Leggja til kröfu um sólarsellur á þaki nýbygginga Sunna Sæmundsdóttir skrifar 30. apríl 2024 13:21 Hér er verið að leggja sólarsellur á þak heimilis í Frankfurt. Í skýrslu starfshópsins segir að gert sé ráð fyrir að sólarorka verði einn mikilvægasti orkugjafinn í heiminum innan skamms. vísir/AP Sólarorka mun gegna lykilatriði í orkuskiptum segir formaður starfshóps umhverfisráðherra um bætta orkunýtni. Gera á kröfu um að nýbyggingar séu tilbúnar fyrir sólarsellur samkvæmt tillögum starfshópsins. Umhverfisráðherra skipaði í fyrra starfshóp til að kanna helstu leiðir til bættrar orkunýtingar- og öflunar með tilliti til orkuþarfar vegna markmiða um full orkuskipti fyrir árið 2040. Hópurinn kynnti skýrslu sína í morgun og í henni segir að lágt raforkuverð á Íslandi hafi í raun verið helsta hindrunin fyrir fjölgun smávirkjana og nýtingu nýrra orkugjafa á borð við sólarorku. Ásmundur Friðriksson, þingmaður og formaður starfshópsins, segir að það muni breytast innan næstu þriggja til fimm ára samhliða lækkandi verði á sólarsellum. „Þær geta til dæmis verið á fjölbýlishúsum eins og er að gerast í Reykjavík. Við erum líka að gera tillögu um að jafnvel iðnaðarhverfi komi sér saman upp birtusellum á húsþökum og myndi eyju í hverfinu þar sem menn framleiða rafmagnið saman og verða þannig virkir notendur. Síðan eru komnar á markaðinn rafhlöður sem hægt er að hlaða inn á þegar notkun er minnst,“ segir Ásmundur. Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gegndi formennsku í starfshóp umhverfisráðherra um bætta orkunýtni og tækifæri til orkuöflunar.Vísir/Vilhelm Starfshópurinn leggur til að frá árinu 2030 ætti að gera kröfu um að nýbyggingar séu tilbúnar fyrir sólarsellur og jafnvel að krafa sé gerð um að þær eigi innan ákveðins tíma að vera komnar upp. Þá þurfi að skoða hvort leyfa eigi sólarorkuver á landbúnaðarlandi eða fljótandi sólarsellur á uppistöðulónum virkjana. Stefna eigi að því með markvissum aðgerðum að eftir um fimmtán ár verði árleg orkuframleiðsla með sólarorku komin upp í 400 GWst, sem jafngildir um tveimur prósentum af orkunotkun ársins 2022 Fjölga smávirkjunum Einnig þurfi að liðka fyrir nýtingu smávirkjana. Samkvæmt nýlegri kortlagningu Orkustofnunar eru um tvö þúsund og fimm hundruð náttúrulegir og landfræðilegir möguleikar fyrir smærri vatnsaflsvirkjanir taldir til staðar hér á landi. „Við erum að segja að við getum náð í um fimm prósent af af þeirri orkuaukningu sem við þurfum, og það væru fimmtíu til sextíu virkjanir sem gætu skipt máli. Þá erum við að hvetja til þess að þetta sé á þeim svæðum þar sem það er augljós kostur og einfalda þarf leyfiskerfið þannig að þetta vefjist ekki fyrir einstaklingum í sveitum,“ segir Ásmundur. Hér má lesa skýrslu starfshópsins. Orkuskipti Orkumál Umhverfismál Alþingi Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Sjá meira
Umhverfisráðherra skipaði í fyrra starfshóp til að kanna helstu leiðir til bættrar orkunýtingar- og öflunar með tilliti til orkuþarfar vegna markmiða um full orkuskipti fyrir árið 2040. Hópurinn kynnti skýrslu sína í morgun og í henni segir að lágt raforkuverð á Íslandi hafi í raun verið helsta hindrunin fyrir fjölgun smávirkjana og nýtingu nýrra orkugjafa á borð við sólarorku. Ásmundur Friðriksson, þingmaður og formaður starfshópsins, segir að það muni breytast innan næstu þriggja til fimm ára samhliða lækkandi verði á sólarsellum. „Þær geta til dæmis verið á fjölbýlishúsum eins og er að gerast í Reykjavík. Við erum líka að gera tillögu um að jafnvel iðnaðarhverfi komi sér saman upp birtusellum á húsþökum og myndi eyju í hverfinu þar sem menn framleiða rafmagnið saman og verða þannig virkir notendur. Síðan eru komnar á markaðinn rafhlöður sem hægt er að hlaða inn á þegar notkun er minnst,“ segir Ásmundur. Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gegndi formennsku í starfshóp umhverfisráðherra um bætta orkunýtni og tækifæri til orkuöflunar.Vísir/Vilhelm Starfshópurinn leggur til að frá árinu 2030 ætti að gera kröfu um að nýbyggingar séu tilbúnar fyrir sólarsellur og jafnvel að krafa sé gerð um að þær eigi innan ákveðins tíma að vera komnar upp. Þá þurfi að skoða hvort leyfa eigi sólarorkuver á landbúnaðarlandi eða fljótandi sólarsellur á uppistöðulónum virkjana. Stefna eigi að því með markvissum aðgerðum að eftir um fimmtán ár verði árleg orkuframleiðsla með sólarorku komin upp í 400 GWst, sem jafngildir um tveimur prósentum af orkunotkun ársins 2022 Fjölga smávirkjunum Einnig þurfi að liðka fyrir nýtingu smávirkjana. Samkvæmt nýlegri kortlagningu Orkustofnunar eru um tvö þúsund og fimm hundruð náttúrulegir og landfræðilegir möguleikar fyrir smærri vatnsaflsvirkjanir taldir til staðar hér á landi. „Við erum að segja að við getum náð í um fimm prósent af af þeirri orkuaukningu sem við þurfum, og það væru fimmtíu til sextíu virkjanir sem gætu skipt máli. Þá erum við að hvetja til þess að þetta sé á þeim svæðum þar sem það er augljós kostur og einfalda þarf leyfiskerfið þannig að þetta vefjist ekki fyrir einstaklingum í sveitum,“ segir Ásmundur. Hér má lesa skýrslu starfshópsins.
Orkuskipti Orkumál Umhverfismál Alþingi Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Sjá meira