„Við eigum að geta varist föstum leikatriðum“ Hinrik Wöhler skrifar 29. apríl 2024 22:05 Arnar Grétarsson á hliðarlínunni í kvöld. Vísir/Anton Brink Valsmenn töpuðu dýrmætum stigum í kvöld á N1-vellinum í fjórðu umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu. Liðið mætti Fram og endaði leikurinn jafn, 1-1, en Framarar jöfnuðu leikinn á 90. mínútu. Arnar Grétarsson, þjálfari Vals, var að vonum niðurlútur eftir leikinn í kvöld. „Þetta er ákveðið kjaftshögg, mér fannst við ekki vera góðir í fyrri hálfleik. Við vorum ‚sloppy‘ en þeir voru að vinna fyrsta og annan bolta og valda okkur verulegum vandræðum. Frederik [Schram] varði tvisvar eða þrisvar mjög vel í fyrri hálfleik. Við fengum okkar tækifæri en mér fannst við mjög lélegir í fyrri,“ sagði Arnar um frammistöðu liðsins. „Svo kom allt annað bragur á okkur í seinni, skoruðum og sköpuðum eitt eða tvö mjög góð færi. Komum okkur í frábærar stöður og áttum að klára leikinn. Þú átt alveg að getað ‚sufferað‘ aðeins. Þeir settu aðeins á okkur síðasta korterið og þetta er sárt að fá svona mark á sig. Við eigum að geta varist föstum leikatriðum með mikið af stórum og sterkum strákum. Þetta er blóðugt þegar þetta er komið í uppbótartíma,“ bætti Arnar við um framvindu síðari hálfleiks. Valsmenn fengu ágæt færi í síðari hálfleik þar sem þeir hefðu getað gengið frá leiknum. Þeim brást bogalistin og er Arnar skiljanlega svekktur með að fá aðeins eitt stig úr leiknum. „Þetta er bara það sem skilur á milli í fótbolta, þú býrð til einhver færi og þarft að nýta þau. Klára og loka leikjum. Það er líka hægt að loka leikjum með að halda hreinu ef þú skorar eitt. Þeim mun meira svekkjandi, komið í uppbótartíma eins og þetta var. Mér fannst við spila þannig fyrstu 20 til 25 mínútur í seinni að við áttum að klára leikinn. Allt annað Valslið í seinni hálfleik en í þeim fyrri. Enn og aftur, töpuðum tveimur stigum og það er mjög svekkjandi.“ Arnar fylgist grannt með gangi mála.Vísir/Anton Brink Valur hefur aðeins unnið einn leik af fyrstu fjórum leikjum deildarinnar en búist var við miklu af liðinu fyrir mót. Þetta er væntanlega ekki það sem menn bjuggust við fyrir mót? „Alls ekki, þetta er bara niðurstaðan. Við erum með fimm stig og það er Kópavogurinn næst og þar þurfum við að sækja þrjú stig og það er ekkert annað í stöðunni,“ sagði Arnar um upphaf tímabilsins. Valur fær ærið verkefni í næstu umferð en liðið mætir Breiðablik í fimmtu umferð Bestu deildar karla. „Það er erfitt að sjá eitthvað jákvætt á þessari stundu, svona er þetta í fótbolta. Það eru góð móment og slæm móment. Það voru margir fínir kaflar í seinni hálfleik og þeir ógna okkur eiginlega ekki neitt í seinni hálfleik þó þeir hafi verið með boltann síðasta korterið. Þeir áttu alveg sín upphlaup í fyrri hálfleik og gátu hæglega skorað. Við héldum hreinu og þá er þetta þeim meira svekkjandi að fara ekki með þrjú stig hér í kvöld,“ bætti Arnar við að lokum. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Valur Mest lesið „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Tómas Bent seldur til Skotlands Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Sjá meira
„Þetta er ákveðið kjaftshögg, mér fannst við ekki vera góðir í fyrri hálfleik. Við vorum ‚sloppy‘ en þeir voru að vinna fyrsta og annan bolta og valda okkur verulegum vandræðum. Frederik [Schram] varði tvisvar eða þrisvar mjög vel í fyrri hálfleik. Við fengum okkar tækifæri en mér fannst við mjög lélegir í fyrri,“ sagði Arnar um frammistöðu liðsins. „Svo kom allt annað bragur á okkur í seinni, skoruðum og sköpuðum eitt eða tvö mjög góð færi. Komum okkur í frábærar stöður og áttum að klára leikinn. Þú átt alveg að getað ‚sufferað‘ aðeins. Þeir settu aðeins á okkur síðasta korterið og þetta er sárt að fá svona mark á sig. Við eigum að geta varist föstum leikatriðum með mikið af stórum og sterkum strákum. Þetta er blóðugt þegar þetta er komið í uppbótartíma,“ bætti Arnar við um framvindu síðari hálfleiks. Valsmenn fengu ágæt færi í síðari hálfleik þar sem þeir hefðu getað gengið frá leiknum. Þeim brást bogalistin og er Arnar skiljanlega svekktur með að fá aðeins eitt stig úr leiknum. „Þetta er bara það sem skilur á milli í fótbolta, þú býrð til einhver færi og þarft að nýta þau. Klára og loka leikjum. Það er líka hægt að loka leikjum með að halda hreinu ef þú skorar eitt. Þeim mun meira svekkjandi, komið í uppbótartíma eins og þetta var. Mér fannst við spila þannig fyrstu 20 til 25 mínútur í seinni að við áttum að klára leikinn. Allt annað Valslið í seinni hálfleik en í þeim fyrri. Enn og aftur, töpuðum tveimur stigum og það er mjög svekkjandi.“ Arnar fylgist grannt með gangi mála.Vísir/Anton Brink Valur hefur aðeins unnið einn leik af fyrstu fjórum leikjum deildarinnar en búist var við miklu af liðinu fyrir mót. Þetta er væntanlega ekki það sem menn bjuggust við fyrir mót? „Alls ekki, þetta er bara niðurstaðan. Við erum með fimm stig og það er Kópavogurinn næst og þar þurfum við að sækja þrjú stig og það er ekkert annað í stöðunni,“ sagði Arnar um upphaf tímabilsins. Valur fær ærið verkefni í næstu umferð en liðið mætir Breiðablik í fimmtu umferð Bestu deildar karla. „Það er erfitt að sjá eitthvað jákvætt á þessari stundu, svona er þetta í fótbolta. Það eru góð móment og slæm móment. Það voru margir fínir kaflar í seinni hálfleik og þeir ógna okkur eiginlega ekki neitt í seinni hálfleik þó þeir hafi verið með boltann síðasta korterið. Þeir áttu alveg sín upphlaup í fyrri hálfleik og gátu hæglega skorað. Við héldum hreinu og þá er þetta þeim meira svekkjandi að fara ekki með þrjú stig hér í kvöld,“ bætti Arnar við að lokum.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Valur Mest lesið „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Tómas Bent seldur til Skotlands Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Sjá meira