Disneydraumurinn varð loks að veruleika Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 29. apríl 2024 20:00 Íris Ösp er nýkomin heim úr tveggja vikna ævintýraferð til Flórída. Vísir/Einar Langþráður draumur konu með einhverfu rættist á dögunum þegar hún heimsótti Disney World í Flórída. Hún lýsir ferðinni sem algjöru ævintýri en hún safnaði fyrir ferðinni með sölu á armböndum sem hún perlaði. Í ágúst í fyrra heimsótti fréttastofa Írisi Ösp Símonardóttur, 35 ára konu með einhverfu. Hún átti þann draum heitastan að heimsækja Disney World í Flórída, hitta Mikka Mús og Elsu í Frozen og fara á McDonalds. En slík ferð kostar sitt og til að safna fyrir ferðinni brá hún á það ráð að perla armbönd og selja. Salan gekk framar vonum og í byrjun apríl hélt Íris ásamt tveimur aðstoðarkonum í tveggja vikna draumaferð. „Ég fékk styrk frá Icelandair, þau styrktu mig um flugmiða. Svo fékk ég frítt hús hús og frían bíl frá einni góðri konu. Ég er ógeðslega þakklát. Ég er líka mjög þakklát fyrir alla sem styrktu mig,“ segir Íris, sem var sæl og glöð þegar fréttastofa leit við í dag til að heyra ferðasöguna. Ferðin var algjört ævintýri en auk þess að heimsækja Disney World fór Íris í Universal skemmtigarðinn, í dýragarða, fór á ströndina og í sund og borðaði á öllum sínum uppáhalds veitingastöðum. Það sem stóð upp úr að hennar mati var að fara í Hogwart lestina. Hún fór að sjálfsögðu á McDonalds en segir þó að hamborgararnir á Wendy's hafi verið betri. Þá fór Íris nokkrum sinnum vel út fyrir þægindarammann, fór meðal annars í loftbelg og hélt á lifandi krókódíl og slöngu. Geri aðrir betur! Það var ógeðslega gaman, ekkert erfitt. Ég var ekkert hrædd. Svo hélt ég líka á páfagauk og klappaði höfrung. Í klippunni hér að ofan má sjá fjölmargar myndir og myndbönd frá ferðalaginu. Þar má einnig sjá Írisi taka lagið, uppáhalds lagið sitt Let it go úr Frozen myndinni. Á hverju kvöldi skrifaði Íris í dagbókina sína allt sem hún hafði séð og upplifað á ferðalaginu. Vísir/Einar Íris verslaði sér margt og mikið í ferðinni og kom heim hlaðin Disney dóti og fötum. Til að gleyma örugglega engu hélt hún ítarlega dagbók í ferðinni þar sem hún skrásetti samviskusamlega öll ævintýrin. Írisi leiddist ekki að versla í Flórída og kom heim hlaðin nýju dóti. Vísir/Einar Líkt og fyrr segir er Íris afar þakklát þeim sem styrktu hana svo að draumaferðin gæti orðið að veruleika. Hún perlaði mörg hundruð armbönd sem hún seldi en auk þess styrkti fjöldi fólks hana beint með framlögum eða gáfu henni flöskur og dósir. Hún er þegar farin að huga að næstu ferð en þá langar hana að heimsækja móður sína sem býr í Danmörku. Einhverfa Ferðalög Bandaríkin Föndur Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Átta ára búin að safna fyrir fjölskylduferð til Parísar með kleinusölu Átta ára gömul Kópavogsmær hefur síðustu mánuði mætt samviskusamlega í hverri viku til ömmu sinnar og bakað kíló af kleinum. Kleinurnar hefur hún svo selt, en fyrir ágóðann hyggst hún bjóða fjölskyldu sinni til Parísar. 26. október 2023 22:00 Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Lífið Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Menning Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Lífið Laufey á lista Obama Lífið Pete orðinn pabbi Lífið Fleiri fréttir Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt Sjá meira
Í ágúst í fyrra heimsótti fréttastofa Írisi Ösp Símonardóttur, 35 ára konu með einhverfu. Hún átti þann draum heitastan að heimsækja Disney World í Flórída, hitta Mikka Mús og Elsu í Frozen og fara á McDonalds. En slík ferð kostar sitt og til að safna fyrir ferðinni brá hún á það ráð að perla armbönd og selja. Salan gekk framar vonum og í byrjun apríl hélt Íris ásamt tveimur aðstoðarkonum í tveggja vikna draumaferð. „Ég fékk styrk frá Icelandair, þau styrktu mig um flugmiða. Svo fékk ég frítt hús hús og frían bíl frá einni góðri konu. Ég er ógeðslega þakklát. Ég er líka mjög þakklát fyrir alla sem styrktu mig,“ segir Íris, sem var sæl og glöð þegar fréttastofa leit við í dag til að heyra ferðasöguna. Ferðin var algjört ævintýri en auk þess að heimsækja Disney World fór Íris í Universal skemmtigarðinn, í dýragarða, fór á ströndina og í sund og borðaði á öllum sínum uppáhalds veitingastöðum. Það sem stóð upp úr að hennar mati var að fara í Hogwart lestina. Hún fór að sjálfsögðu á McDonalds en segir þó að hamborgararnir á Wendy's hafi verið betri. Þá fór Íris nokkrum sinnum vel út fyrir þægindarammann, fór meðal annars í loftbelg og hélt á lifandi krókódíl og slöngu. Geri aðrir betur! Það var ógeðslega gaman, ekkert erfitt. Ég var ekkert hrædd. Svo hélt ég líka á páfagauk og klappaði höfrung. Í klippunni hér að ofan má sjá fjölmargar myndir og myndbönd frá ferðalaginu. Þar má einnig sjá Írisi taka lagið, uppáhalds lagið sitt Let it go úr Frozen myndinni. Á hverju kvöldi skrifaði Íris í dagbókina sína allt sem hún hafði séð og upplifað á ferðalaginu. Vísir/Einar Íris verslaði sér margt og mikið í ferðinni og kom heim hlaðin Disney dóti og fötum. Til að gleyma örugglega engu hélt hún ítarlega dagbók í ferðinni þar sem hún skrásetti samviskusamlega öll ævintýrin. Írisi leiddist ekki að versla í Flórída og kom heim hlaðin nýju dóti. Vísir/Einar Líkt og fyrr segir er Íris afar þakklát þeim sem styrktu hana svo að draumaferðin gæti orðið að veruleika. Hún perlaði mörg hundruð armbönd sem hún seldi en auk þess styrkti fjöldi fólks hana beint með framlögum eða gáfu henni flöskur og dósir. Hún er þegar farin að huga að næstu ferð en þá langar hana að heimsækja móður sína sem býr í Danmörku.
Einhverfa Ferðalög Bandaríkin Föndur Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Átta ára búin að safna fyrir fjölskylduferð til Parísar með kleinusölu Átta ára gömul Kópavogsmær hefur síðustu mánuði mætt samviskusamlega í hverri viku til ömmu sinnar og bakað kíló af kleinum. Kleinurnar hefur hún svo selt, en fyrir ágóðann hyggst hún bjóða fjölskyldu sinni til Parísar. 26. október 2023 22:00 Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Lífið Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Menning Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Lífið Laufey á lista Obama Lífið Pete orðinn pabbi Lífið Fleiri fréttir Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt Sjá meira
Átta ára búin að safna fyrir fjölskylduferð til Parísar með kleinusölu Átta ára gömul Kópavogsmær hefur síðustu mánuði mætt samviskusamlega í hverri viku til ömmu sinnar og bakað kíló af kleinum. Kleinurnar hefur hún svo selt, en fyrir ágóðann hyggst hún bjóða fjölskyldu sinni til Parísar. 26. október 2023 22:00