Borðaði flugu á HM í snóker Sindri Sverrisson skrifar 2. maí 2024 11:31 Stephen Maguire var ef til vill bara orðinn svona svangur í gær, þegar hann greip flugu og setti upp í sig. Getty/Tai Chengzhe Afar furðulegt atvik átti sér stað á heimsmeistaramótinu í snóker í Sheffield á Englandi í gær, þegar Skotinn Stephen Maguire lagði sér flugu til munns. Maguire var að keppa við Dave Gilbert í átta manna úrslitum á þessu virtasta snókermóti heims, þegar fluga lenti á snókerborðinu. Ótrúlegt en satt þá ákvað Maguire að taka fluguna og setja hana upp í sig, eins og ekkert væri eðlilegra. pic.twitter.com/hoGsbdc6rH— 147mag (@147Magtr) May 1, 2024 „Ahh, þetta var nú bara fluga. Ég spýtti henni út þegar enginn var að horfa,“ á Maguire að hafa sagt við Phil Haigh, blaðamann Metro, sem spurði hann út í athæfið. Maguire varð að sætta sig við tap í leiknum, 13-8, eftir að hafa tapað átta af fyrstu níu römmunum. No... NO... he didn't! Did he?! 😲There's table service then there's this! 🥴That fly is going to regret landing on Stephen Maguire's table at the Snooker World Championship. #BBCSnooker pic.twitter.com/SBDGvTUPpx— BBC Sport (@BBCSport) May 2, 2024 Maguire náði að minnka muninn í 10-5 en gerði þá mistök og var gagnrýndur fyrir að missa stjórn á sér í augnablik, þegar hann sló hendi í borðið. „Hann getur ekki leynt því hvað hann er pirraður, hve reiðin er mikil,“ sagði Phil Yates, lýsandi á Eurosport og bætti við: „Af hverju gerir hann þetta? Einn daginn á hann svo sannarlega eftir að sjá eftir því. Það er allt í lagi að sýna að maður sé svekktur en ekki með þessum hætti.“ Maguire var enn svekktari eftir tapið: „Það var engin leið til baka eftir þennan fyrsta kafla. Ég gaf frá mér leikinn. En það verður að segjast að hann spilaði betur en ég og átti þetta skilið. Ég gefst aldrei upp en þetta var einn og hálfur dagur sem ég vil gleyma,“ sagði Maguire. Í undanúrslitunum mætir Gilbert öðrum heimamanni, Kyren Wilson, en í hinum undanúrslitaleiknum eigast við Jak Jones og Stuart Bingham sem slógu út Judd Trump og Ronnie O'Sullivan. Snóker Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Sport Jorge Costa látinn Fótbolti Eir og Ísold mæta á EM Sport Fleiri fréttir Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Eir og Ísold mæta á EM Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Frank Mill er látinn „Sagt að mér gæti blætt út“ Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Sjá meira
Maguire var að keppa við Dave Gilbert í átta manna úrslitum á þessu virtasta snókermóti heims, þegar fluga lenti á snókerborðinu. Ótrúlegt en satt þá ákvað Maguire að taka fluguna og setja hana upp í sig, eins og ekkert væri eðlilegra. pic.twitter.com/hoGsbdc6rH— 147mag (@147Magtr) May 1, 2024 „Ahh, þetta var nú bara fluga. Ég spýtti henni út þegar enginn var að horfa,“ á Maguire að hafa sagt við Phil Haigh, blaðamann Metro, sem spurði hann út í athæfið. Maguire varð að sætta sig við tap í leiknum, 13-8, eftir að hafa tapað átta af fyrstu níu römmunum. No... NO... he didn't! Did he?! 😲There's table service then there's this! 🥴That fly is going to regret landing on Stephen Maguire's table at the Snooker World Championship. #BBCSnooker pic.twitter.com/SBDGvTUPpx— BBC Sport (@BBCSport) May 2, 2024 Maguire náði að minnka muninn í 10-5 en gerði þá mistök og var gagnrýndur fyrir að missa stjórn á sér í augnablik, þegar hann sló hendi í borðið. „Hann getur ekki leynt því hvað hann er pirraður, hve reiðin er mikil,“ sagði Phil Yates, lýsandi á Eurosport og bætti við: „Af hverju gerir hann þetta? Einn daginn á hann svo sannarlega eftir að sjá eftir því. Það er allt í lagi að sýna að maður sé svekktur en ekki með þessum hætti.“ Maguire var enn svekktari eftir tapið: „Það var engin leið til baka eftir þennan fyrsta kafla. Ég gaf frá mér leikinn. En það verður að segjast að hann spilaði betur en ég og átti þetta skilið. Ég gefst aldrei upp en þetta var einn og hálfur dagur sem ég vil gleyma,“ sagði Maguire. Í undanúrslitunum mætir Gilbert öðrum heimamanni, Kyren Wilson, en í hinum undanúrslitaleiknum eigast við Jak Jones og Stuart Bingham sem slógu út Judd Trump og Ronnie O'Sullivan.
Snóker Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Sport Jorge Costa látinn Fótbolti Eir og Ísold mæta á EM Sport Fleiri fréttir Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Eir og Ísold mæta á EM Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Frank Mill er látinn „Sagt að mér gæti blætt út“ Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Sjá meira