýja hreinsistöð, sem mun taka allt skólp frá Selfossi. Við buðum hana út 2020 en fengum engin tilboð en hófum jarðvegsvinnu og henni er lokið og núna erum við búin að bjóða út uppsteypu og velja búnað til að hreinsa allt skólp sem kemur,” segir Sveinn Ægir. Allt skólp frá Selfossi fer í dag óhreinsað í Ölfusá.Magnús Hlynur Hreiðarsson Sveinn Ægir segir að nýja hreinsistöðin ætti að verði komin í notkun vorið 2026. En hvers konar hreinsistöð verður þetta? „Við byrjum á fyrsta þreps hreinsun og munum vera með fyrsta þreps hreinsun í eitt ár til að sjá í rauninni hvaða annars þrep búnað við munum þurfa að nota til að nýta hvað best hreinsun á skólpi frá Selfossi en svo munum við horfa fram á að fara í þriggja þrepa.” Hér sést hvar nýja hreinsistöðin verður staðsett þar sem rauði hringurinn er á myndinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Til útskýringar þá er fyrsta þreps hreinsun grófhreinsun á skólpi en með sérstökum þrepasíum í nýju hreinsistöðinni verður hreinsunin um 80 prósent með útrás í Ölfusá en þá er til dæmis átt við salernispappír og annað rusl. Tveggja þrepa hreinsun byggir alfarið á síun í stað líffræðilegs niðurbrots næringarefna, líka með útrás í Ölfusá og sé hreinsistöð þriggja þrepa má nánast drekka skólpið, hreinsunin hefur verið svo mikil og fín. „Og þetta er náttúrulega stærsta umhverfisframkvæmd, sem sveitarfélagið hefur ráðist í núna á seinni árum. Þetta mun líklega kosta sex hundruð til átta hundruð milljónir króna gæti ég trúað, hreinsistöðin, sem sagt þessi fasi, sem við erum í dag,” segir Sveinn Ægir og bætir við í lokin. Nýja hreinistöðin mun kosta 600 til 800 milljónir króna segir Sveinn Ægir.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Skólp Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira