Aðalsöngvari The Commitments stígur á svið í Háskólabíói Heimir Már Pétursson skrifar 29. apríl 2024 20:00 Andrew Strong fór ungur að árum með aðalhlutverkið í The Commitments árið 1991. Hann segist hafa gripið tækifærið til að komast til Íslands þegar honum bauðst að syngja á heiðurstónleikum í Háskólabíói. Stöð 2/Arnar Það verður mikið fjör á tónleiksýningu í Háskólabíói þegar fjölmennur hópur íslenskra tónlistarmanna flytur lög úr kvikmyndinni The Commitments frá árinu 1991. Andrew Strong, sem var aðalleikari og söngvari kvikmyndarinnar, kemur fram á sýningunni. Fréttastofan leit við á lokaæfingu fjölskipaðrar sveitar íslenskra tónlistarmanna og Andrew Strong í dag. Nú eru liðin um 35 ár frá því kvikmyndin The Commitments í leikstjórn Alans Parkers kom út og gerði mikla lukku. Aðalsöngvarinn Andrew Strong segir tónlistina lifa eins og alla góða tónlist. Andrew Strong er hæstánægður með íslensku tónlistarmennina sem koma fram með honum.Stöð 2/Arnar „Já, hún er enn vinsæl. Ég var að tala um það áðan, hver hefði trúað því að fimmtugur væri ég enn að syngja þessi lög? Nei, en það er frábært að vera hérna," segir Gréta Salome er listrænn stjórnandi sýningarinnar. Hverju mega áhorfendur búast við annað kvöld? „Alveg ótrúlega miklu stuði. Fyrst og fremst alveg geggjaðri tónlist sem er tímalaus, klassísk og allir þekkja,“ segir Gréta. Andrew er mjög spenntur fyrir tónleikasýningunni. „Ég hef aldrei áður tekið þátt í svona sýningu. Þegar ég var beðinn um að vera með … var aðalaðdráttaraflið fyrir mig að koma til Íslands. Því ég hafði aldrei komið til Íslands svo mér fannst það frábært,” segir Andrew. Gréta Salome listrænn stjórnandi sýningarinnar lofar kröftugri tónleikasýningu.Stöð 2/Arnar Sýningin er einhvers konar óður til kvikmyndarinnar. „Við erum með Björn Stefánsson sem mun leiða okkur í gegnum sögu the Commitments. Líma sýninguna saman. En annars er þetta fyrst og fremst tónlistin. Tónlistin talar algerlega sínu máli í þessari sýningu,“ segir Gréta. Og sýningin verður líka ný upplifun fyrir Andrew. „Ég hef aldrei áður verið í sýningu til heiðurs The Commitments. Ég syng auðvitað Commitments-lög í minni eigin hljómsveit. Ég verð að syngja Mustang Sally og þess háttar því fólk dáir það lag og væntir þess að ég syngi það,” segir írski söngvarinn kampakátur með hljómsveitina. „Allir hljóma frábærlega og allir eru hlýir og vinalegir. Ég hlakka til að koma fram annað kvöld. Ef þú ert ekki með miða drífðu þig,” skoraði hann á áhorfendur kvöldfrétta. Tónleikar á Íslandi Reykjavík Íslandsvinir Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Fleiri fréttir Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Sjá meira
Fréttastofan leit við á lokaæfingu fjölskipaðrar sveitar íslenskra tónlistarmanna og Andrew Strong í dag. Nú eru liðin um 35 ár frá því kvikmyndin The Commitments í leikstjórn Alans Parkers kom út og gerði mikla lukku. Aðalsöngvarinn Andrew Strong segir tónlistina lifa eins og alla góða tónlist. Andrew Strong er hæstánægður með íslensku tónlistarmennina sem koma fram með honum.Stöð 2/Arnar „Já, hún er enn vinsæl. Ég var að tala um það áðan, hver hefði trúað því að fimmtugur væri ég enn að syngja þessi lög? Nei, en það er frábært að vera hérna," segir Gréta Salome er listrænn stjórnandi sýningarinnar. Hverju mega áhorfendur búast við annað kvöld? „Alveg ótrúlega miklu stuði. Fyrst og fremst alveg geggjaðri tónlist sem er tímalaus, klassísk og allir þekkja,“ segir Gréta. Andrew er mjög spenntur fyrir tónleikasýningunni. „Ég hef aldrei áður tekið þátt í svona sýningu. Þegar ég var beðinn um að vera með … var aðalaðdráttaraflið fyrir mig að koma til Íslands. Því ég hafði aldrei komið til Íslands svo mér fannst það frábært,” segir Andrew. Gréta Salome listrænn stjórnandi sýningarinnar lofar kröftugri tónleikasýningu.Stöð 2/Arnar Sýningin er einhvers konar óður til kvikmyndarinnar. „Við erum með Björn Stefánsson sem mun leiða okkur í gegnum sögu the Commitments. Líma sýninguna saman. En annars er þetta fyrst og fremst tónlistin. Tónlistin talar algerlega sínu máli í þessari sýningu,“ segir Gréta. Og sýningin verður líka ný upplifun fyrir Andrew. „Ég hef aldrei áður verið í sýningu til heiðurs The Commitments. Ég syng auðvitað Commitments-lög í minni eigin hljómsveit. Ég verð að syngja Mustang Sally og þess háttar því fólk dáir það lag og væntir þess að ég syngi það,” segir írski söngvarinn kampakátur með hljómsveitina. „Allir hljóma frábærlega og allir eru hlýir og vinalegir. Ég hlakka til að koma fram annað kvöld. Ef þú ert ekki með miða drífðu þig,” skoraði hann á áhorfendur kvöldfrétta.
Tónleikar á Íslandi Reykjavík Íslandsvinir Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Fleiri fréttir Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Sjá meira