Halla vill skikka ungmenni í samfélagsþjónustu Jakob Bjarnar skrifar 2. maí 2024 10:26 Halla Tómasdóttir við það tækifæri þegar landskjörstjórn úrskurði um gildi forsetaframboða á fundi í Þjóðminjasafni Íslands. vísir/vilhelm Halla Tómasdóttir forsetaframbjóðandi var í Spjallinu hjá Frosta Logasyni og viðraði þar þá hugmynd sína að hér verði tekin upp samfélagsþjónusta til árs fyrir unga fólkið. Forsetakosningarnar eru gósentíð fyrir fjölmiðla og ekki síður þá sem eru með hlaðvörp. Ellefu í framboði, einn búinn að kæra niðurstöður landstjórnar og allir vilja þeir láta á sér bera. Kynna sig og sín áhersluefni, eins og það heitir. Stundum er eins og forsetaembættið sé miklu viðameira en það er. Frosti er einn þeirra hlaðvarpara sem nú ræðir við forsetaframbjóðendur eins og hann eigi lífið að leysa og Halla var í stólnum hjá honum nýverið þar sem hún viðraði þá hugmynd að hér yrði tekin upp samfélagsþjónusta fyrir ungt fólk. Sem er nýstárleg hugmynd, minnir á herskyldu en er þó ekkert slíkt í huga Höllu. „Sundruð þjóð á aldrei eftir að nýta þau tækifæri sem blasa við. Við þurfum að koma upp úr skurðunum sem við höfum verið að grafa og byggja brýr milli hópa og kynslóða.“ Halla vill taka alvöru samtal um þetta og að því gefnu bíður Íslands ekkert annað en ótrúlega björt framtíð. Og liður í því gæti verið samfélagsþjónusta. „Þegar við styttum framhaldsskólann okkar er ýmislegt sem bendir til þess að það hafi ekki endilega verið góð ákvörðun; aukið álag, stress og jafnvel minnkað námsgetu sem reyndar aukin samfélagsmiðlanotkun virðist vera að gera.“ Halla segir okkur minna úti við og unga fólkið okkar er að standa sig verr í skóla. „En ef við myndum gefa ungu fólki kost á árs samfélagsþjónustu að loknum menntaskóla áður en það fer í háskóla; vinna með eldri borgum, vinna með unga fólkinu okkar, vinna einhverja samfélagsþjónustu, pikka upp rusl, hvað sem er, vinna í leikskólum … þá myndi það bæði hjálpa til við að finna tilgang og tengingu við sitt samfélag – það er líklega ekkert mikilvægara fyrir okkur en gera gagn og láta gott af okkur leiða. Og finna sér farveg.“ Halla segir iðngreinar hafi verið út undan áratugum saman og við séum að súpa seyðið af því nú. „Það eru svo mörg mál sem mætti lyfta upp með samfélagsþjónustu,“ segir Halla. Forsetakosningar 2024 Samfélagsmiðlar Börn og uppeldi Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Forsetakosningarnar eru gósentíð fyrir fjölmiðla og ekki síður þá sem eru með hlaðvörp. Ellefu í framboði, einn búinn að kæra niðurstöður landstjórnar og allir vilja þeir láta á sér bera. Kynna sig og sín áhersluefni, eins og það heitir. Stundum er eins og forsetaembættið sé miklu viðameira en það er. Frosti er einn þeirra hlaðvarpara sem nú ræðir við forsetaframbjóðendur eins og hann eigi lífið að leysa og Halla var í stólnum hjá honum nýverið þar sem hún viðraði þá hugmynd að hér yrði tekin upp samfélagsþjónusta fyrir ungt fólk. Sem er nýstárleg hugmynd, minnir á herskyldu en er þó ekkert slíkt í huga Höllu. „Sundruð þjóð á aldrei eftir að nýta þau tækifæri sem blasa við. Við þurfum að koma upp úr skurðunum sem við höfum verið að grafa og byggja brýr milli hópa og kynslóða.“ Halla vill taka alvöru samtal um þetta og að því gefnu bíður Íslands ekkert annað en ótrúlega björt framtíð. Og liður í því gæti verið samfélagsþjónusta. „Þegar við styttum framhaldsskólann okkar er ýmislegt sem bendir til þess að það hafi ekki endilega verið góð ákvörðun; aukið álag, stress og jafnvel minnkað námsgetu sem reyndar aukin samfélagsmiðlanotkun virðist vera að gera.“ Halla segir okkur minna úti við og unga fólkið okkar er að standa sig verr í skóla. „En ef við myndum gefa ungu fólki kost á árs samfélagsþjónustu að loknum menntaskóla áður en það fer í háskóla; vinna með eldri borgum, vinna með unga fólkinu okkar, vinna einhverja samfélagsþjónustu, pikka upp rusl, hvað sem er, vinna í leikskólum … þá myndi það bæði hjálpa til við að finna tilgang og tengingu við sitt samfélag – það er líklega ekkert mikilvægara fyrir okkur en gera gagn og láta gott af okkur leiða. Og finna sér farveg.“ Halla segir iðngreinar hafi verið út undan áratugum saman og við séum að súpa seyðið af því nú. „Það eru svo mörg mál sem mætti lyfta upp með samfélagsþjónustu,“ segir Halla.
Forsetakosningar 2024 Samfélagsmiðlar Börn og uppeldi Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira