Sníða sér stakk eftir vexti Guðni Magnús Ingvason skrifar 2. maí 2024 14:01 Ákvörðunartaka í fjármálum er alltaf krefjandi, en þó sér í lagi á Íslandi þar sem óstöðugleiki, hátt vaxtastig og mikil verðbólga hefur alloft verið viðvarandi. Í dag standa einstaklingar og fyrirtæki frammi fyrir erfiðum ákvörðunum er kemur að fjárfestingu, hvort sem hún er í fasteignum, bifreiðum eða rekstrarbúnaði. Háir vextir hafa eðlilega mikil áhrif á ákvarðanatöku einstaklinga og fyrirtækja um hvort fjárfesta skuli eður ei. Til dæmis er ekki auðsvarað spurningunni um hvort skynsamlegt sé fyrir einstakling að kaupa nýjan bíl eða fyrirtæki krana við núverandi vexti. Sumir hafa einfaldlega ekki val um að uppfæra ekki bílinn, til dæmis vegna fjölgunar í fjölskyldunni. Svo getur verkefnastaðan fram undan hjá fyrirtækjum krafist þess að bæta þurfi við tækjabúnaðinn. Þá vaknar spurningin um hvort kunni að vera hagstæðara að leigja frekar en að kaupa. Þegar leigður er bíll eða tæki er greitt mánaðarlegt gjald sem nær utan um allan rekstur, að frátöldu eldsneyti. Þessar mánaðarlegu greiðslur geta hins vegar verið nokkuð háar og rifið vel í sjóðstreymið. Áður en lagt er í fjárfestingu þar sem taka þarf lán til að brúa kaupin er mikilvægt að skoða greiðslubyrðina vel. Hún miðast við upphæð lánsins og þann tíma sem tekur að greiða lánið niður. Vextir hafa að sjálfsögðu einnig áhrif, sérstaklega þegar um hærri fjárhæðir er að ræða. Þess vegna er mikilvægt, áður en farið er af stað, að reikna sig niður á þá greiðslubyrði sem hver og einn ræður við út frá eigin ráðstöfunartekjum. Með vel ígrundaðri ákvörðun minnka einnig líkur á greiðsluerfiðleikum, en vanskilakostnaður er hár og er fljótur að auka til muna kostnaðinn við lántökuna. Þá er gott að hafa í huga að einstaklingar og minni fyrirtæki geta með einföldum hætti greitt inn á lánin sín án kostnaðar og þannig lækkað höfuðstóllinn hraðar. Slíkar innborganir minnka heildarvaxtakostnað á lánstímanum. Þegar horft er á bílakaup þá spilar tegund og ástand bifreiða stóran þátt í ákvörðuninni. Á að kaupa nýjan bíl eða notaðan sem búið er að afskrifa að hluta? Aldur bílsins hefur líka áhrif á mögulega lántöku. Samkvæmt lánareglum Ergo styttist mögulegur lánstími í hlutfalli við aldur bíls. Þannig er bíll af 2014 árgerð lánshæfur í eitt ár en nýr bíll í sjö ár. Vaxtakjör bílalána miðast svo við lánshlutfall af kaupverði. Til dæmis eru lægri vextir af lánum með lánshlutfall undir 50 prósentum en af lánum þar sem lánshlutfallið er 80 prósent. Ef kaupa á notaðan bíl er mikilvægt að huga því hversu mikið hann er ekinn. Líkur eru á að bíll sem er mikið ekinn þurfi meira viðhald. Þá velta margir fyrir sér hvort sé betra, að kaupa bíl sem gengur fyrir jarðefnaeldsneyti eða fyrir rafmagni. Hér er ekki hægt að alhæfa og ekkert eitt rétt svar. Eitt er þó víst, að rekstrarkostnaður bíla hefur áhrif á bókhaldið. Bensín- og dísilverð er orðið verulega hátt og af því leiðir að bíll sem eyðir miklu eldsneyti getur orðið dýr í rekstri. Þrátt fyrir nýjar reglur um kílómetragjald á rafmagnsbíla er alla jafna hagstæðara að eiga og reka slíka bíla. Þó rafmagnsbílar séu almennt hagstæðari kostur, svo ekki sé talað um umhverfisvænni, þá er mismunandi drægni þeirra nokkuð sem líka þarf að taka tillit til þegar ákvörðun er tekin. Upplýstar og vel ígrundaðar ákvarðanir í þessum efnum borga sig, því að mörgu er að hyggja þegar kemur að fjárfestingum í bílum og tækjum. Höfundur er viðskiptastjóri fyrirtækja hjá Ergo. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjármál heimilisins Mest lesið Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Skoðun Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Sjá meira
Ákvörðunartaka í fjármálum er alltaf krefjandi, en þó sér í lagi á Íslandi þar sem óstöðugleiki, hátt vaxtastig og mikil verðbólga hefur alloft verið viðvarandi. Í dag standa einstaklingar og fyrirtæki frammi fyrir erfiðum ákvörðunum er kemur að fjárfestingu, hvort sem hún er í fasteignum, bifreiðum eða rekstrarbúnaði. Háir vextir hafa eðlilega mikil áhrif á ákvarðanatöku einstaklinga og fyrirtækja um hvort fjárfesta skuli eður ei. Til dæmis er ekki auðsvarað spurningunni um hvort skynsamlegt sé fyrir einstakling að kaupa nýjan bíl eða fyrirtæki krana við núverandi vexti. Sumir hafa einfaldlega ekki val um að uppfæra ekki bílinn, til dæmis vegna fjölgunar í fjölskyldunni. Svo getur verkefnastaðan fram undan hjá fyrirtækjum krafist þess að bæta þurfi við tækjabúnaðinn. Þá vaknar spurningin um hvort kunni að vera hagstæðara að leigja frekar en að kaupa. Þegar leigður er bíll eða tæki er greitt mánaðarlegt gjald sem nær utan um allan rekstur, að frátöldu eldsneyti. Þessar mánaðarlegu greiðslur geta hins vegar verið nokkuð háar og rifið vel í sjóðstreymið. Áður en lagt er í fjárfestingu þar sem taka þarf lán til að brúa kaupin er mikilvægt að skoða greiðslubyrðina vel. Hún miðast við upphæð lánsins og þann tíma sem tekur að greiða lánið niður. Vextir hafa að sjálfsögðu einnig áhrif, sérstaklega þegar um hærri fjárhæðir er að ræða. Þess vegna er mikilvægt, áður en farið er af stað, að reikna sig niður á þá greiðslubyrði sem hver og einn ræður við út frá eigin ráðstöfunartekjum. Með vel ígrundaðri ákvörðun minnka einnig líkur á greiðsluerfiðleikum, en vanskilakostnaður er hár og er fljótur að auka til muna kostnaðinn við lántökuna. Þá er gott að hafa í huga að einstaklingar og minni fyrirtæki geta með einföldum hætti greitt inn á lánin sín án kostnaðar og þannig lækkað höfuðstóllinn hraðar. Slíkar innborganir minnka heildarvaxtakostnað á lánstímanum. Þegar horft er á bílakaup þá spilar tegund og ástand bifreiða stóran þátt í ákvörðuninni. Á að kaupa nýjan bíl eða notaðan sem búið er að afskrifa að hluta? Aldur bílsins hefur líka áhrif á mögulega lántöku. Samkvæmt lánareglum Ergo styttist mögulegur lánstími í hlutfalli við aldur bíls. Þannig er bíll af 2014 árgerð lánshæfur í eitt ár en nýr bíll í sjö ár. Vaxtakjör bílalána miðast svo við lánshlutfall af kaupverði. Til dæmis eru lægri vextir af lánum með lánshlutfall undir 50 prósentum en af lánum þar sem lánshlutfallið er 80 prósent. Ef kaupa á notaðan bíl er mikilvægt að huga því hversu mikið hann er ekinn. Líkur eru á að bíll sem er mikið ekinn þurfi meira viðhald. Þá velta margir fyrir sér hvort sé betra, að kaupa bíl sem gengur fyrir jarðefnaeldsneyti eða fyrir rafmagni. Hér er ekki hægt að alhæfa og ekkert eitt rétt svar. Eitt er þó víst, að rekstrarkostnaður bíla hefur áhrif á bókhaldið. Bensín- og dísilverð er orðið verulega hátt og af því leiðir að bíll sem eyðir miklu eldsneyti getur orðið dýr í rekstri. Þrátt fyrir nýjar reglur um kílómetragjald á rafmagnsbíla er alla jafna hagstæðara að eiga og reka slíka bíla. Þó rafmagnsbílar séu almennt hagstæðari kostur, svo ekki sé talað um umhverfisvænni, þá er mismunandi drægni þeirra nokkuð sem líka þarf að taka tillit til þegar ákvörðun er tekin. Upplýstar og vel ígrundaðar ákvarðanir í þessum efnum borga sig, því að mörgu er að hyggja þegar kemur að fjárfestingum í bílum og tækjum. Höfundur er viðskiptastjóri fyrirtækja hjá Ergo.
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun