Vonbrigði fyrir þá verst settu Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar 1. maí 2024 07:30 Nú stendur yfir endurskoðun á lögum um örorkulífeyri almannatrygginga. Miðar hún að því að bæta núverandi kerfi sem er hrein martröð fyrir þá sem þurfa á því að halda. Því miður þekki ég það vel sjálfur, eftir 26 ára reynslu af kerfinu. Þrátt fyrir yfirlýsingar stjónvalda um betra örorkulífeyriskerfi, má enn finna í þessu nýju kerfi ótal alvarlegar brotalamir. Eitt af því sem vekur hvað mesta furðu er endurvakning ýmissa gamalla drauga. Sá versti er krónu á móti krónu skerðing sem nú á að taka upp á ný í enn verri mynd en áður. Samkvæmt nýju kerfi, ef einstaklingur fær 50.000 kr. fyrir hlutastarf, þá missir hann allan virknistyrkinn upp á 95.000 kr. Það er óskiljanlegt að stjórnvöld vilji innleiða svo ósanngjarnt og letjandi fyrirkomulag, þar sem virknistyrkurinn mun hverfa við hverja einustu krónu sem einstaklingur aflar. Annað atriði sem vekur undrun er lækkun heimilisuppbótar og aldurstengdrar uppbótar fyrir þá allra verst settu í þessu kerfi, sem eru öryrkjar og eldri borgarar sem búa einir. Kjarabætur fyrir þessa einstaklinga í nýja kerfinu eru hverfandi, þrátt fyrir að þeir standi einna verst og þurfa að standa straum af húsnæðiskostnaði án aðstoðar. Ljóst er að frumvarpið í núverandi mynd þarfnast ítarlegra endurbóta og dugar skammt til að uppræta sárafátækt meðal örorkulífeyrisþega. Flokkur fólksins vill ganga mun lengra til að tryggja mannsæmandi lífskjör fyrir þá verst settu í samfélaginu, svo sem skattleysi launatekna undir 400.000 krónum. Fullan örorku- og ellilífeyrir sem tryggir lífeyrisþegum 400.000 kr. á mánuði, skatta- og skerðingarlaust. 100.000 krónu frítekjumark á allar tekjur og 250.000 króna frítekjumark á atvinnutekjur. Með þessu væri stigið raunverulegt framfaraskref í átt að því að uppræta sárafátækt meðal öryrkja og eldra fólks. Höfundur er þingflokksformaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Kristinsson Flokkur fólksins Málefni fatlaðs fólks Kjaramál Mest lesið Halldór 03.05.2025 Halldór Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Nú stendur yfir endurskoðun á lögum um örorkulífeyri almannatrygginga. Miðar hún að því að bæta núverandi kerfi sem er hrein martröð fyrir þá sem þurfa á því að halda. Því miður þekki ég það vel sjálfur, eftir 26 ára reynslu af kerfinu. Þrátt fyrir yfirlýsingar stjónvalda um betra örorkulífeyriskerfi, má enn finna í þessu nýju kerfi ótal alvarlegar brotalamir. Eitt af því sem vekur hvað mesta furðu er endurvakning ýmissa gamalla drauga. Sá versti er krónu á móti krónu skerðing sem nú á að taka upp á ný í enn verri mynd en áður. Samkvæmt nýju kerfi, ef einstaklingur fær 50.000 kr. fyrir hlutastarf, þá missir hann allan virknistyrkinn upp á 95.000 kr. Það er óskiljanlegt að stjórnvöld vilji innleiða svo ósanngjarnt og letjandi fyrirkomulag, þar sem virknistyrkurinn mun hverfa við hverja einustu krónu sem einstaklingur aflar. Annað atriði sem vekur undrun er lækkun heimilisuppbótar og aldurstengdrar uppbótar fyrir þá allra verst settu í þessu kerfi, sem eru öryrkjar og eldri borgarar sem búa einir. Kjarabætur fyrir þessa einstaklinga í nýja kerfinu eru hverfandi, þrátt fyrir að þeir standi einna verst og þurfa að standa straum af húsnæðiskostnaði án aðstoðar. Ljóst er að frumvarpið í núverandi mynd þarfnast ítarlegra endurbóta og dugar skammt til að uppræta sárafátækt meðal örorkulífeyrisþega. Flokkur fólksins vill ganga mun lengra til að tryggja mannsæmandi lífskjör fyrir þá verst settu í samfélaginu, svo sem skattleysi launatekna undir 400.000 krónum. Fullan örorku- og ellilífeyrir sem tryggir lífeyrisþegum 400.000 kr. á mánuði, skatta- og skerðingarlaust. 100.000 krónu frítekjumark á allar tekjur og 250.000 króna frítekjumark á atvinnutekjur. Með þessu væri stigið raunverulegt framfaraskref í átt að því að uppræta sárafátækt meðal öryrkja og eldra fólks. Höfundur er þingflokksformaður Flokks fólksins.
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun