Tryggja þurfi tímabundin afnot náttúruauðlinda í stjórnarskrá Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 2. maí 2024 12:31 Hanna Katrín segir málið líklega það stærsta sem er fyrir þinginu núna. Vísir/Vilhelm Þingmaður Viðreisnar segir ekki nóg að gera rekstrarleyfi til fiskeldis tímabundin til þess að sátt skapist um frumvarp matvælaráðherra um lagareldi. Málið sé skýrt dæmi um að gera þurfi breytingar á stjórnarskrá. Bjarkey Olsen matvælaráðherra brást við harðri gagnrýni á frumvarp hennar um lagareldi fyrr í þessari viku þegar fulltrúar ráðuneytis hennar mættu á fund atvinnuveganefndar og lögðu til, að beiðni þingsins, að rekstrarleyfi til sjókvíaeldis í frumvarpinu yrðu gerð tímabundin. Fyrirhugað var að leyfin yrðu gerð ótímabundin, en þau hafa hingað til verið gefin út til sextán ára. „Við þurfum að tryggja að það að fara til baka, í að leyfið sé tímabundið, þýði ekki að út detti heimildir til að bregðast við alvarlegum brotum eða síendurteknum. Það er svo mikið undir í þessu máli: Náttúran og afkoma fólks og byggðalaga,“ segir Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar og fulltrúi í atvinnuveganefnd. Á fundi atvinnuveganefndar í morgun var lagareldi eina málið til umræðu. „Við erum að fá til okkar gesti til að fara yfir sínar umsagnir til að átta okkur á helstu athugasemdum þeirra aðila sem málið varðar.“ Hún segir þetta mál skýrt dæmi um að breyta þurfi stjórnarskrá. „Auðvitað sýnir þetta mál, þetta slys sem þetta er - ég ætla bara að segja það eins og er af því að við erum ekki búin að breyta þessu - í uppsiglingu, skýrt merki um að við þurfum að setja inn í stjórnarskrána ákvæði um tímabundin afnot af náttúruauðlindum. Það er það eina sem getur tryggt að þetta gerist ekki. Þingið getur tekið alls konar ákvarðanir, misgáfulegar,“ segir Hanna Katrín. Hún segir breytingu á tímalengd leyfisveitinga ekki nóg til að skapa sátt um frumvarpið. „Það er mjög margt annað í þessu frumvarpi. Þetta er gríðarlega flókið mál. Ég held ég geti fullyrt að það eitt og sér er ekki nóg. Þetta er gríðarlega stórt mál, sennilega eitt það stærsta. Nefndin hefur náð samstöðu um það að byrja þess vegna á þessu, láta vinna tillögur að því hvernig við breytum [tímalengd leyfa] á sama tíma og við erum að fara kerfisbundið í gegnum önnur ákvæði málsins,“ segir Hanna. „Við erum að tala þarna um mjög mikilvæga vaxandi atvinnugrein fyrir mörg byggðalög, þetta er afkoma fólks einfaldlega. Það er líka náttúran og við verðum að ná þarna lendingu þar sem við hugum að hagsmunum þessara aðila en náum einhvern vegin jafnvægi.“ Sjókvíaeldi Fiskeldi Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Viðreisn Tengdar fréttir Allt að fimm milljóna króna sekt á hvern fisk Hægt verður að sekta fyrirtæki í sjókvíaeldi um allt að fimm milljónir á hvern frjóan laxfisk sem finnst þar sem hætta er á erfðablöndun, samkvæmt frumvarpi matvælaráðherra um lagareldi. Ráðherra segir frumvarpið taka miklu betur á umhverfismálum en gert hafi verið hingað til. 30. apríl 2024 19:30 Umdeildu frumvarpi um lagareldi breytt Í hádegisfréttum verður rætt við Bjarkeyju Olsen matvælaráðherra sem hefur nú fallist á að breyta umdeildu ákvæði í nýju frumvarpi um lagareldi sem hlotið hefur mikla gagnrýni síðustu daga. 30. apríl 2024 11:35 Matvælaráðherra segir fiskeldisfrumvarp mikla bragarbót fyrir umhverfið Matvælaráðherra vonar að sátt geti skapast um frumvarp hennar um lagareldi með því að gera rekstrarleyfi fyrirtækja í sjókvíaeldi tímabundin. Frumvarpið feli í sér stórfelldar úrbætur í umhverfisvernd; reglur verði skýrari og eftirlit meira. 30. apríl 2024 11:34 Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Erlent Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Erlent Fleiri fréttir Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Sjá meira
Bjarkey Olsen matvælaráðherra brást við harðri gagnrýni á frumvarp hennar um lagareldi fyrr í þessari viku þegar fulltrúar ráðuneytis hennar mættu á fund atvinnuveganefndar og lögðu til, að beiðni þingsins, að rekstrarleyfi til sjókvíaeldis í frumvarpinu yrðu gerð tímabundin. Fyrirhugað var að leyfin yrðu gerð ótímabundin, en þau hafa hingað til verið gefin út til sextán ára. „Við þurfum að tryggja að það að fara til baka, í að leyfið sé tímabundið, þýði ekki að út detti heimildir til að bregðast við alvarlegum brotum eða síendurteknum. Það er svo mikið undir í þessu máli: Náttúran og afkoma fólks og byggðalaga,“ segir Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar og fulltrúi í atvinnuveganefnd. Á fundi atvinnuveganefndar í morgun var lagareldi eina málið til umræðu. „Við erum að fá til okkar gesti til að fara yfir sínar umsagnir til að átta okkur á helstu athugasemdum þeirra aðila sem málið varðar.“ Hún segir þetta mál skýrt dæmi um að breyta þurfi stjórnarskrá. „Auðvitað sýnir þetta mál, þetta slys sem þetta er - ég ætla bara að segja það eins og er af því að við erum ekki búin að breyta þessu - í uppsiglingu, skýrt merki um að við þurfum að setja inn í stjórnarskrána ákvæði um tímabundin afnot af náttúruauðlindum. Það er það eina sem getur tryggt að þetta gerist ekki. Þingið getur tekið alls konar ákvarðanir, misgáfulegar,“ segir Hanna Katrín. Hún segir breytingu á tímalengd leyfisveitinga ekki nóg til að skapa sátt um frumvarpið. „Það er mjög margt annað í þessu frumvarpi. Þetta er gríðarlega flókið mál. Ég held ég geti fullyrt að það eitt og sér er ekki nóg. Þetta er gríðarlega stórt mál, sennilega eitt það stærsta. Nefndin hefur náð samstöðu um það að byrja þess vegna á þessu, láta vinna tillögur að því hvernig við breytum [tímalengd leyfa] á sama tíma og við erum að fara kerfisbundið í gegnum önnur ákvæði málsins,“ segir Hanna. „Við erum að tala þarna um mjög mikilvæga vaxandi atvinnugrein fyrir mörg byggðalög, þetta er afkoma fólks einfaldlega. Það er líka náttúran og við verðum að ná þarna lendingu þar sem við hugum að hagsmunum þessara aðila en náum einhvern vegin jafnvægi.“
Sjókvíaeldi Fiskeldi Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Viðreisn Tengdar fréttir Allt að fimm milljóna króna sekt á hvern fisk Hægt verður að sekta fyrirtæki í sjókvíaeldi um allt að fimm milljónir á hvern frjóan laxfisk sem finnst þar sem hætta er á erfðablöndun, samkvæmt frumvarpi matvælaráðherra um lagareldi. Ráðherra segir frumvarpið taka miklu betur á umhverfismálum en gert hafi verið hingað til. 30. apríl 2024 19:30 Umdeildu frumvarpi um lagareldi breytt Í hádegisfréttum verður rætt við Bjarkeyju Olsen matvælaráðherra sem hefur nú fallist á að breyta umdeildu ákvæði í nýju frumvarpi um lagareldi sem hlotið hefur mikla gagnrýni síðustu daga. 30. apríl 2024 11:35 Matvælaráðherra segir fiskeldisfrumvarp mikla bragarbót fyrir umhverfið Matvælaráðherra vonar að sátt geti skapast um frumvarp hennar um lagareldi með því að gera rekstrarleyfi fyrirtækja í sjókvíaeldi tímabundin. Frumvarpið feli í sér stórfelldar úrbætur í umhverfisvernd; reglur verði skýrari og eftirlit meira. 30. apríl 2024 11:34 Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Erlent Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Erlent Fleiri fréttir Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Sjá meira
Allt að fimm milljóna króna sekt á hvern fisk Hægt verður að sekta fyrirtæki í sjókvíaeldi um allt að fimm milljónir á hvern frjóan laxfisk sem finnst þar sem hætta er á erfðablöndun, samkvæmt frumvarpi matvælaráðherra um lagareldi. Ráðherra segir frumvarpið taka miklu betur á umhverfismálum en gert hafi verið hingað til. 30. apríl 2024 19:30
Umdeildu frumvarpi um lagareldi breytt Í hádegisfréttum verður rætt við Bjarkeyju Olsen matvælaráðherra sem hefur nú fallist á að breyta umdeildu ákvæði í nýju frumvarpi um lagareldi sem hlotið hefur mikla gagnrýni síðustu daga. 30. apríl 2024 11:35
Matvælaráðherra segir fiskeldisfrumvarp mikla bragarbót fyrir umhverfið Matvælaráðherra vonar að sátt geti skapast um frumvarp hennar um lagareldi með því að gera rekstrarleyfi fyrirtækja í sjókvíaeldi tímabundin. Frumvarpið feli í sér stórfelldar úrbætur í umhverfisvernd; reglur verði skýrari og eftirlit meira. 30. apríl 2024 11:34
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent