Þessu skal troðið ofan í kokið á okkur sama hvað Guðrún Sigurjónsdóttir skrifar 29. apríl 2024 13:08 Það er ákaflega dapurlegt að fylgjast með því hvernig umræðan hjá stjórnsýslunni er þessa dagana. Yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar kærir sig ekki um sjókvíaeldi, þennan mengandi stóriðnað. En vilji Íslendinga er fótum troðinn. Íslenska náttúra þarf að þola endalausan yfirgang. Fjöregg íslenskra byggða Vill íslensk stjórnsýsla í alvörunni afhenda fjöregg íslenskra byggða, auðlindir okkar og náttúru, mönnum sem er nákvæmlega sama um íslenska velferð? Síðastliðið haust stóðum við Íslendingar frammi fyrir einu mesta umhverfisslysi Íslandssögunnar en ljóst er að villti laxinn bar skaða af því. En hvað gerðist þegar strokulaxar úr sjókvíaeldi á Vestfjörðum ruddust inn í laxveiðiár síðastliðið haust á hrygningartíma laxanna? Nákvæmlega það að engin áætlun var til staðar um hvernig ætti að bregðast við. Hvað var þá gert? Jú – hringt í Landssamband veiðifélaga og sagt að félagsfólk þess yrði að bjarga því sem bjargað yrði. Og bændur og leigutakar vörðu degi jafnt sem nóttu við að leita að eldislaxi í ánum sínum. Girt var fyrir árnar, laxastigum lokað, hylir voru skannaðir og kafað eftir eldislöxum áður en þeir næðu að blandast villta laxinum. Þar var lögð fram gríðarmikil vinna þar sem bændur og leigutakar lögðust á eitt að bjarga íslenskri náttúru. Vernda villta laxinn. Hver á að borga? Bændur, fjölskyldu þeirra og leigutakar hentu öllu öðru frá sér og óðu í verkið. Nú mörgum mánuðum seinna hafa þeir ekki fengið vinnuna við þetta greidda. Hver á að borga? Enginn er ábyrgur fyrir því er okkur sagt. Hver borgar brúsann þegar náttúran ber skaðann? Enginn. Þess vegna er bara hægt að halda áfram í þágu erlendra sjókvíaeldisfyrirtækja eins og við sjáum nú glöggt á frumvarpi matvælaráðherra um lagareldið. Það er enginn að láta skemmdarverk á náttúrunni stoppa sig. Samkvæmt frumvarpinu á bara að bæta í. Þvílík hneisa Samúð mín er líka hjá íbúum svæða þar sem á að gefa leyfi fyrir sjókvíum þvert á vilja íbúanna. Fólk sem býr á þessum stöðum er með sína framtíðarsýn á staðinn sem það býr á, hvers vegna það kýs að búa þarna og hvernig það vill sjá umhverfi sitt þróast. Það býr einmitt á þessum stöðum til að leggja sitt að mörkum í þeim efnum. En það hentar illa að taka tillit til þeirra. Að þjónkast við erlenda auðmenn er það sem gera skal. Og sjókvíum skal raðað allt um kring þrátt fyrir að íbúarnir berjist á móti. Þessu skal troðið ofan í kokið á okkur sama hvað. Þvílík hneisa. Þvílíkt stjórnarfar á þessu landi. Mönnum komið fyrir í ráðuneytum Það er hræðilegt hvernig er komið fyrir íslenskri stjórnsýslu í kringum sjókvíaeldið. Norskir auðmenn taka yfir auðlindir Íslands með mengandi stóriðju í krafti þess að það sé verið að bjarga brothættum byggðum og það er allur afsláttur gefinn á leiðinni. Leyfisveitingar, viðmið og mörk sveigð til og frá til að mæta sem best kröfum erlendra auðmanna sem eru búnir að koma sínum velgjörðarmönnum fyrir í ráðuneytum og annarri stjórnsýslu. Og svo ber enginn ábyrgð á því ástandi sem ríkir. Engin viðurlög við brotum. Engin hugsun á því að sjókvíaeldið er á leiðinni að útrýma villta laxinum og þar með að rústa annarri atvinnugrein, laxveiðinni. Á meðan stjórnsýslan er jafn brotakennd og veikbyggð og við horfum nú upp á hljótum við að gera kröfu um að þingmenn staldri aðeins við. Hvers vegna þessi endalausa þjónkun við erlent auðvald? Er ekki meira virði að berjast fyrir náttúrunni? Hagur hennar og okkar er nefnilega sá sami. Höfundur er bóndi á Glitstöðum í Borgarfirði og stjórnarformaður Veiðifélags Norðurár. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjókvíaeldi Fiskeldi Mest lesið Halldór 20.09.2025 Halldór Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Sjá meira
Það er ákaflega dapurlegt að fylgjast með því hvernig umræðan hjá stjórnsýslunni er þessa dagana. Yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar kærir sig ekki um sjókvíaeldi, þennan mengandi stóriðnað. En vilji Íslendinga er fótum troðinn. Íslenska náttúra þarf að þola endalausan yfirgang. Fjöregg íslenskra byggða Vill íslensk stjórnsýsla í alvörunni afhenda fjöregg íslenskra byggða, auðlindir okkar og náttúru, mönnum sem er nákvæmlega sama um íslenska velferð? Síðastliðið haust stóðum við Íslendingar frammi fyrir einu mesta umhverfisslysi Íslandssögunnar en ljóst er að villti laxinn bar skaða af því. En hvað gerðist þegar strokulaxar úr sjókvíaeldi á Vestfjörðum ruddust inn í laxveiðiár síðastliðið haust á hrygningartíma laxanna? Nákvæmlega það að engin áætlun var til staðar um hvernig ætti að bregðast við. Hvað var þá gert? Jú – hringt í Landssamband veiðifélaga og sagt að félagsfólk þess yrði að bjarga því sem bjargað yrði. Og bændur og leigutakar vörðu degi jafnt sem nóttu við að leita að eldislaxi í ánum sínum. Girt var fyrir árnar, laxastigum lokað, hylir voru skannaðir og kafað eftir eldislöxum áður en þeir næðu að blandast villta laxinum. Þar var lögð fram gríðarmikil vinna þar sem bændur og leigutakar lögðust á eitt að bjarga íslenskri náttúru. Vernda villta laxinn. Hver á að borga? Bændur, fjölskyldu þeirra og leigutakar hentu öllu öðru frá sér og óðu í verkið. Nú mörgum mánuðum seinna hafa þeir ekki fengið vinnuna við þetta greidda. Hver á að borga? Enginn er ábyrgur fyrir því er okkur sagt. Hver borgar brúsann þegar náttúran ber skaðann? Enginn. Þess vegna er bara hægt að halda áfram í þágu erlendra sjókvíaeldisfyrirtækja eins og við sjáum nú glöggt á frumvarpi matvælaráðherra um lagareldið. Það er enginn að láta skemmdarverk á náttúrunni stoppa sig. Samkvæmt frumvarpinu á bara að bæta í. Þvílík hneisa Samúð mín er líka hjá íbúum svæða þar sem á að gefa leyfi fyrir sjókvíum þvert á vilja íbúanna. Fólk sem býr á þessum stöðum er með sína framtíðarsýn á staðinn sem það býr á, hvers vegna það kýs að búa þarna og hvernig það vill sjá umhverfi sitt þróast. Það býr einmitt á þessum stöðum til að leggja sitt að mörkum í þeim efnum. En það hentar illa að taka tillit til þeirra. Að þjónkast við erlenda auðmenn er það sem gera skal. Og sjókvíum skal raðað allt um kring þrátt fyrir að íbúarnir berjist á móti. Þessu skal troðið ofan í kokið á okkur sama hvað. Þvílík hneisa. Þvílíkt stjórnarfar á þessu landi. Mönnum komið fyrir í ráðuneytum Það er hræðilegt hvernig er komið fyrir íslenskri stjórnsýslu í kringum sjókvíaeldið. Norskir auðmenn taka yfir auðlindir Íslands með mengandi stóriðju í krafti þess að það sé verið að bjarga brothættum byggðum og það er allur afsláttur gefinn á leiðinni. Leyfisveitingar, viðmið og mörk sveigð til og frá til að mæta sem best kröfum erlendra auðmanna sem eru búnir að koma sínum velgjörðarmönnum fyrir í ráðuneytum og annarri stjórnsýslu. Og svo ber enginn ábyrgð á því ástandi sem ríkir. Engin viðurlög við brotum. Engin hugsun á því að sjókvíaeldið er á leiðinni að útrýma villta laxinum og þar með að rústa annarri atvinnugrein, laxveiðinni. Á meðan stjórnsýslan er jafn brotakennd og veikbyggð og við horfum nú upp á hljótum við að gera kröfu um að þingmenn staldri aðeins við. Hvers vegna þessi endalausa þjónkun við erlent auðvald? Er ekki meira virði að berjast fyrir náttúrunni? Hagur hennar og okkar er nefnilega sá sami. Höfundur er bóndi á Glitstöðum í Borgarfirði og stjórnarformaður Veiðifélags Norðurár.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun